Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 33
a.m.k., var börnum góðborgara í þorpum sumstaðar á landinu kennt að lesa á slík rit og rita þau. Gerð pálmahandrits er vanda- samt verk. Ritað er á blöð sem eru tekin af sérstakri pálma- tegund. Á Suður-Indlandi eru þc'u um 4 cm á breidd, en 35 á lengd, þegar mjóddirnar til endanna hafa verið fjarlægðar. Á Norður-Indlandi fást blöð, sem eru nokkru stærri, einkum breiðari. í sumum tilfellum eru blöðin látin liggja um tíma í leðju þeirri, sem safnast fyrir í botni brunna, en aðrir segja, að siík meðferð sé óþörf. Gerð eru göt á blöðin sitt hvorum enda, ekki mjög tæpt, og siðan er ritað á þau með málmstíl odd- hvössum, hann hafður i kreppt- um hnefa og handarjaðar látinn leika á blaðinu. Þegar búið er að rita, er viðarkolasalla sáldr- að yfir blaðið. og sezt hann í rákir og dræt.ti skriftarinnar. Síðan er þráður dreginn í gegn- um götin, hvert blaðið sett framan við annað, og er ekki þörf á öðru bókbandi en þessu. Leiklist í hinum vestræna skilningi er ekki til í fornri menningu Indlands, en hinn indverski dans er ekki síður leikur en dans. Hreyfingar dansarans hafa alltaf táknræna þýðingu, hver einasta smá- hreyfing. Hver dansari fer með hlutverk ákveðinnar persónu eða persónugervings. Hann tal- ar með hreyfingunum, rekur atburðarás og lýsir skoðunum og tilfinningum með hreyfing- um sínum. Stundum eru sögð nokkur orð eða setningar, en tal er óverulegur hluti listar- innar. Þessi list er mörg þúsund ára gömul, og á þennan hátt hafa atvik úr sögum um hetjur og goðborin stórmenni Verið leikin öld fram af öld. í dansi þessum þarf að hafa mikla gát á smámununum. Það skiptir miklu, hvernig fingrun- um er haldið, hvernig augunum er rennt til og hver svipur er á andlitinu. Það kostar mikinn lærdóm að geta notið til fulls þessarar indversku danslistar, því að til þess verður maður að kunna tákngildi einstakra hreyfinga. Þetta er eiginlega ljóð i hreyfingum. Og ef ekki skortir tilþrif hjá listamannin- um er slik sýning mikilfengleg og heillandi. Mest er um það vert að þekkja tákngildi handhreyfing- anna. Þær eru kallaðar múdrur, og eru ekki einasta notaðar i dansi, heldur einnig í trúar- fræðslu og við andlegar iðkanir. Það hefur helzt heyrzt á Vesturlöndum um indverska myndlist, að klúrar höggmyndir úr samlífi karls og konu þeki veggi mustera og helgihella, en sannleikurinn er sá, að í ind- verskri höggmyndalist er ekki einasta verið að tjá atvik úr lífi guða og guðdómlegra vera, heldur er þess og freistað að koma á framfæri heimspeki- legum bollaleggingum. Þannig eiga hinar klúru myndir að tákna samspil efnis og anda, forms og vitundar, táknar karl- maðurinn andann og konan efnið, og í augum menntaðra Indverja eru myndir þessar alls ekki klúrar. Enn fremur reyndu indverskir myndhöggvarar að skýra yfirskilvitlegt eðli æðri vera — og vitundarstig sem æðri eru talin manninum. Guð- inn, sem myndin er af, getur haft fjögur andlit, af því að hann lifir á mörgum tilveru- sviðum i einu. Hann getur haft fjölmörg augu, er tákna vizku hans, en margir handleggir bera mætti hans vitni. Af þessu sést, að hinir indversku myndhöggv- arar hefðu kosið að geta útfært listaverk sin i fleiri en þremur viddum. Á elztu timum byggðu Ind- verjar hús sín úr viði, en allar eru þær byggingar löngu horfn- ar. Búddhatrúarmenn tóku Framhald á bls. 54. 12. TBL. VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.