Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 21

Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 21
LAUGARDAGUR 12. desember 2009 21 UMRÆÐAN Jón Halldór Guð- mundsson skrifar um skatta Þegar lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt voru lögfest á Alþingi Íslend- inga var þeim ætlað að leysa af hólmi lög um söluskatt sem höfðu verið í gildi síðan 1960. Í athuga- semdum með lögunum voru ein rökin fyrir upptöku á virðisauka- skatti í stað þágildandi söluskatt- slaga að uppsöfnun á söluskatti átti sér stað sem raskaði með ófyrir- sjáanlegum hætti samkeppnis- stöðu einstakra atvinnugreina. Með tilkomu virðisaukaskattskerf- isins átti virðisaukaskattur að eyða sjálfkrafa flestum göllum sölu- skattskerfisins. Virðisaukaskattur- inn átti að vera hlutlaus gagnvart atvinnulífinu og einstökum grein- um þess. Tilkoma hans átti hvorki að ívilna né íþyngja einstökum greinum atvinnulífsins. Frá því að virðisaukaskattur- inn var lögfestur hafa fólksflutn- ingar verið undanþegnir. Þeir sem stunda fólksflutninga njóta því ekki þeirra tilætluðu kosta sem virðisaukaskatturinn átti að hafa á atvinnulífið, þ.e. að hann safnist ekki upp. Fólksflutningafyrirtæki (rútufyrirtæki) kaupa mikið magn af eldsneyti, olíum og öðrum aðföngum; allt ber þetta virðisauka- skatt sem safnast upp hjá fyrirtækjunum. Þó er að finna undanþágu frá þessu í reglugerð nr. 686/2005, um tímabundna endur- greiðslu 2/3 hluta virðis- aukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabif- reiða. Geta fyrirtæki sem hafa leyfi til fólksflutn- inga í atvinnuskyni sótt um endur- greiðslu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum en þau eru að viðkom- andi hópbifreið verður að vera nýskráð á tilteknu tímabili ásamt því að uppfylla EURO-mengunar- staðal Evrópusambandsins. Hefur þetta leitt til þess að meðalaldur fólksflutningabifreiða Íslendinga hefur lækkað umtalsvert. Á 116. löggjafarþingi 1992 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að taka upp nýtt skatt- þrep sem og fækka þeim undan- þágum sem voru í gildi. Þetta nýja skattþrep átti að bera 14% virðis- aukaskatt og átti að leggjast meðal annars á ferðaþjónustu, þ.e. hótel- gistingu og fólksflutninga að frá- töldum leiguakstri fólksbifreiða. Rökin fyrir því að gera fólksflutn- inga skattskylda voru meðal ann- ars að fólksflutningar væru skatt- lagðir víða í OECD-ríkjunum. Þetta átti að koma til framkvæmda 1. janúar 1994 en einhverra hluta vegna var horfið frá því að þetta tæki gildi vegna fólksflutninga. Mikið er um undirboð í grein- inni og geta fyrirtæki skýlt sér á bak við það að ekki er greiddur virðisaukaskattur af þeirri þjón- ustu sem þeir bjóða upp á og því er lítið sem ekkert eftirlit með starf- semi þessara fyrirtækja. Er slíkt athæfi til þess eins að verða sér úti um skyndihagnað og eru mýmörg dæmi þess að þeir sem stundi slíkt undirboð stundi líka kennitölu- flakk. Endar þetta óhjákvæmi- lega með því að þjóðfélagið þarf að blæða fyrir þessa gjörninga. Í greinargerð með lögunum segir að með innheimtu á virðis- aukaskatti felist ákveðið sjálfvirkt öryggi þar sem greiddur skattur komi til frádráttar innheimtum skatti hjá öllum öðrum en endan- legum neytanda. Með þessu myndi undandráttur minnka þar sem sá sem dregur veltu undan virðis- aukaskatti kemst ekki hjá því að greiða skatt sjálfur af aðföngum sínum. Með því að leggja virðisauka- skatt á fólksflutninga er komið í veg fyrir þá uppsöfnun sem á sér stað ásamt því að eftirlit með þessari starfsemi myndi aukast til muna. Væru fólksflutningar sett- ir í lægra skattþrepið eins og lagt var upp með í þingsályktunartil- lögunni, þ.e. 7%, þyrftu fyrirtæk- in ekki að hækka gjaldskrá sína þar sem sá innskattur sem hlýst af kaupum á aðföngum gengi upp í innheimtan útskatt. Höfundur er viðskiptalögfræðing- ur og með MA-gráðu í skattarétti. Virðisaukaskatt á fólksflutninga UMRÆÐAN Lúðvík Kaaber skrifar um Arion-banka Nafn Arion-banka er óheppi-legt (nema áfram skuli hald- ið á sömu braut). Að vísu er nafnið grískt. Það kann að benda til þess að um véli klassískt menntaðir heiðursmenn, er þjóni virðulegu, vel stæðu fólki sem auðgast hefur skammlaust og stendur á gömlum merg – à la Danske Bank og fleiri. En grennra má skoða. Arion er sagður hafa verið ljóðasöngvari á 7. öld fyrir Krist, og eiga heiðurinn af að hafa fyrst- ur sungið lof Díonýsusar, goðs hömluleysis, nautna og fýsna. Kunna þau tengsl að hafa átt vel við íslenzka banka til skamms tíma, en eru óheppileg ef nú skal breyta um kúrs. Að vísu var Arion sennilega aðeins þjóðsagnaper- sóna, en goðið sem hann á að hafa lofað var í hávegum haft meðal svallara, bósa og drósa í orgíum síðari alda þar til ráðamenn, trú- aðir á Guð, lögðu slíkt af. Eins fór um Hrunadansinn norður hér þar til ráðamenn, trúaðir á Mammon, tóku hann upp aftur. En nú er þeim dansi lokið og tímabært að taka upp ný nöfn. Ráð er að velja þau vel, sérstak- lega þó ef renta á að fylgja. Eins og fallinn banki hafði Arion vit á að syngja líka lof Appollóns, goðs hófsemi og skynsemi, og hlaut raunar velvild hans fyrir, alla vega um skeið. En ekki breyt- ir það því, að eftirlætisgoðmagn Aríons, Díonýsus, er andstæða þess sem hófsamlegt er og skyn- samlegt, þótt vissulega sé gaman á meðan gleðin stendur. Ef nöfn skulu tekin úr grískum fornfræð- um er betra fyrir banka að kenna sig til Hómers eða Pindars, eða þá Saffóar, ef annað teldist karl- remba og varða við stjórnarskrá. Sókratesarbanki? Xanþippubanki? En fiska má líka ágæt nöfn á fleiri miðum. Grísk fornmenning er einn helzti grundvöllur evrópsk- ar menningar. Vonandi kemur að því að við Íslendingar gerum okkur grein fyrir rótum okkar og hvar við stöndum í veröldinni. Ef okkur auðnast að ná áttum gæti menningararfur okkar jafnvel aftur farið að teljast til almennr- ar menntunar. Höfundur er lögfræðingur. Óheppileg nafngift JÓN HALLDÓR GUÐMUNDSSON Skógarhlí› 18 105 Reykjavík Sími 595 1000 Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Kanarí Frá kr.69.900* Beint morgunflug með Icelandair Sértilboð Las Camelias – aðeins örfáar íbúðir Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum um jólin og í janúar á ótrúlegu tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð með „öllu inniföldu“ á Hotel Dunas Mirador Maspalomas, sem er gott hótel í Sonnenland í Maspalomas sem er frábær kostur fyrir bæði pör og barnafjölskyldur. Einnig bjóðum við „stökktu“ tilboð, þar sem þú bókar flugsæti og gistingu og færð að vita 4 dögum fyrir brottför hvar þú gistir. Jafnframt bjóðum við örfáar íbúðir á Las Camelias á frábærum kjörum. Fleiri sértilboð einnig í boði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara! * Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð 19. des. Frá kr.129.900 – með „öllu inniföldu“ 19. desember – 14 nátta jólaferð 2. janúar – 13 nætur 15. janúar – 12 nætur HOTEL DUNAS MIRADOR Ótrúlegt sértilboð! Kr. 149.990 – með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi á Hotel Dunas Mirador *** í 14 nætur með “öllu inniföldu”. Verð m.v. 2 í herbergi með „öllu inniföldu” kr. 187.900. Aukalega fyrir einbýli kr. 29.000. Sértilboð 19. des. Kr. 109.900 Las Camelias Netverð á mann, m.v. 2-3 í íbúð á Las Camelias í 14 nætur. Sértilboð 19. des. 2. janúar Kr. 129.900 – með „öllu inniföldu” Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi á Hotel Dunas Mirador í 13 nætur með „öllu inniföldu”. Verð m.v. 2 í herb. kr. 149.900. Aukalega fyrir einbýli kr. 16.000. Sértilboð 2. janúar. 15. janúar Kr. 139.900 – með „öllu inniföldu” Netverð á mann, m.v. 2-3 í íbúð á Jardin Atlantico í 12 nætur með „öllu inniföldu”. Aukalega fyrir einbýli kr. 40.000. Sértilboð 15. janúar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.