Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 16
16 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR FÆREYJAR Formaður Sjálfsstjórnar- flokksins í Færeyjum, Kári P. Høj- gaard, segist tilbúinn til þess að þingmenn fái hér eftir ekki greitt sérstaklega fyrir embætti innan þings, svo sem þegar þeir fara með formennsku í þingnefndum, heldur verði þingfararkaup látið duga. Hann og Jenis av Rana, for- maður Miðflokksins, höfðu lagt til að nefndarmönnum í tveimur nefndum yrði fjölgað, þannig að litlu flokkarnir, nefnilega Mið- flokkur og Sjálfsstjórnarflokkur, fengju þar sæti einnig. Þetta væru lýðræðisumbætur því þá gæti stjórnar andstaðan fylgst betur með stjórnar flokkunum. Sósíalurinn greinir frá því að gagnrýnendur hafi þá vænt þá Kára og Jenis um að vilja komast í nefndina til að hækka í launum. Þeir brugðust við með ofangreind- um hætti. Í Færeyjum mega þingmenn sem gerast ráðherrar ekki vera þingmenn um leið. Kári segir að laun fyrrverandi ráðherra megi einnig endurskoða. Ekki fari ekki vel á því að ráðherrar, sem detta úr ríkisstjórn og taka sæti á þingi að nýju, séu á biðlaunum sem ráð- herrar í einhverja mánuði. Nær væri að láta ein laun, hærri upp- hæðina, duga. - kóþ Formaður Sjálfsstjórnarflokksins í Færeyjum telur grunnlaunin duga: Þingmenn missi nefndarlaun KÁRI P. HØJGAARD Var vændur um að vilja komast í nefnd peninganna vegna og svarar með því að stinga upp á að grunnlaun þingmanna verði látin duga fyrir öllum þingstörfum þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/KLEMENS HÚSAVÍK Skemmdarverk hafa verið unnin í skrúðgarðinum við Búðará á Húsavík. Í garðinum eru tveir fjallaþin- ir og greinir þingeyski fréttamið- illinn skarpur.is frá því að allar neðstu greinarnar hafi verið sag- aðar af öðru trénu. Líkum er leitt að því að viðkomandi hafi líkast til ætlað að skreyta húsið sitt með stolnum greinum fyrir jólin. Jan Klitgaard, garðyrkjustjóri Norðurþings, segir tréð mikið skemmt en þó ekki ónýtt. Lík- lega muni taka áratug fyrir það að jafna sig. Hann segir ótrúlegt hversu litla virðingu sumir beri fyrir þessum fallega garði. - th Skemmdarverk í skrúðgarði: Greinar sagað- ar af fjallaþin FERÐAÞJÓNUSTA Þrettán íslensk ferðaþjónustufyrirtæki héldu vinnufundi í Amsterdam og Brussel í síðustu viku. Fulltrúar fyrirtækjanna voru ánægðir með viðtökurnar og telja góð sóknar- færi á svæðinu. Búist er við sam- drætti á ferðum Hollendinga til flestra áfangastaða nema Norður- landanna. Ástæðan er að náttúru- skoðun er að verða eitt vinsæl- asta viðfangsefni í ferðalögum. Brussel er markaður þar sem opnast fyrir mikla möguleika með beinu flugi Icelandair þangað næsta sumar. - shá Hollendingar og Belgar: Vilja koma til að skoða landið Sorpgjald lækkað Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að lækka gjaldskrá vegna sorphirðu um 3,03 prósent. FLJÓTSDALSHÉRAÐ VIÐSKIPTI Jón Kr. Sólnes, stjórnar- formaður Byrs, hefur ákveðið að segja sig úr stjórninni vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á viðskiptum Byrs við eignarhalds- félagið Exeter. Jón hefur réttar- stöðu grunaðs manns í rannsókn- inni, þrátt fyrir að telja sig hafa hreinan skjöld í málinu, að því er segir í tilkynningu frá honum. Jón segir að tildrög þeirrar stöðu sem upp er komin séu að 19. desem- ber 2008 hafi hann verið kallaður inn á stjórnarfund í Byr sem vara- maður. Á fundinum hafi verið sam- þykkt að framlengja yfirdráttar- lán til Exeter, sem sagt hafi verið í eigu MP fjárfestingar banka. Lánamörk hafi verið hækkuð til að mæta vaxtagreiðslum. Segir Jón að á fundinum hafi komið skýrt fram að ekki væri ætlunin að nýta reikninginn í bráð, „en atburðarás næstu vikna leiddi í ljós að við það var ekki staðið,“ segir Jón. Segir Jón að nauðsyn- legt sé að fullkomið traust ríki í garð þeirra sem koma að endur- reisn sparisjóðsins. Því vilji hann víkja til hliðar meðan hann hafi réttarstöðu grunaðs manns. Fréttablaðið greindi frá því í síð- ustu viku að Jón Þorsteinn Jóns- son, fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins, hefði verið úrskurð- aður í farbann vegna rannsóknar- innar. Hann hefur nú réttarstöðu sakbornings. - sh Er grunaður í rannsókn sérstaks saksóknara á Byr: Jón Kr. hættir sem stjórnarformaður GRUNAÐUR MAÐUR Jón Kr. Sólnes, fyrir miðri mynd, hefur gegnt stjórnarformennsku í Byr síðan Jón Þorsteinn Jónsson lét af störfum sem stjórnarformaður í maí síðast- liðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í Hæstarétti í eins árs fangelsi fyrir að hjóla á lögreglumann. Föstudagsmorguninn 6. apríl 2007 var maðurinn á ferli á reið- hjóli sínu um Fellahverfi í Breið- holti. Hafði hann skömmu áður haft samband við konu sem hann hafði eitt sinn verið í tygjum við. Þar sem konan taldi sig hafa orðið fyrir endurteknu ónæði af hálfu mannsins hringdi hún til lögreglu og kvartaði yfir þessu. Fóru lögreglumenn heim til kon- unnar og fóru svo að svipast um eftir manninum. Lögreglukona klædd einkennisbúningi lögreglu, var stödd ofarlega á göngustíg sem er á milli fjölbýlishúsa. Kom maðurinn hjólandi upp stíginn á nokkurri ferð og lenti hjól hans á lögreglukonunni sem við það féll og handleggsbrotnaði. Hún þurfti að undirgangast aðgerð hjá bækl- unarlækni sem setti spöng ofan á handlegginn og festi með fimm skrúfum. Gat hún ekki hreyft úlnliðinn eðlilega eftir brotið. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í fimm mánaða fang- elsi, meðal annars vegna þess að hann hafði með athæfi sínu rofið skilorð. Hæstiréttur þyngdi dóm hans vegna þessa brots um sjö mánuði. - jss Dómur þyngdur um sjö mánuði: Hjólaði á lögreglumann og situr inni í eitt ár ANDVÍGUR NAUTAATI Þessi andstæð- ingur nautaats stillti sér upp fyrir utan þinghús Katalóníu í Barcelona á Spáni með skilti þar sem krafist er banns. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.