Veðrið - 01.04.1961, Page 23
Úr bréfi um veðurdagbók
Þúlnavöllum, 30. nóvember 1960.
Kæri Páll Bergþórsson.
Ýmsir, sem ég hef hitt að máli nú í haust, hafa spurt mig að því, hvort ég
myndi eftir jafngóðu veðurfari sem því, er verið hefur undanfarið, eða nánar
tiltekið í vor, sumar og haust. Þegar ég hef sagt, að víst væru mér aðrir góðviðr-
iskaflar, eins góðir eða betri, vel minnisstæðir, liafa sumir varla trúað og haldið
að misminni væri. Heyrt hef ég, og séð á prenti, vitnað til elztu manna um að
þeir minnist ekki slíkrar árgæzku, má og vel vera að einhverjir þeirra muni
ekki betur, því að þess hef ég oft orðið var, að margir muna óljóst og illa.
Nú vill svo til, að ég hef skráð árferðisannál, sem nær aftur til síðustu alda-
móta. Ég byrjaði árið 1913 að halda veðurdagbók og skráði þar veðráttu livers
dags. Eftir dagbókinni hef ég svo á hverjum áramótum skrifað stutt yfirlit um
veðráttu liðins árs, og er það annállinn. Um fyrstu tólf ár aldarinnar skrifaði
ég eftir minni, svo að ætla má, að það sé ekki eins ábyggilegt. Þó ætla ég að
þar skakki ekki rniklu frá réttu. Mér datt því í hug að taka hér upp úr ann-
álnum það, sein ég hef skráð um nokkra góðviðriskafla síðustu sextíu árin, og
senda þér ef þér kynni að þykja það einhvers um vert, en náttúrlega er það allt
og eingöngu miðað við dalinn hérna og veðráttuna hér á Þúfnavöllum.
Hér koma svo glefsurnar úr annálnum.
1 9 04. — A sumarmálum var jörð orðin örísa. Þá voru blíðviðri. Á fyrsta
sunnudag í sumri gerði norðan stórhríð allilla, og setti þá niður talsverða fönn.
Veður batnaði fljótlega aftur og héldust góðviðri lengst af úr því. Vorið varð
hið bezta með nægum gróðri. Hélzt veðrátta óbreytt að mestu til ársloka. —
19 12 .— Um miðjan einmánuð komu vorblíður með hægri sunnanátt. Unt
sumarmál fóru tún að gróa.. Fór gróðri fram jafnt og þétt úr því, enda voru
sífelld góðviðri allt vorið og fram á slátt. Svo vel var sprottið í fardögum, að
slíks Jiekktust ekki dæmi áður, að Jjví er talið var. Sláttur hófst snemma. Voru
stöðugir hitar og Jiurrkar allan júlí, svo að hver tugga náðist óhrakin í tótt.
Um mánaðamótin júlí og ágúst fóru veður að versna, svo að um munaði. Gerði
|rá fádæma hret af norðri, stóð það í fulla viku. Snjóaði þá mjög í fjöll og tvisv-
ar varð alsnjóa í byggð, svo að heyverkum varð ekki sinnt. Frost var Jiá á
hverri nóttu. Mundu menn varla jafn hart hret á þeim árstíma. Að áfalli þessu
loknu gekk í sömu blíðurnar aftur sem verið höfðu, og héldust Jiær óslitið til
októberloka. —
19 15. — Október var einn sá bezti, er komið getur. Þá kom aldrei stormur
né úrkoma, svo að teljandi væri, aldrei frostnótt, og aldrei sá hrínt á tindi. Fé
sótti ákaflega til háfjalla, enda munu þau ]>á liafa verið að gróa sem mest.
Hélzt veðurblíða þessi þar til vika var af nóvember. —
22
VEÐRIÐ