Vikan


Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 37

Vikan - 06.07.1961, Blaðsíða 37
tjald sitt og fátæklegan farangur. Segir nú fátt af fer'ðum hans fyrr en 21. mai, en þá var hann kominn vestur í Patreksfjörð og hafðist þar við í tjaldi sfnu uppi í fjalli. Það var þar, sem piltarnir hittu hann að máli, svo sem frá er greint í upp- hafi þessa máls. LEHRMANN HANDTEKINN. Piltarnir sögðu frá þessum ein- kennilega manni í fjallinu. Var Bretum tilkynnt, að þarna væri grunsamlegur náungi. Höfðu Brctar haft grun um að Lehrmann hefði farið huldu höfði undanfarið. Brugðu þeir skjótt við og handtóku Lehrmann. Hann hafði þá 2G0 krón- ur i fórum sínum, annars var far- angur hans heldur fátæklegur. Sendu Bretar síðan flugvél eftir honum til Patreksfjarðar, fluttu hann suður og síðan utan. Lehrmann hafði þá dulizt Bretum og islenzkum stjórnarvöldum rúm- lega eitt ár. Lehrmann var þá horfinn hér af sviðinu, en eftirmálin urðu talsvert alvarleg, þar eð brezka herstjórnin handtók flesta þá, sem höfðu lið- sinnt flóttamanninum eða skotið yfir hann skjólshúsi, og flciri þó, og flutti af landi brott, en frá því segir siðar. VORKVÖLD Framhald af bls. 11. að honum fyrir ailt saman. Hún var barn enn þá, hjálparvana og barns- lega auðtrúa, og gat ekki varið sig. Hann hafði veitt þvi eftirtekt aftur í dag, hvernig hann gat leikið á hana cins og hljóðfæri, með því að hún sjálf þekkti ekki hin leyndu lögmál likamans. — En ég vil ekki notfæra mér það — hugsaði hann. Hún skal vera örugg hjá mér. Ég slcal verða henni vörn gegn sjálfri sér. Og hann gladdist yfir að geta hugsað svona fallega. — Hann þótt- ist bæta i vínglösin. — Við skulum drekka eitt glas saman að skilnaði. Siðan skal ég fylgja þér heim. — Hún kjökraði lágt: — Já, en — er það vist að þú sért ekki reiður við mig? — Reiður — ? Ekki get ég verið reiður við þig, þótt þér þyki ekki vænt um mig ? — Nei, ég er ekki reiður við þig. Ég verð aldrei framar reiður við þig. — Rödd hans titraði af geðshræringu. Og jafn- framt skammaðist hann sín hálfvegis fyrir að liafa sagt þetta. Hann hafði ekki ætlað að komast þannig að orði, þétta var lítilmannlega mælt. En nú var það sagt, án þess að hann hefði getað komið i veg fyrir það. Það var eins og einhver annar hefði komizt svo að orði, en hann sjálfur sæti hjá og hlýddi á. Hún byrjaði aftur að gráta hljóð- lega. Og hún vafði hann fa*tar örm- um og þrýsti sér upp að honum. — Ó, vertu ekki hryggur, vertu ekki hryggur — mælti hún biðjandi. Hann tók aftur utan um hana. — Ég ætla aðcins nð gera hana rólcgri — hugsaði hann. En hann gat ekki varizt jiví, að hendur hans strykjust eftir grönnum líkama hennar. Hann fann hvernig eldurinn læstist um hana. Og hann fann, að liún var veikari fyrir cn áður. — Nei, nei, ég vil þetta ekki hugs- aði hann! En hann beygði hana samt aftur á bak. — Ó, en ég er svo hrædd — hvíslaði hún. En á « TRAUST MERKI Heildsölublrgðir EGGERT KRIST3ANSSON & CO. H.F. Slml 1 14 00 H01LAND meðan þrýsti hún sér fastar að hon- um með handleggina um háls hon- um. Hann heyrði sjálfan sig segja: — Ekki að vera hrædd. Þetta er hið fegursta - hið fegursta i heim- inum. — — Skyldi húsmóðirin fara að koma? hugsaði hann. — Verst, að hann skyldi ekki hafa hengt úrið á þilið. — Hún lá í hnipri á gólfinu, grúfði andlitið í höndum sér og snökti hátt. — Hann stóð við hlið hennar og vissi ckki, hvað til bragðs skyldi taka. Húsmóðirin gat komið á hverri stundu. Og fólkið upp á loftinu gat hcyrt eitthvað, af þvi gátu sprottið umkvartanir og spurningar. Hverju átti hann að svara? Hvernig átti hann að útskýra — ? Það var tillitslaust af henni að gráta svona hátt. Það mátti nú ekki hugsa eingöngu um sjálfan sig. Hvað átti hann að gera til þess að fá hana til að liætta þessu voli? Hann horfði vandræðalega i kring- um sig. Á borðinu stóð vinflaskan hálftóm. Annað glasið lá brotið á gólfinu, vindlingaaska alls staðar á gólfteppinu og á einum stað stórt brunagat. Hárnálar á tvístringi. Og svo sat hún þarna á gólfinu og grét. Var þetta geislandi glaða og snotra stúlkan, sem kom til hans fyrir þrem timum? Hárið féll í óreiðu niður um andlit og herðar. Blússan var opinn og á henni stór rifa. Pilsið var krumpið og blettótt. Hún var úfinn og ósnyrtileg. Og alltaf grét hún jafn hátt. Hvers vegna grét hún? Hún hafði í raun og veru enga á- stæðu til að vera að gráta. Hefði hann ekki gert þetta, þá hefði bara einhver annar gert það, ef til vill eitthvert lubbamenni, sem hefði far- ið ruddalega og illa með hana. En það varð að gera eitthvað til þess að fá hana til að hætta grátin- um. Það var fólk uppi á loftinu. Og það var ekki að tala, heldur hlustaði. Hann laut áfram og þreif harka- lega i öxl hennar: — Hættu, hættu, fólkið getur heyrt það. — Hún leit upp ráðaleysislega, rauðeygð, árid'- litið óhreint og þrútið af gráti. Hún varð hrædd og hætti að gráta, og rétt á eftir stóð hún upp og byrjaði að lagfæra fötin sín. Hvorugt þeirra mælti orð. Hann hjálpaði henni við að finna hárnálarnar, en hún gekk að speglinum til að setja upp hárið. Sjálfur hlustaði hann alltaf eftir þvi, hvort húsfreyjan væri að koma. Hann fór að tina glerbrotin var- færnislega upp af gólfinu. Allt i einu tók hann eftir þvi að hún var farin að gráta á ný. Hann leit upp. Hún hafði setzt á stól og grúfði andlitið i höndum sér. Likaminn skalf. Hún var niðurbeygð og hirðuleysisleg útlits. Hann gekk til hennar. — Góða mín, góða mín, þú mátt ekki taka þér þetta svona nærri. Nei, góða min — það hefur ekki skeð neitt ljótt, skilurðu það? Hún leit upp. — Ó, hvað á ég að gera? Ég þori ekki að fara heim framar. Ég þori aldrei framar að fara hcim. •— — Víst þorir þú að fara heim. Það þarf enginn að vita um þetta. — Hún heyrði ekki hvað hann sagði, en livislaði aftur og aftur: — Aldrei heim framar-— aldrei heim framar. — Hertu nú upp liugann — sagði hann. Ilún heyrði það ekki. Hann snart liana gætilega, og hún leit á hann. — Hertu þig nú upp, endur- tók hann. Hún stóð upp — hlýðin. Sjálfur fór hann í frakkann og gekk til liennar. Hún stóð grafkyr, eins og svefngengill. Hann tók utan um hana, en hún virtist ekki veita því neina eftirtekt. Hann sleppti henni jafnskjótt aftur. — Nú förum við — Hún sagði ekkert, en fylgdist með honum. Það rigndi og himinninn var þungbiiinn. Gatan blaut og hál. — Það rignir, svo að þú verður að slá upp regnhlífinni — sagði hann. Hún gerði sem hann sagði, og þau gengu áfram um stund, þegjandi. Þá stanzaði hún og mælti, um leið og hún leit undan: — Ef þér væri sama, þá vildi ég helzt fá að vera ein og fara lciðar minnar fylgdarlaust. —; — Já, en-------— Hún leit á hann og reyndi að brosa. — Þú skalt ekki vera hrædd- ur um mig. Ég mun umdir öllum kringumstæðum komast heim. Og ég held, að mamma taki ekki cftir neinu. En mér þætti vænt um, ef þú vildir vera svo góður að lofa mér að fara einni. — Hann vissi eigi hverju svara skyldi, og stóð kyrr. Hún fór. Hann heyrði tótatak hennar um hrið, einhæft og aumkunarvert fótatak á mannlausri, blautri götunni. Svo heyrði hann það ekki lengur, en enn þá gat hann greint hana, litla einmana mann- veru undir rennvotri og gljáandi regnlilif. Hún varð æ ógreinilegri í gráu næturregninu. SvQ hvarf hún fyrir horn. Ilann stóð hreyfingarlaus um stund. Það var eins og hann skynj- aði eittlivað álengdar. Og um regn- þrungna, dimma nótt, gekk hann hægt — áleiðis heim. ★ VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.