Veðrið - 01.04.1961, Page 28

Veðrið - 01.04.1961, Page 28
Veðurkort, er sýnir loftstrauma, skil og veðurlag um það bil, sem sótsnjórinn féll. „Sólh. 27, R. 4. marz 1961. Góði vinur og kennari. Ég þakka þér fyrir bréfið, sem mér barst i fyrraclag. Framtakssemi þin og glögg athugun er mjög til eftirbreytni. Þarna getur verið enn ein ágæt sönnun þess, hve mikið magn af sóti og reyk getur borizt langar leiðir. Nóttina rnilli 23. og 24. febr. s.l. var veðurlagi svo háttað hér á landi, að lag af köldu lofti lá yfir norðan- og vestanverðu landinu. Lá það eins og fleygur, sem hallaðist niður til suðausturs undir hlýja loftið, sem ofan á lá. Neðst í þessu kalda lofti var vindur á norðaustan, en austanstæður ofan til. í lilýja loftinu fyrir ofan var vindur á SA rétt fyrir ofan skilin, en suðlægur hærra uppi. Við jörð lágu skilin á suðaustanverðu landinu frá NA til SV um miðnættið, en þokuðust NV yfir landið um nóttina. Mun láta nærri, að þau liafi farið norður um Reykjadal rnilli kl. 8 og 9 um morguninn. Er það í samræmi við, að snjórinn var blautur um morguninn og daginn, liiti þá nokkuð yl'ir frostmarki. Aætla má, að um miðnættið liafi kalda loftið verið um tvo km á þykkt yfir Laugum, en þynnist svo smám saman um nóttina um leið og hlýju skilin sækja fram. Fyrri hluta næturinnar hefur því snjókoman myndazt í hlýja loftinu fyrir ofan tveggja km hæð, en í lægri loftlögum undir morguninn, a. m. k. að nokkru leyti. Þetta er og í samræmi við, að svokallaður kornsnjór, smáa haglið, sem þú talar um, myndast venjulega í lágum fláka- og þokuskýjum. Loftið næst fyrir ofan skilin í tæplega eins km hæð ylir Reykjadal kl. 5 unt morguninn virðist komið skemmstu leið frá Irlandi, en jtar hefur j)að verið um hádegi daginn áður. Fyrir neðan jtessa hæð hefur verið loft frá lieldur austlægari stöðum, og bendir jtað eindregið til iðnaðarhéraða Skotlands og Englands. Það er ekkert sót í snjónum, sem fellur fyrri hluta nætur, af því að í loftinu VEÐRIÐ -- 27

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.