Fréttablaðið - 10.12.2009, Síða 74

Fréttablaðið - 10.12.2009, Síða 74
54 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is „Hugmyndin varð eiginlega til af einskærri nauðsyn. Ég er með fimm manna heimili, maðurinn minn er lögreglumaður og vinn- ur vaktavinnu og starfar einnig sem körfuboltadómari. Svo á ég tvo syni sem æfa fótbolta og fim- leika og nú nýlega bættist þriðja barnið við. Mér fannst orðið allt- of erfitt að fylgjast með hverjir voru hvar og hvenær og ákvað að gera dagatal til að hjálpa mér við skipulagið,“ útskýrir Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir sem hannaði Fjölskyldudagatalið. Dagatalið er sérstakt fyrir þær sakir að sex reitir eru við hvern dag árs- ins sem þýðir að hægt er að færa inn stundaskrá allra fjölskyldu- meðlima daglega. Upphaflega ætlaði Kolbrún Ösp aðeins að gera eitt dagatal til að létta sjálfri sér lífið en þegar hún varð vör við áhuga fólks á dagatalinu ákvað hún að láta prenta fleiri. „Ég var í fæðing- arorlofi á þessum tíma og skráði mig í fjarnám í grafískri miðl- un á meðan svo ég gæti hannað útlit dagatalsins sjálf. Svo lét ég Odda prenta þetta út fyrir mig og gorma.“ Þegar Kolbrún Ösp er innt eftir því hvort fjölskyldulífið gangi betur fyrir sig núna segir hún svo vera. „Jú, fjölskyldulífið gengur mun betur. Það er minna um árekstra og við mætum öll á réttum tíma þangað sem við eigum að mæta,“ segir hún og hlær. Hægt er að nálgast Fjölskyldu- dagatalið í gegnum vefsíðuna idagsinsonn.is auk þess sem hægt er að kaupa það í verslun- inni A4. Hluti af ágóða sölunn- ar rennur til Fjölskylduhjálpar Íslands. - sm Varð til af ein- skærri nauðsyn BÆTT FJÖLSKYLDULÍF Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir hannaði sérstakt fjölskyldu- dagatal. Hér er hún ásamt börnum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ljósmyndarinn Fiann Paul er pólskur að uppruna, en hefur starfað úti um all- an heim. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austur- strætis fyrr á árinu, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og á fimmtu- dag opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu. „Ég á alltaf í erfiðleikum með að segja hvaðan ég er, en ég kenni mig aðallega við Norður-Atlants- hafið, Ísland og Grænland,“ segir Fiann Paul. Fiann, sem er 29 ára gamall, er menntaður arkitekt og leikskólakennari, en sneri sér að leiklist og ljósmyndun eftir dvöl sína í Himalajafjöllunum þar sem hann kenndi meðal annars bar- dagalist. „Ég starfaði fyrir lög- regluna á stað sem kallast Litla- Tíbet og kenndi bardagalist. Áður en ég fór þangað keypti ég mína fyrstu filmumyndavél og það var byrjunin á ljósmyndaferlinum,“ útskýrir hann og segist meðal annars hafa fengið innblástur frá því fólki sem þangað kom í trúar- legum tilgangi. Fiann eyddi alls þremur árum í Himalajafjöllunum, en áður starfaði hann meðal annars með börnum í Mexíkó og Afríku með hjálparsamtökunum Chiparamba. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækj- argötu og Austurstrætis fyrr á þessu ári, en fyrsta bók hans, Goð- sögnin, er nýútkomin og í vikunni opnuðu tvær sýningar á ljósmynd- um hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu með mynd- um úr bókinni og frá Grænlandi. „Ég sé sjálfur um alla stíliseringu og sit stundum sjálfur fyrir sem karakter á myndunum mínum,“ segir Fiann, en í bókinni samein- ast ævintýralegar ljósmyndir úr íslensku landslagi og þroskasaga sem vísar bæði inn á við og aftur í norræna goðafræði. „Bókin er í ævintýrastíl og myndirnar eru ef til vill áhrifameiri en textinn, en sagan fjallar um manneskju sem reynir að ná settum markmið- um og láta drauma sína rætast,“ útskýrir hann. Bókin kemur einnig út á ensku undir nafninu Legend, en íslensk þýðing er í höndum Þorgríms Þráinssonar. Meðfram ljósmynd- uninni hefur Fiann einnig reynt fyrir sér í kvikmyndaleik. „Ég lék í mynd í Los Angeles sem er nokkurs konar hryllingsmynd og heitir The Beginning of the End. Hún er ekki komin út ennþá svo ég get ekki sagt hvort ég sé stolt- ur af henni, en ég leik einnig í vík- ingamynd sem verður tekin upp á landamærum Póllands og Þýska- lands á næsta ári og ég er mjög spenntur fyrir henni. Sjálfan langar mig að færa mig út í kvik- myndagerð og einbeita mér að fantasíumyndum sem yrðu tekn- ar upp á Íslandi og Grænlandi,“ segir Fiann, en áhugasömum er bent á heimasíðu hans fiannpaul. com. alma@frettabladid.is Gefur út bók og heldur tvær ljósmyndasýningar FJÖLHÆFUR Fiann Paul ljósmyndari, 29 ára, er arkitekt og leikskólakennari að mennt, en hann hefur einnig kennt bardagalist og leikið í kvikmyndum. Hann gefur nú út sína fyrstu bók, Goðsögnina, og heldur tvær ljósmyndasýningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það er óþarfi að syngja alltaf í kring- um grautinn. Af hverju ekki að fara bara beint þar sem hann er heitast- ur?“ segir bolvíski trúbadorinn Einar Örn Konráðsson. Hann hefur sent frá sér lagið Jólatól sem er heldur klúrt og fjallar um jólasvein sem er langt frá því að vera hreinn sveinn. „Þetta er gamalt lag frá mér sem hét áður hringvöðvalagið. Ég samdi bara nýjan jólatexta ofan í það og var enga stund að því. Ég tók þetta upp á rúm- lega klukkustund heima hjá mér, not- aði hringluna hjá syni mínum og henti þessu inn,“ segir Einar Örn, sem setti lagið rakleiðis inn á Youtube- og Face- book-síðurnar. Ástarvikan hefur verið haldin í Bol- ungarvík í ágúst undanfarin ár við góðar undirtektir. Þrátt fyrir að hafa gefið út þetta klúra jólalag vill Einar ekki meina að allir Bolvíkingar séu með kynlíf á heilanum. „Ég held ég skeri mig svolítið úr varðandi það opinberlega. Ég held að hinir haldi sig bara út af fyrir sig inni í herbergi. Þetta liggur svolítið létt fyrir mér að semja einhverja kúk- og pissbrandara inn í textana.“ Einar stundar nám í Keflavík um þessar mundir en fer alltaf vestur um páskana og spilar fyrir heimamenn í Kjallaranum. Hann hefur verið trúba- dor í rúm tíu ár og gefið út eina plötu, Lognið á undan storminum. Einn- ig vann hann trúbadorakeppni Suð- urnesja fyrir nokkrum árum. En er hann alltaf svona klúr? „Ég er svona tvískiptur. Annars vegar er ég þessi klúri Einar Örn en síðan er alveg hinn póll inn á móti. Þessi dúnmjúki Einar sem er alveg með ballöðurnar á krist- altæru.“ - fb Bolvíkingur með klúrið jólalag EINAR ÖRN KONRÁÐSSON Einar hefur sent frá sér jólalagið Jólatól sem fjallar um jólasvein sem er langt frá því að vera hreinn sveinn. Í versluninni Búrinu við Nóa- tún, verður gestum boðið upp á að smakka fyrsta íslenska geita- mjólkurísinn í dag. Það er Jóhanna B. Þorvaldsdótt- ir, geitabóndi á Háafelli í Borgar- byggð, en hún hefur verið með geitur í ein tuttugu ár og segir þær skemmtileg dýr. „Mig hafði langað í geitur frá því að ég man eftir mér þannig að það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við búi var að fá mér geitur. Þetta eru yndisleg dýr, þær eru mjög spakar og miklir félagar manns, en þær eiga það til að vera pöróttar og fara ekki alltaf eftir þínu höfði,“ útskýrir Jóhanna og bætir við að ólíkt því sem margir halda þá eru geitur í raun skyldari dádýrum og kúm heldur en kind- um. Jóhanna segir íslenska geita- stofninn líklega hreinasta geita- stofn í Evrópu og það sem gerir íslensku geitina sérstaka er að í mjólkina vantar það prótín sem veldur oftast mjólkuróþoli hjá mönnum og því henti hún vel fyrir þá sem glíma við mjólkuróþol. Jóhanna er með hundrað og fjörutíu geitur á býlinu og segir mikla vinnu fylgja þeim. „Ég er sú eina sem mjólka þær reglulega og vinn úr afurðunum og stund- um eru dagarnir einum of stutt- ir fyrir öll þau verk sem þarf að vinna. Ég mjólka í ís- og ostagerð og svo seljum við auðvitað kjöt- ið líka,“ segir Jóhanna og bætir við að eftirspurnin eftir kjöti hafi aukist til muna undanfarið. „Ég er búin að selja næstum allt kjöt sem ég átti en ég held ég eigi nóg eftir í eina sparimáltíð handa mér og fjöl- skyldu minni,“ segir hún og hlær. Ísinn sem verður til sölu í Búr- inu er framleiddur af Holtsels Hnossi og segir Jóhanna að ísinn sé með eindæmum góður. Einnig er verið að vinna að geitapaté sem verður að öllum líkindum einnig til í versluninni. Jóhanna verður við- stödd í Búrinu í dag á milli klukk- an 15.00 og 18.00 þar sem hún leyfir viðskiptavinum að smakka vörurnar. - sm Geitabóndi býður í smakk GEITABÓNDI Jóhanna B. Þorvaldsdóttir geitabóndi býður fólki upp á að smakka geitamjólkurís í Búrinu á fimmtudaginn. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Heimilistæki, stór og smá, ljós og símar í miklu úrvali. Líttu inn og gerðu góð kaup. Við tökum vel á móti þér. A T A R N A Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is fyrir > LÆKNIRINN ÁBYRGUR Bræður Michaels heitins Jackson eru sannfærð- ir um að læknir popp- stjörnunnar eigi sök á því hvernig andlát Jacksons bar að. Þetta kemur fram í viðtali við þá í spjallþætti Larry King sem sýndur er á CNN. Þeir segjast sann- færðir um að dr. Conrad Murray sé sekur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.