Vikan


Vikan - 23.03.1972, Page 26

Vikan - 23.03.1972, Page 26
Á HÁTINDI FRÆGÐARINNAR Hér lýkur örn Eiðsson frásögn sinni af tékkneska stórhlauparanum Emil Zatopek. Hann segir frá Olympíuleikunum í Helsinki árið 1952, þar sem Zatopek vann frækna sigra, sigraSi í þremur erfiðustu keppnisgreinum leikanna. Árið 1952 stóð Emil Zatopek á hátindi frægðar sinnar. Þetta ár voru 15. Olympíuleikarnir haldnir í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Fyrsta keppnisdag- inn var keppt í 10 km hlaup- inu. Eftirvænting áhorfenda náði hámarki, þegar hlaupið skyldi hefjast og iiðlega 30 hlauparar röðuðu sér upp í tvö- falda röð á brautinni. Ástralíu- maðurinn Leslie Perry tók að sér forystuna með Rússann Anufrejev. manninn, sem Zato- pek spáði sigri, við hlið sér. Zatopek var 9. maður fyrsta hringinn, en smáfikraði sig fram, þar til hann tók foryst- una, eftir um 2,4 km, af þeim Anufrejev og Perry. Var þá ekki sökum að spyrja, að hrað- inn var aukinn og nú tók að togna úr lestinni. Innan skamms hafði myndazt hópur, sem fylgdi forystumanninum eftir og voru það 8 menn: Mimoun elti Zatopek, _ léttur í spori. Pirie (Bretlandi) hár og glæsi- legur hlaupari, mjög stílfalleg- ur, Perry (Ástralíu), liðlegur hlaupari, en dálítið þungur, Anufrejev (Rússlandi) glæsi- ’egur maður, meðalhár, dökk- hærður, mjög sterklega vaxinn, Sanda (Bretlandi), seigur eins og Breta ber að vera og loks Posti (Finnlandi), sem nú er í betri þjálfun en nokkru sinni fyrr, mjög sterkur hlaupari, en dálítið þungur.. Þessi hópur hélzt í rúman kílómetra, þá slitu þeir Zatopek, Mimoun og Pirie sig frá hinum. Hlupu þess- ir þremenningar 5 km á 14:43 mín., og einum hring síðar hafði Bretinn fengið nóg og lét Tékk- ann og Mimoun sigla. Byrjaði Zatopek nú að ygla ’sig enn meira en hann er vanur, og var þó varla á það bætandi: en allt- af hékk Arabinn litli við hlið hans. Fór þessu fram um hríð; en eftir 7.6 km fór Mimoun að gretta sig og lét Zatopek loksins róa, en hélt þó í humáttina á eftir, hálfskömmustulegur, að því er virtist. Var þó engin ástæða til þess að blygðast sín fyrir að geta ekki fylgt Zatopek, það hefur mörgum reynzt erf- itt. Tími Zatopeks 29:17 var nýtt Olympíumet. Næsti þáttur Zatopeks á Ol- ympíuleikunum 1952 var 5000 m hlaupið, en að flestra áliti vat sú vegalengd full stutt fyrii hann. Það var því búizt við harðri baráttu í þeirri grein. En það yrði ekki i fyrsta sinn. sem slíkt gerðist í 5000 m hlaupi á OL. Hverjir muna ekki eftir keppni Finnans Kolemænens og Frakkans Boudin á OL í Stokk- hólmi 1912. Á síðasta hring skiptust þeir 17 sinnum á um forystu í hiaupinu og loks vann Finnipn á sjónarmun. Frakkan- um Guillemot tókst að hefna ófara lands síns í Stokkhólmi. í Antwerpen 8 árum síðar, er hann vann hinn fræga Nurmi naumlega, og ekki þarf að rifja upp keppni Zatopeks og Reiff á Olympíuleikunum í London 1948. En hlaup það, sem nú skal lýsa fór fram 24. júlí 1952.' Klukkan liðlega hálffimm marséruðu 5000 m hlaupararnir inn á leikvanginn. Var nú að renna upp stund sú, sem allir áhorfendur biðu með óþreyju og sjálfsagt einnig milljónir út- varpshlustenda um heim allan. Hver myndi sigra í þessu hlauþi? Það var fyrsta spurn- ingin meðal fréttamanna á OL. Veðmál voru handsöluð og rabbað um veikleika og styrk- leika hvers og eins meðal kepp- enda. Bretinn Chataway tók fyrst forustuna og hélt henni fyrsta hringinn, sem hann hljóp á 65,8 sek., en þá kom Schade (Þýzka- landi) til sögunnar og hélt hann forustunni hátt á fjórða kíló- metra, nema hvað Zatopek og reyndi að draga úr hraðan- um, en það líkaði hinum ekki. Kvaðst Zatopekhafa varaðÞjóð- verjann við að halda uppi mikl- um hraða í hlaupinu, það myndi draga úr möguleikum hans á að vinna sig, en Schade hefur vist verið hræddur við fleiri og þótt vissara að reyna að losa sig við þá, helzt alla, áður en enda- spretturinn- hæfist. Hljóp Schade 1000 m á 2:47, og voru þá Chataway, Reiff (sigurveg- ari 1948), Mimoun og Theyss næstir, en Zatopek í miðri lest- inni. Hann fór þó brátt að færa sig upp á skaftið, og upp úr þvi að hlaupið var hálfnáð tók að togna á lestinni, sex manna hópur var fyrstur, Schade, Mimoun, Chataway, Zatopek, Reiff og Pirie. Síðan kom 10—15 m bil, og þá var Rússinn Anu- frejev þar í fararbroddi ásamt Perry (Ástraliu), og Sviunum tveimur, Albertsson og Anders- son. Hljóp sextettinn 3000 m á 8:30,4 mín., og var hraðinn í hlaupinu nokkuð jafn, hring- tímarnir flestir i kringum 70 sok. Síðustu hringina var hrað- inn aukinn, og hlupu forustu- mennirnii' 4 km á 11:24,8. Var þá Roiff, sem undanfarið liafði Þrír fræknir sigurvegarar á verðlaunapallinum í Helsinki 1952. I 10 km hlaupinu vann Zatopek, annar varð Frakkinn Mimoun og þriðji Rússinn Anufriev. 26 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.