Veðrið - 01.04.1961, Qupperneq 25

Veðrið - 01.04.1961, Qupperneq 25
1 947. — Þá var veðrátta í janúar líkari sumarveðráttu en miðsvetrartíð. Jörð öll var snjólaus og varla frysti. 19 5 3. — Árgæzka sú er verið hafði síðustu mánuði ársins á undan hélzt óslitið fram yfir vorjafndægur. Þá var enn enginn klaki kominn í jörð. — 19 5 5. — Um 20. maí hlýnaði aftur. Voru þá ákafir hitar, 27. maí var hitinn 21 stig, og 3. og 4. júní 24 stig. Grasið þaut upp, og byrjaði sláttur mjög snemma. I júlí og ágúst var veðurfar með sama liætti. Áttin sífellt á sunnan eða suðvest- an, hitar miklir og stöðugur þurrkur nema í dalabotnum, þar var skúrasamt. Stormur var þá stundum til verktafa. 1956. — Október var hlýr en votviðrasamur og oft hvasst. Nóvember mjög mildur en regnsamur nokkuð. Þá urðu vatnavextir svo miklir þann 6. mánaðar- ins, að trúlega hafa ekki orðið jafnmiklir síðan liaustið 1887. Desember var og mildur og kyrrlátur fram úr, og kom snjór eigi nema lítið föl. — 19 5 8. — Síðast í ágúst breytti algerlega um tíðarfar. Þá kom sunnanátt með blíðviðri og voru hlýindi svo mikil að engjar, sem slegnar voru um miðjan september grænkuðu aftur, og há þaut upp á túnum (sama gerðist 1939). Stóð blíðukafli þessi þar til vika var of október. — Já, svona var það nú, og get ég því ekki talið, að árgæzkan á þessu ári hafi verið neitt sérstök, að öðru leyti en því, að logn hafa verið tíðari en nokkurn tíma áður á öldinni, eftir því sem ég bezt man. Þannig voru 18 logndagar í október, og minnist ég þess ekki áður. Einnig hefur verið óvenjulega úrkomu- lítið síðan um mánaðamótin júlí—ágúst og fyrsta föl kom hér á láglendi í nótt. Hitastig mun vera ofan við meðallag, en þó ekki mikið. Janúar, marz, maí, júní og september voru hlýir, júlí, ágúst og nóvember í meðallagi, en febrúar, apríl og október fremur kaldir. Þegar ég ber síðast liðið sumar saman við ýmis sumur önnur, virðist mér sem þau þoli nokkur fyllilega samanburð við það, og sumrin 1925, 1933, 1939, 1941 og 1955 voru miklu sólríkari og hlýrri líka. Og eftir því sem mér hefur mælzt hér (kl. 7 að morgni., kl. 2 e.m.d., kl. 8 e. h. d.) var júlí 1955 2,3 stigum hlýrri að meðaltali en júlí 1960, og ágúst 1955 2 stigum. Sama er með sum haustin, svo sem 1915, eða október þá, og þá einkum haustið 1933. Aftur var maí í vor einn með þeim allra hlýjustu, þó held ég maí 1933 hafi ekki verið lakari, þó að fyrstu dagarnir væru kaldir þá. Gaman væri ef þú hefðir tækifæri til að bera þetta saman við veðurskýrslurn- ar frá Akureyri, þó að stundum sé þar allt annað veður en hér. Það er þó sam- bærilegast. Með vinarkveðju. Eiður Guðmundsson. Bréf Eiðs Guðmundssonar er sönnun þess, hve merkileg fræðistörf áhuga- manna geta verið, og er mikils vert, að sextíu ára annáll Eiðs verði vel varð- veittur. Væri raunar þarfaverk að gefa hann allan út á prenti. Ályktun Eiðs um veðurfar ársins 1960 er efalaust rétt. Árgæzkan var mest á 24 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.