Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 110
82 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR PERSÓNAN Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, ungfrú Ísland, er stödd í Suður- Afríku þar sem hún tekur þátt í Miss World-keppn- inni. Guðrún og stelpurnar kepptu í fjölbreyttum íþróttum í vikunni og keppnis- völlurinn var ekki af verri endanum; aðalleikvangur heimsmeist- aramótsins í fótbolta, sá sem kenndur er við Nelson Mandela. Ungfrú Japan bar sigur úr býtum og fagnaði því ógurlega. Því næst hittu stúlkurnar forseta Suður-Afr- íku, hinn fjórkvænta Jacob Zuma, sem leiddist örugglega ekki að hitta fljóðin fögru … Og meira um fegurðardrottning- ar. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að fyrirsætan Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir hefði verið valin til að sýna föt á pöll- unum í tískuvikunni í New York. Ingibjörg er stödd hér á landi í stuttri heimsókn, en er á leiðinni til Indlands í lok nóvember þar sem hún sýnir í tískuvikunni þar í landi. Það er augljóslega skammt stórra högga á milli hjá henni, enda fögur stúlka á ferð. Og enn meira um fegurðardrottn- ingar. Alheimsfegurðardrottningar að þessu sinni. Unnur Birna Vil- hjálmsdóttir var ein af fjölmörg- um gestum á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar Dikta á Nasa á fimmtudag. Fullt var út úr dyrum á tónleikunum sem voru í tilefni plötunnar Get it Together. Mikil fagnaðarlæti brutust út um miðbik tón- leikanna þegar meðlimir Diktu skiptu allir um hljóðfæri í miðju lagi, héldu áfram með lagið og skiptu svo aftur án þess að það heyrð- ist munur. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég er rosalega glöð með að sjá að þessi flokkur sé kominn. Ég held að allir megi hoppa hæð sína af gleði,“ segir leikkonan Linda Ásgeirsdóttir, Skoppa úr Skoppu og Skrítlu. Barnaefni verður verðlaun- að í fyrsta skipti á Eddunni á næsta ári. Flokkurinn nær bæði yfir efni í sjónvarpi og kvikmyndahúsum, en ljóst er að um auðugan garð verð- ur að gresja. Sveppi, Skoppa og Skrítla frumsýndu myndir á árinu og barnaefni í sjónvarpi var einnig framleitt af krafti. Aðspurð hvort Sveppi sé harðasti keppinautur Skoppu og Skrítlu hlær hún og segist ekki vita um það. „Þetta eru allt svo góðir vinir manns – félagar og meira þannig,“ segir hún. Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður íslensku kvikmynda- & sjónvarpsakademí- unnar segir mikið framboð af barnaefni hafa orðið til þess að flokkurinn varð til. „Svo hafa menn auðvitað áhuga á að ýta undir gerð barnaefnis,“ segir hann. „Nú erum við að hjálpa til við það. Hingað til hefur ekki verið til nóg af efni til að hafa flokk. Ég held að það séu nálægt tíu verk sem koma til greina núna og það verða þrjú tilnefnd. Þetta er loksins orðinn alvöruflokkur.“ - afb Skoppa fagnar barna-Eddu ÁNÆGÐAR Skoppa og Skrítla fagna því að eiga aukinn möguleika á Edduverðlaunum. „Þetta byrjaði þannig að við spil- uðum alltaf tónlist eftir Megas á Bryggjunni á þessum dögum,“ segir Sigurður Karl Jóhannsson, eig- andi pitsustaðarins Bryggjunnar á Akur- eyri, en þar stendur nú yfir Megasvika. Staður- inn hefur verið opinn í fimmtán mánuði og hefur notið vinsælda, enda eini pitsustaðurinn með eldbak- aðar pítsur á Akureyri. Nú stendur yfir sjötta Megasvikan. „Megas og pitsa er frá- bær blanda,“ segir Sigurður. „Megas sjálfur hefur að vísu ekki heiðrað okkur með nærveru sinni enn þá, en ég myndi að sjálf- sögðu bjóða honum upp á eitthvað að borða, að minnsta kosti ef hann kæmi á Megasviku.“ S i g u r ð u r s e g i r B r y g g j u n a e k k i bjóða upp á sérstaka Megaspitsu eins og er, en það gæti alveg gerst. Pitsur Bryggjunnar bera frumleg nöfn eins og Benni Næs, Forstjórinn og Skipstjórinn, og Megaspitsa myndi sóma sér vel í þessum hópi. „Pítsurnar bera þjóðleg nöfn og nöfnin hafa alltaf einhverja teng- ingu við pitsurnar,“ segir Sigurð- ur. „Bóndinn og Bankastjórinn eru vinsælustu pitsurnar okkar. Við vorum með pitsur sem hétu Þingmaðurinn og Forsætisráð- herrann en þær voru teknar úr sölu. Það vildi bara enginn kaupa þær!“ - drg Megas og pitsa er góð blanda ÞJÓÐLEGAR PITSUR Sigurður Karl Jóhannsson, eigandi Bryggjunnar. MEGASVIKA Sjötta Megasvika Bryggj- unnar stendur nú yfir. Pétur Þorsteinsson er einn stofn- enda Hins íslenska töframanna- gildis auk þess sem hann er prest- ur Óháða safnaðarins. Pétur hefur haldið svokallaðar galdramessur tvisvar á ári hverju þar sem hann tvinnar kristilegum boðskap saman við töfra. „Það eru sérstakar fjölskyldu- messur hjá okkur einu sinni á misseri og þá hef ég tvinnað töfra inn í predikun mína til þess að ná athygli bæði barna og fullorð- inna. Þessar messur eru mjög vel sóttar og kirkjukaffið sem hald- ið er á eftir trekkir einnig mikið að,“ segir Pétur, en hann hefur meðal annars kveikt í Biblíunni í einni slíkri messu. „Það kviknaði í Biblíunni vegna þess að við vorum að tala um eldfim mál. Ég gat þó slökkt í henni áður en nokkrar skemmdir urðu á bókinni góðu,“ segir Pétur glaðlega. Pétur hefur starfað sem prestur í fimmtán ár og segist hafa nýtt töfrana til að gera fjölskyldumess- urnar sjónrænni fyrir kirkjugesti. „Ég hef tvisvar farið á töfranám- skeið erlendis og svo hef ég einnig lært ýmislegt frá félögum mínum í töframannagildinu. Það er ýmis- legt í þessu sem mér finnst vel hægt að tengja kristindómi og gerir messurnar sjónrænni fyrir vikið.“ Pétur segir mikinn tíma fara í æfingar og tekur fram að á þeim fimmtán árum sem hann hefur starfað sem prestur hafi hann aldrei sýnt sama töfrabragðið tvisvar. Aðspurður segist hann þó ekki grípa til töfra í venjuleg- um sunnudagsmessum, heldur séu þeir aðeins fyrir fjölskyldumess- urnar. „Börnin taka svo mikinn þátt í þessu og það er gaman að geta náð til þeirra á þennan hátt,“ segir Pétur að lokum. Næsta galdramessa fer fram í mars á næsta ári í Háteigskirkju. sara@frettabladid.is PÉTUR ÞORSTEINSSON: ALDREI SAMA TÖFRABRAGÐIÐ TVISVAR Biblían logaði í messu TÖFRANDI PRESTUR Pétur Þorsteinsson er prestur Óháða safnaðarins og einn stofnenda Hins íslenska töframannagildis. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA GALDRAMESSA Pétur tvinnar saman töfra og kristilegan boðskap í fjölskyldu- messum. Aldur: 42 Starf: Grínisti Fjölskylda: Bara fín, hún stend- ur með mér. Búseta: Reykjavík Stjörnumerki: Ég er í spurning- armerkinu. Jón Gnarr hefur vakið athygli í vikunni fyrir Besta flokkinn, nýtt stjórnmálaafl sem hann hefur stofnað. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. endafjöl, 6. þys, 8. skáhalli, 9. var- kárni, 11. samanburðart., 12. hestur, 14. ástaratlot, 16. býli, 17. sarg, 18. annríki, 20. samtök, 21. land í Asíu. LÓÐRÉTT 1. korntegund, 3. frá, 4. brjósthimna, 5. gæfa, 7. biðja innilega, 10. blekk- ing, 13. spil, 15. seytlar, 16. ófarnaður, 19. nafnorð. LAUSN LÁRÉTT: 2. gafl, 6. ys, 8. flá, 9. gát, 11. en, 12. gráni, 14. blíða, 16. bæ, 17. urg, 18. önn, 20. aa, 21. laos. LÓÐRÉTT: 1. bygg, 3. af, 4. fleiðra, 5. lán, 7. sárbæna, 10. tál, 13. níu, 15. agar, 16. böl, 19. no. AFMÆLISVEISLA Í DAG! FRÍR HUMAR* *1KG súpuhumar fylgir með ef keypt er stór askja af XL humri TILBOÐIÐ GILDIR Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.