Veðrið - 01.04.1961, Síða 17

Veðrið - 01.04.1961, Síða 17
Veðurkort 12. april 1961 kl. 06 GMT. skemmtileg dægradvöl farþegum að skoða veðurkort dagsins, sem haft væri til sýnis með stuttum skýringum og veðurspám fyrir svæðið, sem skipið er á. Mun meira gagn ætti þó að vera að veðurkortum fyrir fiskimenn, því að athafnir þeirra eru miklu háðari veðri en siglingar farmanna. Fyrir þá, sem óvanir eru veðurkortum, tekur það að vísu dálítinn tíma að átta sig á þeim. En þeir, sem gengið hafa í Stýrimannaskólann, hafa þó nokkur kynni af þessum fræðum, vita til dæmis, livernig vindar blása um liæðir og lægðir. Veðurfræði sjómanna er hægt að fá á ýmsum tungumálum, t. d. á norsku eftir Petter Dannevig, og til er á íslenzku almenn veðurfræði eftir Jón Eyþórsson. Með sjálfsnámi og af reynslunni geta því glöggir menn lært á þetta þýðingarmikla hjálpartæki veðurfræðinnar, veðurkortið, nóg til þess að hafa af því fróðleik og nokkurt gagn. Sverrir Þór skipstjóri er vanur að teikna eitt veðurkort á dag, þegar liann er á úthafssiglingu. Skeytin, sem hann notar við þetta, fær liann á morsi ýmist frá Englandi eða Bandaríkjunum, eftir því hvort hann er staddur á austan- verðu eða vestanverðu Atlantshafi. Enska stöðin Portishead (kallmerki m. a. GKA) sendir skeytin frá Englandi. Eftir þeim skeytum er hægt að gera eitt full- komið kort yfir austanvert Atlantshaf fyrir klukkan 6 að morgni, færa á ]>að veð- ur frá einstökum stöðum, sem sent er út klukkan 0930, og einnig teikna kort- ið eftir sérstökum leiðbeiningum, sem stöðin útvarpar klukkan 1130. Einn- ig er hægt að færa á annað kort veðrið á einstökum stöðum klukkan 18, en það er sent út klukkan 2130. Bandaríska stöðin Washington D.C. (kallmerki NSS) 16 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.