Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 4
Gott er að vera prestur um páska og engill í ofviðri. íslenzkur málsháttur. í fréttunum Eins og kunnugt er fór M-dagur í Banda- ríkjunum ákaflega friðsamlega fram, en hér er undantekning; þó ekki sé fallegt að vera að tala um þær. Clark Kerr, fyrrverandi forseti háskól- ans í Kaliforníu, hélt ræðu í háskólanum í Indiana, kvöldið fyrir M-dag. Allt í einu slökkti einhver ljósin í salnum — rétt í sama augnabliki og Kerr talaði um frið- samlegar mótmælaaðgerðir. Og áður en nokkur vissi af, hljóp grímuklæddur mað- ur inn í salinn og henti rjómaköku í and- litið á fyrirlesaranum. Dr. Kerr var hinn rólegasti er hann tók af sér gleraugun og þurrkaði af þeim með vasa- klútnum sínum. „Mér þætti vænt um að fá að njóta sömu forrétt- inda,“ sagði hann svo rólega. Stúdentarnir risu úr sætum og hylltu hann með dynjandi lófataki. Ef Christian Barnard hefur áhyggjur af sívaxandi gagnrýni á gildi hjartaflutn- inga, þá sýnir hann það ábyggilega ekki. Nýlega var hann gestur bandarísku lækna- samtakanna á fundi þeirra í Honolulu (Hawaii) og þar lýsti hann því yfir að betra væri að framkvæma hjartaflutning heldur en að grafa hjartað niður í jörð- ina þar sem ormarnir éta það. Eftir að Barnard hafði lokið máli sínu, birtist allt í einu óvæntur gestur, Hubert Humphrey, fyrrverandi varaforseti USA, og er ekki laust við að H. H. hafi einhvern tíma vit- að sitthvað um læknisfræði sjálfur (hann er lyfjafræðingur). Auðvitað brostu báðir sínu breiðasta og Humphrey sem nú er prófessor við háskólann í Minnesota, sagði við Barnard: „Ef þig vantar einhvern tíma lyfjafræðing í kompaní við þig, þá skaltu muna eftir mér. Það er aldrei að vita hvað gerist — kannske verð ég rek- inn frá skólanum!" „Ég veit að Mia og André munu veita þessu barni alla þá ást og umhyggju sem börn eiga að njóta. Og þegar á allt er litið þá er það allt og sumt sem máli skiptir, er það ekki,“ sagði amman, leik- konan Maureen 0‘Sullivan, hreykin. Og það er eins gott að það sé það eina sem máli skiptir, því sá tilvonandi faðir, hljóm- sveitarstjórinn og tónskáldið André Prev- in, lætur ekki einu sinni svo lítið sem að ræða möguleikana á því að giftast Miu Farrow, en hún á von á barni hans í vor. Og staðreyndin er sú, að André er ennþá giftur seinni konu sinni, Dory, þó þau séu skilin að borði og sæng. Og André hefur gert sínár ráðstafanir til þess að þarnið fái notið réttrár umhvggju; harin riefur keypt sveitahús í Surrey, Englandi, þar sem hann og Mia (fyrrverandi frú Frank Sinatra) ætla að búa. 4 VIKAN' 46-tbl- : ^ V * ' ' ' ppii ;.:. -y: -.1 GLEYMDA STRÍÐIÐ GETUR ORÐIÐ NÝTT VIET NAM Stjórn, sem hefur tapað trausti fólksins, reynir að halda í ráð- herrastólana með erlendum her- afla. Þessa sögu þekkjum við mætavel frá Viet Nam, og sömu sögu heyrum við frá fornfrönsku nýlendunni Tchad. Frönsk blöð dylja alls ekki að þau eru dauð- hrædd um að Tchad gæti vel orðið að nýju Viet Nam. Tchad liggur inn í miðri Ves- ur-Afríku, og á landamæri að Líbýu, Súdan, Miðafríska lýð- veldinu, Kamerún, Nígeríu og Níger. Tchad er stórt land, 1248000 ferkílómetrar, en íbúarn- ir eru aðeins 3,8 milljónir. (Mú- hammeð sá sem sigldi með Thor Heyerdal á Ra var frá Tchad). Aðeins 6% af landinu er væn- legt til ábúðar; hitt er mestmegn- is eyðimörk. Og í þessu landi berjast Frolin- at, þjóðfrelsisfylking Tihad, og stjórnarherinn, sem er stjórnað af Tombalbaye forseta. Nýtur hann óskipts stuðnings frönsku stjórnarinnar og fær frá þeim vopn og menn. Fyrstu fransar- arnir voru sendir í ágúst í sum- ar, og í fyrstu orrustunni tókst Tombalbaye og frönsku sjarmör- unum að fella 1327 þjóðfrelsis- fylkingarhermenn. Nú eru í Tchad 3 stórar franskar herdeildir, og fleiri eru á leiðinni. En Frolinat heldur áfram að berjast, og nýlega sagði leiðtogi þeirra, Dr. Abbas Sidd- dick, sem áður var utanríkisráð- herra landsins, við fréttamenn: „Án frönsku herdeildanna tækist okkur að sigra innan árs.“ Á stóru myndinni er franskur soldáti með fanga sem hann hef- ur hlekkjað við tré, en á þeim minni sjást franskir flýja og inn- fæddir undirbúnir fyrir flutninga á öruggara landsvæði. -fc STUTT OG LAG- GOTT Auglýsing í blaði, sem þekkt er í kvikmyndaiðn- aðinum: „Sérfræðingur í andlitsaðgerðum vill skipta á nýju nefi og þriggja her- bergja íbúð.“ v____________________________y

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.