Vikan


Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 25
Sykur og smjörlíki hrœrt mjög vel saman. Eggjarauðurnar hrærðar í ein og ein. Hveitið sáldrað með lyftidufti og kakaói. Hrært sam- an við eggin smátt og smátt með rjómanum eða mjólkinni og möndlunum. Siðast er stíf- þeyttum hvitunum blandað saman við. Bakað i tveim lagkökumótum við hægan hita. Þegar hotnarnir eru kaldir eru þeir lagðir saman með súkkulaðikremi, sem einnig er sprautað eða smurt á kökuna og hún skreytt með möndí- um og rauðum berjum ef þau eru fyrir hendi. Kremið. 75 gr smjör, 200 gr flórsykur, 50 gr súkku laði, 1 eggjarauða, 1 tesk. vanilja, 1—2 msk. sterkt kaffi. Súkkulaðið er hrætt yfir gufu, kaffinu lirært saman við. Kælt. Smjörið er hrært lint. Flór- sykurinn hrærður saman við. Því næst eggja- rauðan, súkkulaðið og vaniljan. Ef kremið er of þunnt til að setja það á kökuna er það kælt um stund. Þessi kaka er drjúg og geym- ist vel. Vínarterta. 150 gr smjörlíki, 150 gr sykur, 200 gr hveiti, 4 egg, 2 tesk ger, berjamauk. Venjulegt hrært deig. Bakað í 4 tertumótum. Þegar kökurnar eru kaldar eru þær lagðar saman með góðu mauki. Brúnkaka. 125 gr smjörlíki, 150 gr púðursykur, 2 egg, 250 gr hveiti, 2 tesk. lyftiduft, 1 tesk. kardimommur, % tesk. negull, 75 gr rús- ínur, l‘/4 1 dl mjólk. Hrærð og bökuð á sama hátt og ávaxtakaka (uppskrift áður í blaðinu). Smákökur (5 teg. úr sama deigi). 6 dl af hveiti er sáldrað á borð, 1 dl af sykri blandað saman við og 200 gr af snijör- liki skorið í mcð liníf. Hnoðað fljótt saman. kakaói og setja 2 brúnar og 2 ljósar saman. Hliðarnar sem snúa inn er betra að smyrja með vatni, máta ferkantað og láta það standa á köldum stað áður en það er skorið niður í sneiðar. Gott er að setja bragðefni í kransana t. d. dropa eða vín (cognac). Mótað í litla kransa (sjá mynd). Penslaðir með eggjáhvítu og difið í grófan sykur. Kökurnar eru bakaðar við góðan hita (225°) i ca. 10 min. Hræðrar smákökur. 200 gr smjörlíki, 200 gr sykur (púðursykur), 2 egg, 470 gr hveiti, 2 tesk. lyftiduft, hnetur, súkkulaði. Smjörið er hrært lint með sykrinum, eggin hrærð í eitt og eitt. Hveiti og lyftidufti bland- að saman við ásamt 1 tesk. af vaniliudrópum. I kökurnar er gott að setja saxaðar hnetur og súkkulaði Látnar með teskeið á smurða plötu. Bakaðar í miðjum ofni, þar til þær eru fall- ega brúnar. í % hluta deigsins er blandað söxuðum rúsínum, súkkati og súkkulaði. Rúllað i kant- aða lengju (sjá mynd). Látið bíða á köldum stað um stund. Skorið í meðalþykkar sneiðar. Bakað. Franskar vöfflur. 200 gr hveiti, 200 gr smjörlíki, % dl rjómi. Smjörlíkið er mulið saman við hveitið með hníf. Vætt í með þeyttum rjómanum. Kælt. Breitt þunnt út niótað aflangt eða kringlótt. Örlitlum sykri stráð yfir. Bakað ljósbrúnt við við meðalhita. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar eru tvær og tvær lagðar saman með smjörkremi eða góðu mauki. I staðinn fyrir að pikka kökurnar er ágætt að fara yfir þær með kjöthamri eða þartil- gerðu kökukefli. Það er ágætt að setja súkkulaði- flórsykurbráð ofan á helming hverrar köku. Haframjölsspænír. 2 msk. hveiti, 200 gr haframjöl, 2 tesk. lyftiduft, 150 gr smjörlíki, 2 egg, 250 gr sykur, 2 msk. vatn. Hveiti, liaframjöli og lyftidufti er blandað saman í skál. Bræddu smjörlíkinu blandað saman við. Látið á vel smurða, hveitistráða plötu, með teskcið. Bakað við 150- 180° hita þ-r til hliðarnar eru ljósbrúnar. Þegar kök- urnar eru teknar ;>f plötunni eru þær vafðar upp eins og hólkar. Saman við deígið er gott að setja smátt saxaðar linetur eða möndlur. Fljótlegar rjómakökur. Sykurbrauðskaka ekki of þykk eða annar góður botn er skorinn undan móti eða glasi jafnstóru og ananasskifurnar eru. Bleytt með ananassafa og ein skífa látin á hverja köku. Skreytt með þeyttum rjóma og rifnu súkkulaði. Piparkökur (fljótlegar). 250 gr hveiti, 1 tesk. sódaduft, 1 tesk. neg- ull, 1 tesk. engifer, 2 tesk. kanell, *4 tesk. pipar, 125 gr sykur, 90 gr smjörlíki, Vi dl sýróp, Vi dl mjólk eða vatn. í hveitið er blandað sódadufti, kryddi og sykri. Smjörlíkið er rnulið og vætt með sýr- ópinu ásamt mjólkinni. Hnoðað i sivalar lengj- ur, skorið í litla bita, sem eru rúllaðir í flatar kúlur. Raðað á smurða plötu og bakað við ca. 225° þar til kökurnar eru kaffibrúnar og sprpngnar. Framhald á bls, 28. YlfCAN 25 Kramarhús. 90 gr smjörlíki, 90 gr flórsykur, 90 gr hveiti, 2 eggjahvítur. Smjörlikið er hrært mjög vel með sykrin- um. Hveitinu blandað saman við og síðast stífþeyttum hvitunum. Látið í kringlóttar, þunnar kökur (1—2 tesk. i kökuna) á vel smurða, hveitistráða plötu. .Bakað við 225° i nokkrar mínútur, þar til kökurnar eru gul- brúnar. Kramarhúsin eru tekin strax af plöt- unni og vafin fljótt upp. Geymast vel i lokuð- um kökukassa. Borin fram mcð þeyttum rjóma og berjalilaupi eða mauki. í stjörnukökurnar er deigið flatt út og skor- ið ferkantað, með kleinujárni síðan upp i hvert horn. Gott mauk er látið á miðju. Pensl- að með eggjahvítu og örlitlum sykri stráð á. Bakað. Skornar piparkökur. « 125 gr smjörlíki, 1 dl sýróp, fi dl sykur, 250 gr hveiti, 1 tesk lyftiduft, 1 Vi tesk kan- ell, 1 tesk. engifer eða negull, 25 gr smátt saxaðar möndlur. Smjörlikið er hrært með sykri og sýrópi. Hveiti ásamt lyftidufti, kryddi og söxuðum möndlum blandað saman við. Hnoðað í tvær kantaðar lengjur. Látið bíða á köldum stað um stund eða þar til deigið er stífnað. Skorið í þunnar kökur. Bakað við ca. 200°. Appelsínukaka. 180 gr smjör, 2 dl sykur, 3 egg (180 gr), rif- ið hýði og safi úr 1 appelsínu, 3>/2 dl hveiti (180 gr), 1 tesk lyftiduft. Ilrærið deig. Appelsínusafanum og hýðinu blandað saman við síðast. Bakað í kringlóttu eða aflöngu móti við um það bil 200° hita 40—50 mín. Ofan á kökuna er gott að setja flórsykursbráð (4—0 msk. sáldraður flórsykur og 1—2 tesk. appelsinusafi). Finrifnu liýði stráð yfir síðast. Einnig er fallegt að raða appelsínuskífum ofan á kökuna en þá gejm- ist hún eklti eins vel. Deigið má einnig búa til á sama hátt og finnskt kaffibrauð. Hnoðað i fingurþykkar lengjur, sem eru smurðar með linþeyttri eggja- hvitu og difið í saxaðar möndlur og sykur. Lengjurnar pr einnig fallegt að linoða með

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.