Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 26
Á HÁTINDI FRÆGÐARINNAR Hér lýkur örn Eiðsson frásögn sinni af tékkneska stórhlauparanum Emil Zatopek. Hann segir frá Olympíuleikunum í Helsinki árið 1952, þar sem Zatopek vann frækna sigra, sigraSi í þremur erfiðustu keppnisgreinum leikanna. Árið 1952 stóð Emil Zatopek á hátindi frægðar sinnar. Þetta ár voru 15. Olympíuleikarnir haldnir í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Fyrsta keppnisdag- inn var keppt í 10 km hlaup- inu. Eftirvænting áhorfenda náði hámarki, þegar hlaupið skyldi hefjast og iiðlega 30 hlauparar röðuðu sér upp í tvö- falda röð á brautinni. Ástralíu- maðurinn Leslie Perry tók að sér forystuna með Rússann Anufrejev. manninn, sem Zato- pek spáði sigri, við hlið sér. Zatopek var 9. maður fyrsta hringinn, en smáfikraði sig fram, þar til hann tók foryst- una, eftir um 2,4 km, af þeim Anufrejev og Perry. Var þá ekki sökum að spyrja, að hrað- inn var aukinn og nú tók að togna úr lestinni. Innan skamms hafði myndazt hópur, sem fylgdi forystumanninum eftir og voru það 8 menn: Mimoun elti Zatopek, _ léttur í spori. Pirie (Bretlandi) hár og glæsi- legur hlaupari, mjög stílfalleg- ur, Perry (Ástralíu), liðlegur hlaupari, en dálítið þungur, Anufrejev (Rússlandi) glæsi- ’egur maður, meðalhár, dökk- hærður, mjög sterklega vaxinn, Sanda (Bretlandi), seigur eins og Breta ber að vera og loks Posti (Finnlandi), sem nú er í betri þjálfun en nokkru sinni fyrr, mjög sterkur hlaupari, en dálítið þungur.. Þessi hópur hélzt í rúman kílómetra, þá slitu þeir Zatopek, Mimoun og Pirie sig frá hinum. Hlupu þess- ir þremenningar 5 km á 14:43 mín., og einum hring síðar hafði Bretinn fengið nóg og lét Tékk- ann og Mimoun sigla. Byrjaði Zatopek nú að ygla ’sig enn meira en hann er vanur, og var þó varla á það bætandi: en allt- af hékk Arabinn litli við hlið hans. Fór þessu fram um hríð; en eftir 7.6 km fór Mimoun að gretta sig og lét Zatopek loksins róa, en hélt þó í humáttina á eftir, hálfskömmustulegur, að því er virtist. Var þó engin ástæða til þess að blygðast sín fyrir að geta ekki fylgt Zatopek, það hefur mörgum reynzt erf- itt. Tími Zatopeks 29:17 var nýtt Olympíumet. Næsti þáttur Zatopeks á Ol- ympíuleikunum 1952 var 5000 m hlaupið, en að flestra áliti vat sú vegalengd full stutt fyrii hann. Það var því búizt við harðri baráttu í þeirri grein. En það yrði ekki i fyrsta sinn. sem slíkt gerðist í 5000 m hlaupi á OL. Hverjir muna ekki eftir keppni Finnans Kolemænens og Frakkans Boudin á OL í Stokk- hólmi 1912. Á síðasta hring skiptust þeir 17 sinnum á um forystu í hiaupinu og loks vann Finnipn á sjónarmun. Frakkan- um Guillemot tókst að hefna ófara lands síns í Stokkhólmi. í Antwerpen 8 árum síðar, er hann vann hinn fræga Nurmi naumlega, og ekki þarf að rifja upp keppni Zatopeks og Reiff á Olympíuleikunum í London 1948. En hlaup það, sem nú skal lýsa fór fram 24. júlí 1952.' Klukkan liðlega hálffimm marséruðu 5000 m hlaupararnir inn á leikvanginn. Var nú að renna upp stund sú, sem allir áhorfendur biðu með óþreyju og sjálfsagt einnig milljónir út- varpshlustenda um heim allan. Hver myndi sigra í þessu hlauþi? Það var fyrsta spurn- ingin meðal fréttamanna á OL. Veðmál voru handsöluð og rabbað um veikleika og styrk- leika hvers og eins meðal kepp- enda. Bretinn Chataway tók fyrst forustuna og hélt henni fyrsta hringinn, sem hann hljóp á 65,8 sek., en þá kom Schade (Þýzka- landi) til sögunnar og hélt hann forustunni hátt á fjórða kíló- metra, nema hvað Zatopek og reyndi að draga úr hraðan- um, en það líkaði hinum ekki. Kvaðst Zatopekhafa varaðÞjóð- verjann við að halda uppi mikl- um hraða í hlaupinu, það myndi draga úr möguleikum hans á að vinna sig, en Schade hefur vist verið hræddur við fleiri og þótt vissara að reyna að losa sig við þá, helzt alla, áður en enda- spretturinn- hæfist. Hljóp Schade 1000 m á 2:47, og voru þá Chataway, Reiff (sigurveg- ari 1948), Mimoun og Theyss næstir, en Zatopek í miðri lest- inni. Hann fór þó brátt að færa sig upp á skaftið, og upp úr þvi að hlaupið var hálfnáð tók að togna á lestinni, sex manna hópur var fyrstur, Schade, Mimoun, Chataway, Zatopek, Reiff og Pirie. Síðan kom 10—15 m bil, og þá var Rússinn Anu- frejev þar í fararbroddi ásamt Perry (Ástraliu), og Sviunum tveimur, Albertsson og Anders- son. Hljóp sextettinn 3000 m á 8:30,4 mín., og var hraðinn í hlaupinu nokkuð jafn, hring- tímarnir flestir i kringum 70 sok. Síðustu hringina var hrað- inn aukinn, og hlupu forustu- mennirnii' 4 km á 11:24,8. Var þá Roiff, sem undanfarið liafði Þrír fræknir sigurvegarar á verðlaunapallinum í Helsinki 1952. I 10 km hlaupinu vann Zatopek, annar varð Frakkinn Mimoun og þriðji Rússinn Anufriev. 26 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.