Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 2
2 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNSÝSLA „Ég er gestrisinn maður og alinn upp við góða mannasiði,“ segir séra Gunnlaug- ur Stefánsson, formaður Flugráðs, sem bauð ráðsmönnum og öðrum gestum í veglegt jólahlaðborð í Perlunni síðastliðið fimmtudags- kvöld. Eftir bankahrunið hefur opin- berum aðilum verið lagt fyrir að hagræða í rekstri og skera niður öll útgjöld sem skilgreina má sem óþarfa. Sömuleiðis hafa skattar á almenning verið hækkaðir eins og kunnugt er og frekari hækkanir eru fram undan. Gunnlaugur segir að þegar hann tók við formennsku í Flugráði fyrir þremur árum hafi hann lagt til að tekinn yrði upp sá siður að menn gerðu sér dagamun einu sinni á ári og borðuðu saman að loknum einum fundi. Í staðinn séu aðrir fundir ársins með einföldu sniði. „Við erum bara upp á vatn og brauð á fundunum,“ segir hann. Þá bendir Gunnlaugur á að engin ofurlaun séu greidd fyrir setu í Flugráði. Þannig fái helm- ingur ráðsmanna alls enga þóknun en aðrir 25 þúsund krónur á mán- uði. „Þannig að mér hefur þótt það við hæfi að mönnum sé sýndur ein- hvers konar smá vottur af þakk- læti fyrir þessi störf – að gera sér þennan dagamun einu sinni á ári og finnst það í sjálfu sér ekki fréttaefni. Mér finnst fréttnæm- ara það sem við erum að gera held- ur en hvað við borðum,“ segir for- maðurinn. Fréttablaðið hefur óskað eftir upplýsingum um veisluna á fimmtudagskvöld en þær hafa ekki borist. Gunnlaugur kveðst vilja afla nákvæmra talna áður en hann sendir þær frá sér. Jólahlaðborð í Perlunni kostar 7.890 krónur. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins taldi hópurinn í kvöldverði Flugráðs um tuttugu gesti. Í Flugráði sitja sex manns. Auk Gunnlaugs er það þau Gísli Baldur Garðarsson varaformaður, séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Árni Gunnarsson, Jens Bjarnason og Lárus Atlason. Það var samgöngu- ráðherra, Kristján L. Möller, sem skipaði í flugráðið. gar@frettabladid.is FULLT HÚS JÓLAGJAFA 27.992kr. Flugráðsfólki haldin jólaveisla í Perlunni Gunnlaugur Stefánsson, formaður Flugráðs, lét ríkið greiða fyrir glæsilegan kvöldverð í Perlunni á fimmtudag. Kostnaður liggur ekki fyrir en jólahlaðborð í Perlunni kostar 7.800 krónur á mann. Fáum engin ofurlaun segir Gunnlaugur. JÓLAHLAÐBORÐ Í PERLUNNI Ekkert er til sparað í jólahlaðborði Perlunnar enda kostar 7.890 krónur fyrir manninn. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. SÉRA GUNNLAUGUR STEFÁNSSON SÉRA JÓNA KRISTÍN ÞORVALDSDÓTTIR GÍSLI BALDUR GARÐARSSON Pétur, liggur ekki beint við að fara að búa til brandarabuff? „Jú, ég ætla að framleiða hamborg- ara sem springa þegar þú bítur í þá og stuttermaboli úr kjötafgöngum.“ Pétur Örn Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Buff, hefur hafið fram- leiðslu á bolum með aulabröndurum á. ÁSTRALÍA, AP Tvíburarnir Krishna og Trishna frá Bangladess voru útskrifaðir frá sjúkrahúsi í Ástral- íu í gær, þar sem þær undirgengust erfiða aðgerð fyrir fimm vikum. Læknum tókst að skilja þær að, en við fæðingu voru stúlkurnar sam- vaxnar á höfði. Hluti heila þeirra og æðakerfis var sameiginlegur. Fyrir aðgerðina ríkti óvissa um hvort þær myndu lifa af. Þær verða þriggja ára í dag, en fá líklega að fara heim til fátækra foreldra sinna í Bangladess á næst- unni. - gb Aðskildir tveggja ára tvíburar fara heim til Bangladess eftir erfiða aðgerð: Útskrifaðar fyrir afmælisdag Á HEIMLEIÐ Tvíburarnir Krishna og Trishna ásamt starfsfólki hjálparstofnun- ar sem hefur hugsað um þær í Ástralíu. DÓMSMÁL Tæplega fertugur eig- andi verktakafyrirtækis hefur verið dæmdur í sex mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir stórfellt skattalagabrot. Maðurinn stóð ekki skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda að upphæð 19 milljónir króna fyrir hönd heildverslunar á árunum 2004 og 2005. Er manninum jafn- framt gert að greiða þrettán millj- ónir í sekt fyrir brotið. Hann neitaði sök og sagðist ekki ábyrgur fyrir bókhaldinu. Maður- inn sem um ræðir sat í gæsluvarð- haldi um tíma grunaður um tengsl við mansalsmál sem fyrst kom upp á Suðurnesjum í ágúst. - sh Grunaður í mansalsmáli: Dæmdur fyrir skattalagabrotFR ÉTTA B LA Ð IÐ /A P ALÞINGI Hægt verður að sækja um að fá greiddan út séreignar- sparnað úr lífeyrissjóðum fram til 1. apríl á árinu 2011. Alþingi samþykkti í gær að framlengja heimild, sem veitt var eftir hrun en átti að renna út um áramótin. Eigendur séreignarsparnaðar geta nú fengið greiddar út allt að 2,5 milljónir króna á 23ja mán- aða tímabili, með jöfnum mán- aðarlegum greiðslum. Þeir, sem nýttu eldri heimild til að taka út eina milljón, geta nú fengið 1,5 milljónir af eign sinni til viðbót- ar. - pg Séreignarsparnaður: Hægt að taka út 2,5 milljónir SJÁVARÚTVEGUR Árlegri loðnumæl- ingu Hafrannsóknastofnunar að haustlagi er lokið og niðurstöður gefa ekki tilefni til þess að leggja til loðnukvóta á komandi vetrar- vertíð. Lítið mældist af fullorð- inni loðnu sem og ungloðnu. Ungloðna fannst á stóru svæði en lóðningarnar voru víðast gisn- ar og engar þéttar torfur sáust. Haustið 2008 fannst mikið af loðnuseiðum á þessum tíma og var vonast til að sá árgangur myndi skila sér sem eins árs fiskur í mælingunni nú. Sú varð þó ekki raunin og fjöldi eins árs ungloðnu mældist verulega undir því marki að hægt sé að mæla með upphafs- kvóta fyrir vertíðina 2010-2011. Stórrar loðnu varð vart í litlu magni við og uppi á landgrunns- kantinum frá Langanesi og vest- ur undir Kolbeinseyjarhrygg. Veiðistofninn, sem er tveggja og þriggja ára fiskur, mældist um 140 þúsund tonn. Aflaregla í loðnu gerir ráð fyrir að 400 þús- und tonn séu skilin eftir til að hrygna þannig að ekki er unnt að leggja til loðnukvóta fyrir kom- andi vetrarvertíð á grundvelli þessara mælinga. Undanfarin ár hefur ekki tekist að mæla stærð veiðistofns loðnunnar fyrr en í janúar eða jafnvel fyrri hluta febrúar. - shá Loðnumæling Hafrannsóknastofnunar gefur ekki tilefni til bjartsýni: Hafró fann lítið af loðnu ANTARES VE Þess virðist langt að bíða að sjómenn fái alvöru loðnu- vertíð. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /Ó SK A R P. FR IÐ R IK SSO N DÓMSTÓLAR Erla Hlynsdóttir, blaðamaður á DV, hefur verið dæmd fyrir meiðyrði gagnvart Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda klúbbsins Strawberries. Ummæl- in sem Erla er dæmd fyrir voru höfð orðrétt eftir Davíð Smára Helenarsyni, þar sem hann sak- aði Viðar um að hafa borið út kjaftasögu um að litháísk mafía héldi til á staðnum. Erla var dæmd til að greiða Viðari 200 þúsund krónur í miskabætur. Þá þarf hún að greiða 150 þúsund krónur til að standa straum af birtingu dóms- ins í fjölmiðlum og 350 þúsund krónur í málskostnað. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. - þeb Blaðamaður á DV: Dæmd fyrir ummæli annars STJÓRNMÁL Vextir af lánum Breta og Hollendinga til Íslands vegna Icesave-samninganna eru allt of háir. Þetta er mat bresku lög- mannsstofunnar Mishcon de Reya, sem skilaði fjárlaganefnd áliti sínu um helgina. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Samkomulagið sé bæði óskýrt og óréttlátt, óljóst sé hvort Íslendingar ráði við greiðslu- byrðina og að í því felist visst afsal fullveldis. Á hinn bóginn gæti það orðið þjóðinni dýrkeypt að hafna því og hætta á að þurfa að reiða af hendi fulla greiðslu í einu lagi. Lögmenn stofunnar hafi rætt við fulltrúa breska fjármálaráðu- neytisins og þeir virðist viður- kenna að taka þurfi meira tillit til greiðslugetu Íslendinga. Þess sjái þó ekki stað í samkomulag- inu og því geti verið um einhvers konar misskilning að ræða. - sh Bresk lögmannsstofa: Telur vexti af Icesave of háa FJÖLMIÐLAR Viðtal við Má Guð- mundsson seðlabankastjóra er í fimmta sæti yfir vinsælasta fréttaefni árs- ins hjá vefrit- inu Central- Banking.com. „Síðustu 12 mánuðir hafa verið sögu- legur tími hjá seðlabanka- fólki. Þótt víðast sé því þakkað að hafa bægt frá annarri heimskreppu á borð við þá miklu, koma afleið- ingar aðgerða þeirra í efnahags- málum til með að halda þeim vel við efnið langt fram á næsta ár,“ segir í umsögn ritstjóra vefrits- ins um valið. Í fyrsta sæti er grein þar sem kallað er eftir vænisjúkum og óvinsælum seðlabankastjórum. Þannig fólk sé líklegt til að vera áhættufælið. - óká Vinsælt hjá Central Banking: Viðtal við seðla- bankastjóra í fimmta sæti MÁR GUÐMUNDSSON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.