Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 86
BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Kaldhæðni er vandmeðfarin og senni-lega í bráðri útrýmingarhættu. Sú skemmtilega list að segja eitthvað eitt til þess að segja í raun eitthvað allt annað undir niðri virðist nefnilega hitta í mark hjá sífellt færri neytendum afþreyingar. Kannski er það einmitt þar sem hundur- inn liggur grafinn. Þegar afþreying verð- ur að áreynslulausri neyslu sem hægt er að taka við algerlega hugsunarlaust, án nokkurrar þekkingar á menningarum- hverfi sínu eða bakgrunni þess, hvað þá einhverrar næmni á blæbrigði tungu og tjáningar eða læsis á vísanir og skírskot- anir, missir viðtakandinn auðvitað hvat- ann og þar af leiðandi smám saman einnig hæfileikann til að skyggnast undir yfirborð þess sem borið er á borð fyrir hann. Þetta er hin nýja lesblinda sem menningu okkar og almennum skemmtilegheitum í samfélaginu staf- ar mun meiri hætta af en hinni. Þetta er blinda á merkinguna á milli línanna. ÞETTA form lesblindu á sér þó býsna skondnar birtingarmyndir. Það ger- ist einkum þegar þeir, sem verið er að hæðast að, eru of heimskir til að sjá háðið á milli línanna. Nýjasta dæmið um svona heimsku er svokallaður dagur ofbeldis gegn rauðhærðum. Hann mun eiga rætur að rekja til bandarísku sjónvarpsþáttanna South Park. Í einum þáttanna heldur kyn- þáttahatarinn Cartman þrumuræðu um að rauðhært fólk sé heimskt, ómennskt og sálarlaust, enda hafi Júdas verið rauð- hærður. Það sem gerist í kjölfarið er skrumskæling á þekktum vampírumynd- um. Hinir rauðhærðu eru skuggalegar næturverur sem þyrstir í blóð, Cartman sjálfur verður rauðhærður og gerist leiðtogi rauðkollanna. ÞÁTTURINN er bráðfyndin og skelegg háðsádeila á fordóma. Stillt er upp mis- munun á hlægilega langsóttum forsendum og sýnt hve afkáraleg hún er, líka þótt for- sendur hennar kunni að vera kunnuglegri. Þetta virðist aftur á móti hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Börn hafa tekið speki Cartmans alvarlega, rétt eins og einhvern tímann sé að marka orð af því sem hann segir, og höfundarnir verið gerðir ábyrgir fyrir ofbeldi gegn rauð- hærðum – sem þeir voru einmitt að hæða. Að mínu mati stafar þetta af því að of mikið af forheimskandi afþreyingu hefur gert fólk of heimskt til að átta sig á því að enn er til list þar sem merkingin liggur ekki öll á ysta yfirborði hennar, list sem gerir kröfu til þess að fólk hugsi um það sem er verið að segja því. Hin nýja lesblinda 58 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hefurðu séð skóna mína? Hefurðu séð peys- una mína? Hefurðu séð buxurnar mínar? Hefurðu séð jakkann minn? Solla, þetta er allt í skápnum þínum. Hefurðu séð skápinn minn? Úti að borða með ofurfyrirsætum Get ég fengið hálfan skammt af selleríi, án sellerísins. Er þetta tófú með lítið af hitaeiningum? Ég eyddi þremur tímum í að þrífa inni hjá Palla og á 30 sekúndum draslaði hann bara ennþá meira til en áður. Ég skal tala við hann. Palli. Mamma þín er virkilega reið yfir drasl- inu í herberginu þínu. Þetta er allt í lagi. Hún er bara í smá rusli pabbi. Jólameistaramótið heldur áfram. 4. umferð. 5. umferð. 8-liða úrslit. Undan- úrslit. Manstu eftir köku- happdrættinu sem við héldum. Þú hlóst að ostakökunni minni. Þú hlærð ekki núna, er það nokkuð? Róleg, Elsa. Hún er ekki þess virði. Sjáu mst ! Startarar og alternatorar Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Auglýsingasími – Mest lesið Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.