Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 48

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 48
Eftirförin Framhald af bls. 13 — Ég er viss um að enginn hefur boðið dr. Vines á blóma- sýningu áður. — Ef satt skal segja, þá er það nú samt staðreynd, sagði dr. Vines, og brosti til hennar. — Það er alltaf svona, ég er aldrei fyrst með neitt, en það gerir ekkert til, sagði hún ólund- arlega, og það rann æ betur upp fyrir henni hvernig þessi óper- sónulegi einmanaleiki var að ná tökum á henni, og hún reyndi að stritast á móti. — Þér voruð. þó fyrst til að finna litlu plöntuna okkar hérna, sagði hann. — Plantan er ekki svo mikils virði, en þér ættuð að bragða jarðarberjabúðinginn minn, doktor, það myndi líða yfir yð- ur. Hann er betri en nokkurt Ijóða minna. .— Við höfum þó gert okkur vonir um að jurtin yðar eigi eft- ir að hjálpa mörgum, sem eiga við erfiðleika að stríða, sagði hann. Efni jurtarinnar, réttilega blandað með tilbúnum efnasam- setningum, hafði nú þegar verið reynt með góðum árangri, við fólk sem var truflað á geðs- munum. En Daisy Kerns vissi að óblandað gerði þetta efni ekkert annað en að orsaka maga- veiki og blöðrur á varirnar. Hún beit á vörina. Hún var orðin svöng, og það var tilgangslaust að hanga þarna lengur, úr því að hann vildi ekki koma með henni. Dr. Vines leit út um gluggann, og sá að klukkan í turni háskóla- kapellunnar var að verða tólf. — Komið þér nú út að borða með mér, sagði frú Kerns, — það er svo margt sem við þurfum að tala saman um, og það verður langt þangað til ég kem aftur til borgarinnar. Það er miklu betra að tala saman, heldur en að skrifa bréf. Svo hefi ég það líka á tilfinningunni að þér meg- ið ekki vera að því að lesa bréf. Frederick horfði á frú Kerns. Hún leit sannarlega ekki skáld- lega út. En hann þekkti engin skáld, nema Arnold Veitch, og hann skrifaði aldrei annað en gagnrýni. — Þekkið þér Arnold Veitch? spurði hann frú Kerns. Hún herpti saman fallegar varirnar og reiðin glampaði í augum hennar. — Vitið þér að Veitch hefir andstyggð á ljóð- um mínum, og að hann skrifaði illgjarna gagnrýni um þau í sunnudagsblöðunum fyrir nokkr- um vikum? — Ó, hamingjan góða, það vissi ég ekki, sagði hann, og greip um olnboga hennar. — Fyrirgefið mér, hefði ég vitað það, þá hefði mér aldrei dottið í hug að nefna hann á nafn. Ég hélt að þið hefðum sameiginleg áhugamál .... — Sú skriðlús? sagði hún. — Þessi viðbjóðslegi frekjudólgur. Ég gæti hugsað mér að steikja úr honum heilann og gefa hann kettinum mínum. Aðstoðarmaður Fredericks gaf frá sér einhver furðuleg kok- hljóð, svo Frederick langaði mest til að sparka í hann, en Frede- Fjarlægið naglaböndin á auðveldan hátt * Fljótvirkt *Engar sprungur * Hreinlegt * Sársaukalaust Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj- andi lanolín blandaðan snyrtilög, einn dropa í einu sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og failegur óþrjótandi sjálfblek- ungur sérstaklega gerður til snyrting- ar. Hinn sérstæði oddur bans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að negl- ur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómuliar er þörf. Cutipen er algjör- lega þéttur svo að geyma má hann i handtösku. Cutipen fæst i öllum snyrtivöruverzlunum. Handbærar á- fyllingar. Cufáþ&K' Fyrir stökkar neglur biðjið um Nutri- nail, vitamínsblandaðan naglaáburð sem seldur er i pennum jafn hand- hægum í notkun og Cutipen. UMBOÐSMAÐUR: J. Ó. MÖLLER & CO. KIRKJUHVOLI, REYKJAVÍK rick hafði aldrei sparkað i nokk- urn mann, og aldrei átt í erjum síðan á skóladögunum. En hon- um þótti leiðinlegt að hafa nefnt Veitch á nafn. — Svo er það hádegisverður- inn, sagði hann kurteislega og hélt ennþá um olnboga hennar og stýrði henni út að dyrunum. — Ég býzt ekki við að það sé boðlegt að borða á matstofunni hérna. Hann leiddi hana fyrir húshornið, að bílnum sem stóð þar, og ýtti henni inn í bílinn, gekk svo í kringum hann og settist undir stýri. — Steikur? sagði hún um leið og hann tók af stað. — Spaghetti? Kínverskan mat? Hvað viljið þér helzt? — Það sem þér viljið. Ég borða aldrei mikið um þetta leyti. — Ég ekki heldur, ég verð svo syfjuð, að það tekur mig langan tíma að koma mér að verki. Dan sonur minn kemur heim klukkan hálf fimm, og þá er enginn vinnufriður lengur. — Já, það hlýtur að vera erf- itt, sagði hann, og reyndi að hugsa upp einhvern stað, þar’ sem hann rækist ekki á starfsbræður sína, — og svo þurfið þér að elda handa eiginmanni líka. — Ég er ekkja. Frú Kerns sagði þetta í svo skrítnum róm að hann varð hissa og virti hana fyrir sér, því hann hafði hugsað sér hana sem drottningu í riki sínu, svo blómleg sem hún var, inni- leg í framkomu og hugmynda- rík, og án efa snillingur við mat- argerð; sem einstaka sinnum lét það eftir sér að skrifa Ijóð, þeg- ar dagsverki væri lokið. — Og hvernig er yðar málum hagað í þeim efnum? spurði hún, og reyndi að sýna kæruleysi. — Ég er fráskilinn, og hefi verið það í nokkur ár. — Sjáið þér börnin yðar? — Við áttum engin börn, sagði hann og sveigði bílnum upp að næsta veitingahúsi. — Ég vona að þér fyrirgefið hve tungulöng ég var um Veitch, sagði hún, þegar þau gengu inn. — Það er allt í lagi. Mér líkar ekki vel við hann heldur, sagði Frederick. Hún fékk Dubonnet og hann ávaxtasafa á undan matnum. Hann var ekki rólegur, og því betur sem hún kom sér fyrir og brosti við honum, því ónotarleg- ar leið honum. — Hvað kom yður til að velja þessa vísindagrein? spurði hún. — Eitt og annað. Ég byrjaði með jurtafræði, fór svo í al- menna efnafræði, og sneri mér svo að jurtafræðinni aftur. — Það hefur verið nokkuð stór hringur, sagði hún. — Ég held ég verði að fá kótelettur, þótt ég verði syfjuð. Hann pantaði matinn, sötraði ávaxtasafann og hugsaði með sér: Hvað kemur til að ég er hing- að kominn? — Ég reyndi að kynblanda plöntuna okkar með munka- hettu og lævirkjaspora, en það kom auðvitað ekkert út úr því.. — Auðvitað ekki, sagði hann, og greip fegins hendi að sam- talið hafði snúizt í þessa átt; og svo fór hann að segja henni ástæðuna fyrir því að ekki væri hægt að kynblanda þessar jurt- ir. Hann komst að því að henni hafði tekizt að kynblanda plönt- ur af ólíkum stofni, en það var ekki sennilegt að þær yrðu frjó- ar. — Ætlið þér ekki að koma á blómasýninguna? spurði hún. — Ég er viss um að þér hafið gam- an af því. — Ég veit það, og ég er að hugsa um að fara. Ég þarf að hitta prófessor Manderley dag- inn eftir, svo ég verð að fara til Telhamton hvort sem er. Ég ætla endilega að sjá sýnishorn yðar. — Ó, gerið það. Ég ætla að búa á Grand Hótel, beint á móti sýningarskálanum. Þessi athugasemd hennar rann ekki upp fyrir honum, fyrr en þau voru búin að borða, og þá var of seint að svara. Það gat líka verið að þetta hefði hrokkið óvart út úr henni, það leit eig- inlega þannig út, það var eins gott að fara varlega, til að vera ekki misskilinn, hugsaði hann. Daisy Kerns lagði frá sér hníf og gaffal. Ef ég get ekki hrist upp í þér ineð jurtakynbótum, þá skal ég jafna um þig á annan hátt, hugsaði hún. Allir sem komu langt að á blómasýning- una, bjuggu á Grand Hótel, það var ekki um neitt annað hótel að ræða. Nafn hans var ekki í gesta- bókinni, þegar hún kom á Grand Hótel, mánuði síðar, en stúlkan í gestamóttökunni sagði að hann væri væntanlegur. Hún fór með plöntukassana yfir götuna, inn í sýningarskálann, þar sem verið var að undirbúa sýninguna. — Daisy, elskan, hrópaði Nan Morse. Hún var með úfið hár og fangið fullt af begóníum. — Ég hefi ekki séð þig í fleiri mán- uði. Hvernig líður þér, og hvern- ig er Dan? Ég óska þér til ham- ingju með verðlaunin, og án þess að þagna, hallaði hún sér yfir blaðmiklar plönturnar og kyssti Daisy á kinnina, og flýtti sér svo eftir ganginum. Daisy þótti vænt um Nan, en hún vonaði samt að hún hefði í nógu að snúast með sýningar- plöntur sínar. Hún setti upphaf- legu plönturnar, vandlega merktar, á hillu, og afbrigðin á aðra hillu, neðar á veggnum, en breiddi úr skýrslunum á borð, sem hún hafði fyrir sig í básn- um. Hún hafði fengið leyfi há- skólans, til að sýna líka spjald, þar sem lauslega var sagt frá starfi dr. Vines í sambandi við þessi afbrigði. Þá gat hún snúið aftur til hótelsins, en mætti svo mörgum sem hún þekkti á leiðinni, að hún tafðist nokkuð lengi. — Það er orðið áliðið, hugsaði hún, — skyldi hann vera kominn? En hann var ekki kominn. Hún flýtti sér aftur til sýningarskál- ans, og fann fyrir þreytu í fót- unum. Hún nam skyndilega stað- ar við húshornið. Hvað var hún eiginlega að hugsa? Hann var þekktur vísindamaður, og hún hafði aðeins gefið út ljóð, sem hann hafði örugglega ekki lesið. Ferðirnar milli hótelsins og sýningarskálans urðu meira þreytandi, eftir því sem á dag- inn leið, og Daisy gerði ýmist að hlæja að sjálfri sér, eða gera sér í hugarlund hvað hann sagði, 48 VIKAN 46- tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.