Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 16
GróSrarstöð Pauls V. Michelsens er orðið þekkt fyrirtæki í höfuð- staðnum og nágrcnni hans, enda þótt hún sé staðsett í Hveragerði. ■ Margir fara austur í Hveragerði til þess að ná sér í falleg stofublóm og í gróðrarstöð Pauls er úr mörgu að velja. Hann er fæddur á Sauðárkróki, faðir hans var danskur, en móðirin úr Eyjafirði. Hann er búinn að vera í Hveragerði síðan í ársbyrjun 1933; lærði garðyrkju hjá Ingimar í Fagrahvammi og var garðyrkju- stjóri hjá honum í 20 ár. Síðan setti hann upp eigin gróðrarstöð og hefur eingöngu verið með pottablóm, alls um 400 tegundir nú sem stendur. Paul segir mikinn ferðamannastraum hjá sér. Ferðaskrifstofan kemur þangað með útlendinga og Reykvíkingar koma þangað fjöl- mennir til blómakaupa. Hann segir, að það sé miklu verra að halda fjölbreytninní og gæta þess, að ákveðnar tegundir þrjóti ekki. Aliar grænar plöntur hafa selzt mjög vel að undanförnu, sérstaklega gúmmftré og monsterur, og nú eru kaktusar að komast í tízku, og ungt fólk kaupir talsvert af þcim. Paul byrjar að sá í febrúar. Mán- uði síðar byrjar hann að taka græðlinga og heldur því áfram allt sumarið. Vikunni þykir mikill fengur að því að fá svo ágætan fag- mann til þess að gefa lesendum upplýsingar og ráð í sambandi við pottablóm. Myndin að ofan sýnir Paul V. Michelscn á garðyrkju- sýningunni sem haldin var í sambandi við landbúnaðarsýninguna á Selfossi. Paul hlaut þar heiðursverðlaun fyrir fegurst blóm. Paul V. Michelsen: Blóm á heimiíinu í gluggum. Það er því gott að geta gripið til þeirra á kaffíborðið. Tegundir, sem helzt koma til grcina, eiga að vera lágvaxnar (20—30 cm) og er Flauelsblóm „Tagetis" ein af þeim blómrlk- ustu mcð fallegu löguðum blóm- 1 um, fylltum og i ýmsum litum, 11 t. d. gul með rauðri rönd, gullgul | og brúnrauð í ýmsum tilbrigðum. Þá eru „Aster“-tegundir flestar I reglulegt augnayndi, því að þær í standa í margar vikur incð sin- um stóru fögru blónnim, sem stór „bukett" í rauðum, hvitum og bláum litúm. „Petunia“ er lika afar rík að blómum í öllum rcgn- bogans litum, blómin um 4-—(i cm stór, einföld og fallega lög- uð. Þá er Dahlia „Georgina" lág- vaxin, þétt og blómrik i öllum litum. Ymsp.r Begoniur, þ. á m. laukbegoniur með stórum fyllt- um blómum í ýmsum litum. Af tveimur síðustu- tegundunum eru laukarnir geymdir til næsta vors. Fallegt er að blanda þessum teg- undum saraan i blómaker og skál- ar, eftir iit og lögun. Allar fram- angreindar tegundir er iiægt að nota í „altan“-kassa eða þar til gerða blómakassa utan við glugga, og getur það gefið hús- hliðinni iiiýlegri blæ og um leið er faliegt að liorfa út um glugg- ann. Það e ru auövitað mnrgar aðrar tegundir sem nota má i þessu skyni. Framhald á bls. 34. Þegar Vikan bað mtg að skrifa fyrir sig smágrein um blóm, og þá helzt sumarblóm i pottum, komu svo margar tegundir upp í huga minn, að það er vandi að velja á milli, taka eina teg- undina fram yfir aðra. Ég er sjálfur mjög hrifinn af blómstrandi sumarblómum í pott-' um, og mér finnst að fólk gæti notað meira af þeim, þvi liau eru ódýr og ekki erfitt að fóstrn þau, og mörg jieirra þola sól lil j dfnlls t- Um margra ára skeið hefur Krist- inn Vilhelmsson bassaleikari stjórn- að tríói, sem NEO-TRÍÖ nefnist. 1 sumar verður hann með kvartett á ferðinni og ætlar að leika á Siglu- firðl fram i miðjah ágúst. Þar verður hann með kvartettinn á hinu fræga — Nú er þetta NEO-QUARTETT og verður það i sumar á Slglufirði. -— Svo ertu með söngkonu, ekki megUm við gleyma henni. ViltU ekki kynna okkur fyrir henni? Kristlnn bendir stúlkunni að koma og kynnir hana sem Agnesi Ingvars- dóttur og er hún sextán ára. — Ekki hefur þú sungið lengi Agnes. Hvar komstu fyrst fram? Orettir, Ldrus, Agnes og Kristinn. Hótel Höfn og verður skemmtilegt fyrir Siglfirðinga og þá aðkomumenn, sem ekki hafa heyrt til hans og fé- laga hans fyrr, að fá hann norður. Þar sem aldrei er hægt að hitta eina hljómsveit i næði, nema á æfingum, þá var haldið inn i Klúbb. Þar hefur Kristinn verið með trióið í nokkra mánuði. — Hvað er langt siðan að þú stofn- aðir Neo-Trió? — Það eru ein fimm ár siðan. Kristinn Vilhelmsson. — Ekki hafa alltaf verið sömu mennirnir með þér? — Nei. T.d. hafa þeir pianoleikar- arnir Magnús Pétursson og Hrafn Pálsson verlð i trióinu. Einnig þeir Karl Liliendahl og Ólafur Gaukur. — En nú eru Þetta orðið fjórir menn. Hvaða nafn gefurðu hljóm- sveitinni Þá. —- Eg kom fram á kynningarhljóm- leikum hjá K.K., svo söng ég nokkur kvöld með þeim. Við spjöllum lítið eitt frekar við Agnesi og kemur í ljós að Connie Agnes Ingvarsdóttir. Francls er eftirlætissöngkona hennar. Svo biðjum við Kristinn að kynna okkur fyrir hinum og eru þeir þessir. Grettir Björnsson harmonikkuleik- ari heíur stundað sitt hvað um ævlna, meðal annars kennt á hljóðfæri og málað hús. Grettir var niu ár i Kanada og spilaði með annari vinnu. — Þú hefur sjálfsagt komið viða við. Hvað hefurðu komist lengst og mest til að leika á hljóðfæri þarna iKanada? — E'inu sinni fór ég ásamt .öðrum norður í Brezku Kólombíu, en þar áttum við að leika fyrir Indíána. Við lékum í stifa tvo tíma og Indíánarnir sátu grafkyrrir á bekkjunum. Okkur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.