Vikan


Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 17

Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 17
Hlakkar þú til jólanna? Hvers vegna? Fyrst hittum við ungan og spengi- legan mann, Krist- ján Hafliðason. Hann vinnur í kjörbúð KRON við Dunhaga og er að koma til vinnu sinnar. ■— Hlakkar þú til jólanna? — Vertu ekki að spyrja mig núna. Ég var á balli i gær og er að mæta. Sérðu það ekki? — Hlakkar þú til jólanna? — Já, að sjálfsögðu. •— Hvers vegna? — Þá fær maður fri í vinnunni. Svo fær maður góðan mat, og það þykir mér alltaf gott. Og auk þess trúi ég ekki öðru en ég fái kerti og spil, að minnsta kosti. Næst komum við á Slökkvistöðina og hittum þar Sigurð Gunnar Sigurðsson varaslökkviliðs- stjóra. — Hlakkar þú til jólanna? — Já, já. —■ Hvers vegna? — Datt mér ekki i hug, að þú kæmir með aðra verri spurningu! — Þegar ég var barn, hlakkaði ég til jólahátiðarinnar, af því að þá var svo margt um að vera. Maður var færður i sparifötin, sett upp jólatré og sérstaklega reynt að gleðja okk- ur börnin. Jólahátiðin gengur mest út á það, góðan mat, oftast — já alltaf — farið til kirkju og því- umlikt. Það er eins nú, siðan ég eignaðist börn sjálfur, hef ég oft hugsað til þess, er ég var barn, og hugs- að um að gleðja mín börn á sama hátt og ég naut jólahátíðarinnar sjálfur og gera þeim jólin sem skemmtilegust og bezt. Edda Sigurðar- dóttir er skrif- stofumær hjá Guð- laugi Einarssyni, hæstaréttarlög- manni. Hún verður hissa á fyrri spurn- ángunni, þvi það hefur henni aldrei yuu ucill vaiumai. — Jahá! Hvers vegna? ■—• Mhm — það er stemmningin sjálf, frí og allt, góður matur — gott að vera til. Þetta hefur breytzt frá því ég var krakki, þá hlakkaði ég mest til gjafanna. Ingveldur Sigurð- ardóttir er kaup- kona í verzluninni Nálinni á Lauga- vegi. Hún var ekki í vandræðum með að svara fyrri spurningunni: — Jahá, eins og barn. — Hvers vegna? — Hvers vegna? Af því að það er dásamlegasta hátíð ársins. Þá verður maður alltaf eins og barn. Ég hlakka alltaf til jólanna eins og ég væri að fá fyrsta jólakjólinn minn. Jólin eru alveg yndisleg- asta hátíðin, þá eru svo margir, sem verða ær- legri og sýna það góða í sér. Að lokum rek- umst við á Guð- finnu Magnúsdótt- ur, sem leggur stund á nám í al- mennum fræðum i 12 ára bekk Mið- bæjarbarnaskól- ans. — Hlakkar þú til jólanna? — Auðvitað! — Hvers vegna? — .......Það veit ég ekki.......Af því það er svo gaman .... gaman af þvi..............af þvi bara.........það er ósköp eðlilegt . . . . þá er allt svo fint og skemmtilegt og gaman....... Voff — voff Sviðið er gata í London. Þar er mikil umferð að vanda, en mitt i umferðinni sit- ur stór og mikill köttur, sem lætur sér fátt um finnast, þótt bílstjórar beiti á hann flautum sínum og hjólreiðamenn bjöllunum. Kötturinn olli umferðinni sem sagt hin- um mesta ama, þvi enginn hafði brjóst í sér til að aka yfir hann, og umferðin var svo mikil, að ekki var ráðrúm til að víkja til hliðar. Loksins kom bílstjóri, sem vissi hvað gera skyldi. Hann nam staðar lijá kettinum, rak hausinn iit um glugga og gelti eins og hundur. Það var ómögulegt að heyra annað en geltið kæmi frá liundi, enda var það sem við manninn mælt, að kisi litaðist um með skelfingu og hvarf síðan eins og elding bak við hús við göt- una. — Ekki vitum við til, að hann hafi truflað umferðina síðan. Hér á myndinni sjáiS þiS fyrsta sonarson hins frœga gamanleikara Cliarlie Chaplin. Piltur- inn hefur ekki hlotiS nafn enn, svo okkur sé kunnugt, en hann er sonur Sidney Cliaplin og dansmeyjarinnar Noélle Adam. — Ætli þaS sé ekki hún, sem heldur á stráknum? Ungfrú Yndisfríð er enn á ferðinni og óskar lesendum Vikunnar gleðilegra jóla. Hún er nýkomin á fætur eins og þið sjáið og ætlaði að fara að snyrta sig og mála á sér varirnar, en þá fann hún hvergi varalitinn. Hún segir, að varaliturinn hljóti að vera einhversstaðar í blaðinu og biður ykkur að finna hann fyrir sig. Þið eigið vinsamlegast að tilgreina þá blaðsíðu, sem varaliturinn er á og skrifa síðan full nafn og heimilisfang þar fyrir neðan og senda til Vikunnar. Síðan verður dregið og verðlaunin eru Carabella undirkjóll. Varaliturinn er á bls. Nafn Heimilisfang VIKAK 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.