Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 5
snið, liitt var öllu fremur, að hann vildi gera sig sem fyrirfer'ðar- minnstan og hafa lítt samneyti við annað ferðafólk. Lehrmann tók sér nú far með Djúpbátnum frá ArngerSareyri til ísafjarSar. Kom póstbáturinn að næturlagi til Isafjarðar. Lelirmann hélt þá rakleitt heim til Jóhanns Eyfirðings, vakti þar upp og baðst gistingar. Sagði Lehrmann sinar farir ekki sléttar og væri sér mikil nauSsyn að fá griðastað fyrst um sinn. Þar eð Lclirmann var illa til reika og bar sig vandræðalega, kenndi Jóhann i brjósti um hann og veitti honum gistingu og beina. FYRSTI DAGURINN Á ÍSAFIRÐI. Á þessum fyrstu vikum hernáms- ins, meðan Lehrmann var á ferða- laginu vestur að Djúpi, liöfðu Bret- ar haft mikil urnsvif hér á landi, einkum sunnan iands og vestan. Brezka herliðið hafði dreift sér um nágrenni Reykjavíkur og um sveitir fyrir austan fjall, i Árnes- sýslu. Það hafði einnig á fyrstu dögunum farið upp í Borgarfjörð og Hvalfjörð, og viða slegið tjöldum. Þá hafði lierinn sett upp loftvarn- arbyssur og fallbyssur á nokkrum stöðum, og liafið skotæfingar. Norsk- ir flóttamenn voru þá farnir að streyma hingað til lands á smáskip- um, sökum innrásar Þjóðverja í Noreg. Þýzki lierinn hafði þá unnið stór- sigra á meginlandinu,, svo að alvar- lega horfði fyrir Bretum og þeirra bandamönnum. Svo virtist jafnvel um sinn, að Þjóðverjar ættu algjör- um sigri að fagna, þcgar þeir ráku brezka herinn til strandar á megin- landinu og síðan yfir Ermasund til Bretlands. Þegar Lehrmann kom til ísafjarð- ar, fckk liann því margs konar frétt- ir, sem styrktu hann í þeirri trú, að þess myndi ekki langt að bíða að Þjóðverjar sigruðu. Hann bað þvi Jóhann og fjöl- skyldu lians ásjár, þar til úr rætt- ist, en þess yrði sennilega ekki langt að biða. Morguninn eftir að Lehrmann kom til ísafjarðar, sagði Jóhann honum frá áskorun herstjórnarinn- ar til Þjóðverja uin að gefa sig fram. Bar Lehrmann sig þá aumlega, en lét jafnframt i það skina, að brátt myndi úr rætast. Var Lehrmann um kyrrt í húsi Jóhanns þennan dag, en ráðgazt var um hvað gera skyldi í máli lians. Um kvöldið ræddu þeir Jóhann enn málið, og það hcizt, hvort tiltæki- legt væri að liafa Lelirmann þarna á laun, mcðan séð yrði, hvernig mál- in réðust á vettvangi styrjaldar- innar. Um kvöldið bar Lehrmann fram þá ósk, að ekki yrði komið i vcg fyrir, að hann gæti komið sér ein- hvers staðar fyrir á timabili. Þá bar svo við, að kunningjakona Jóhanns og þeirra hjóna, kom i heimsókn. Var henni í trúnaði sagt frá því, hvernig málum væri kom- ið, að Lehrmann væri þangað kom- inn á flótta og vildi ekki gefa sig fram við Breta. Hann hefði því beð- ið um aðstoð til að leynast cnn um sinn. Þótti málið lieldur uggvænlegt, þar cð í svo fjölmennum og fjöl- sóttum bæ, sem ísafjörður er, myndi crfitt að leyna manni til langframa. Væri einnig varhugavcrt, að taka ábyrgð á veru hans ineð því að aðstoða hann cða leyna dvöl hans þar. Hitt þótti þó ódrengilegt, að framselja hann i hendur brezku herstjórninni og bregðast þar með þeirri von, er hann bar í brjósti um skjólshús hjá þessum kunningj- um sínum. Eftir allmiklar ráðagerðir þá um kvöldið, var loks ákveðið, að Þjóð- verjinn skyldi ekki framseldur,’ heldur reynt að dvelja fyrir honum fyrst um sinn. Skyldi fyrst senda liann vestur yfir Botnsheiði til dvalar í sumarbústað að Gilsbrekku í Súgandafirði, en sá sumarbústað- ur var afskekktur og mannlaus um þessar mundir. ÆVINTÝRIÐ f SÚGANDAFIRÐI. Það varð svo að ráði, að 17 ára gamall piltur skyldi vcrða Lehr- mann samferða vestur, en þegar jiangað væri komið, gætu þeir farið að vinna við sumarbústaðinn, m. a. stungið upp garðá og hreinsað af túnblettinum. Lögðu þcir svo af stað sncmima næsta morguns vestur yfir Botns- heiði, og segir ekki af fcrðum þeirra, annað en það, að þeir kom- ust heilu og liöldnu á leiðarenda, án þess að ferðalag þeirra vekti grunsemdir. En þar með var ten- ingunum kastað: Lehrmann hafði fengið þessa vini sína til samábyrgð- ar, og mátti auðna ráða, hversu tak- ast myndi um framtiðina. Þeir félagar hófu siðan að vinna við gat’ðana, en skörnmu siðar flutt- ist fólk að Gilsbrekku til sumar- dvalar. Dvaldist Lehrmann þar enn um hrið. Urn þessar mundir bárust marg- ar fregnir af framgangi og sigrum Þjóðvcrja á ýmsum víg.stöðvuip. Þýzkar flugvélar komu hingað til lands til njósna og árása, — einni þýzkri flugvél tókst t. d. að sökkva brezkum togara skammt undan Aust- urlandi, og þýzkir kafbátar renndu um hér á grunnmiðum. Brezka herstjórnin herti á herri- aðarráðstöfunum. Hún fyrirskipaði simamálastjórninni að banna samtöl úr landi til skipa og lét takmarka notkun talstöðva i skipum. Þá til- kynnti br.ezka flotamálaráðuneytið hirin 10. júlí^ að brezk tundurdufl hefðu þá verið lögð alla leið frá Orkneyjum til íslands, á 750 km löngu svæði, og frá íslandi til Grænlands á 1200 km svæði. Með þessu voru gerðar ráðstaf- anir til þess að ioka tveimur sigl- ingleiðum, sem mjög voru farnar af þýzkum skipum. Jafnframt var tii- kynnt hvaða leið skip gætu koinizt í gegnum tundurduflagirðinguna. Þess má geta, að Lehrmann fylgd- ist með öllu þessu af miklum áhuga. Hann spurði jafnan um styrjaldar- fregnir og virtist hafa von um skjót- an sigur Þjóðverja. Það var dag einn, að bóndinn úr Botni, næsta bæ við sumarbústað- inn, kom að Gilsbrekku og sagði þær fréttir, að samkvæmt útvarps- fregnum væri þýzki hcrinn kominn inn í Paris. Þegar Lehrmann heyrði þessi tíðindi, varð hann svo upplyftur, að liann ákvað að halda til Isafjarð- ar til þess að komast i betri frétta- sambönd. Héldu honum engin bönd og lagði hann norður yfir heiði, um þriggja tima gang, og kom öll- um að óvörum á heimili Jóhanns Eyfirðings. Gerði liann vinum sin- um lalsvert erfitt fyrir með þessu framferði. Eftir nokkra daga hélt Lehrmann aftur til Súgandafjarðar og. var á Gilsbrekku til 23. júli. Jóhann Eyfirðingur hafði i hyggju að stuðla að því, að Lehr- mann kæmist á afviknari stað. Bar svo til, að Jóhann hitti Vagn bónda í Furufirði á Ströndum, og bað hann að geyma Lehrmann um tima, ef hann skyldi bera þar að garði. Vagn tók þessu vel og hét að taka á móti manninum. Var nú ákveðið, að Lehrmann skyldi fluttur norður í Jökulfjörðu, þaðan átti hann að fara gangandi norður úr Hrafnsfjarðarbotni yfir til Furufjarðar. Vélbáturinn Svanur frá Isafirði var fenginn til þess að fiytja Lehrmann norður. Hafði Svanur áliur verið í flutningum milli Súgandafjarðar og Isafjarðar, og þá einkum flutt þurrkuð og hörð fiskbein til ísafjarðar. Það var þess vegna engin nýlunda, þó að Svanur renndi inn á Súgandafjörð, en að þessu sinni kom hann ekki við í kauptúninu Suðureyri, heldur hélt rakleitt inn í fjarðarbotn, að Gils- brekku. Þctta var aðfaranótt 23. júll. Á bátnum voru tveir menn. Svo er háttað á Súgandafirði, að innan Suðureyrar eru sker mikil og flöt. Liggja þau yfir fjörðinn þveran, en sund nokkur eru milli þeirra og liggur um þau þungur Framhald á bls. 36. VtKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.