Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 41
Það brakaði í eldinum. Vél- in trekkti vel. Gérard var með málningarpensil í hendinni. Hann gekk tvö skref aftur á bak, til að virða fyrir sér litar- sýnishorn á veggnum, gulan og bláan ferning. — Jæja? spurði hann. — Hvað finnst þér? Daniéle svaraði ekki strax. Hún sat á kolli við eldavélina, eins nálægt og hægt var. Hún var óróleg og miður sín. Það var greinilegt að hún gat ekki tekið þessu ástandi á sama hátt og Gérard. — Jæja? endurtók Gérard. — Þennan bláa, sagði Dani- éle. Rödd hennar kafnaði í kok- inu. Gérard sneri sér við og virti hana fyrir sér. Hún leit undan. Hún vissi að hún átti að segja eitthvað, eitthvað skemmtilegt . . . — Ertu að hugsa um að flytja hingað? spurði hún og kreisti fram bros. — Já, einmitt! sagði Gérard glaðlega. — Getur þú ekki saumað gluggatjöld fyrir mig? — Þú ert geggjaður! — Nei, sagði Gérard, — ég er hamingjusamur. Hann fleygði frá sér penslin- um og gekk til Daniéle til að kyssa hana. Hún stritaði ekki á móti. — Ég get ekki gleymt lög- regluþjónunum, tautaði hún. — Heldurðu að þeir láti þig í friði hér? — Það kemur á daginn! sagði Gérard. Hann losaði trefilinn, sem Daniéle hafði um hálsinn. Hendur hans þreifuðu leitandi um líkama hennar. — Nei, Gérard, nei . . . sagði hún. Rödd hennar var biðjandi. Gérard sleppti henni og dró sig hikandi í hlé. — Hvað er að þér? — Ég var rétt að segja þér það. — Hvað? Þetta með lög- regluþjónana? Daniéle kinkaði kolli, en hún leit ekki á hann. Eitt andar- tak varð hann ofsareiður á svip, en svo Ijómaði hann upp aftur. Hann lofaði sjálfum sér að frá og með þessari stundu skyldi ekkert geta haft áhrif á geð hans. Hann brosti. — Á ég að segja þér eitt, sagði hann glettnislega, — ég hefði viljað láta þá standa mig að verki. Daniéle hristi höfuðið. Henni varð óglatt við tilhugsunina. Óvænt hljóð kom henni til að hrökkva við. - Hvað er þetta? spurði hún hræðslulega. Gérard opnaði dyrnar. Kött- ur skauzt framhjá honum. - Þetta er ekkert. sagði hann en rödd hans var ekki eins glaðleg. — Þetta var bara köttur . . . Þú þekkir þá? — Fyrirgefðu, sagði Daniéle. Gérard lokaði dyrunum og sneri svo baki að þeim. — Ég hef það alltaf á til- finningunni að njósnarar séu á hælum okkar, sagði unga kon- an. — Það hef ég ekki, sagði Gérard. —■ Þú veizt að ég á bágt með að skríða í skúmaskotum, sagði Daniéle. — Ég verð að vera frjáls, verð að geta sagt það sem ég vil . . . Þessar skepnur, hugsaði Gér- ard. Þau leggja ekki hendur á okkur, en þau forpesta loftið í kringum okkur. Jæja, fjand- inn hafi það, þá er bezt að berj- ast! Hann tók fast í axlir hennar, eins og maður, sem hefur ekki hugsað sér að sleppa því sem hann hefur einu sinni náð í og tilheyrir honum. —• Mér líður alveg ágætlega hér, fullvissaði hann hana um. Daniéle virti hann fyrir sér og skammaðist sín fyrir að hafa truflað gleði hans. — Vinur minn, tautaði hún, — lofaðu mér að minnsta kosti einu . . . — Hvað er það? — Að ég þurfi ekki að koma aftur hingað. Gérard varð undrandi. Hon- um hafði tekizt svo vel að leika kæruleysið og lagt sig svo fram, að hann gat ekki sett sig inn í þessa angist, sem Ðaniéle var greinilega yfirkomin af. — Ef þú vilt það ekki, en þá getum við næst hitzt á veit- ingahúsi. Og í þessu tilefni, las réttar- ritarinn, bið ég um að þetta ákæruskjal verði fengið frú Daniéle Guénot í 'hendur. í því er þess krafizt að . . . Hann stóð hjá ákærandanum, sem sat í stórum stól bak við ,skrifborðið. Hinum megin við skrifborðið sat herra Leguen og reyndi að vera sem virðu- legastur í tilefni af alvöru stundarinnar. Það var engu líkara en að hann væri við- staddur helgiathöfn. . . . krafizt að henni verði hengt eftir 354. grein hegning- arlaganna, sem fjalla um refs- ingu við því að fleka unglinga til fylgilags við sig . . . Ritarinn hætti að lesa, án þess að lækka raustina og rétti ákæruskjalið til ákæranda, sem svo ýtti því yfir borðið til bók- salans. — Skrifið undir þarna . . . Herra Leguen tók upp sinn eigin penna og nú flaug hugur hans inn á aðrar og ekki eins hátíðlegar brautir. Nú gat hann loksins saumað að þessum barnaræningja, þessu flagði. Nú var það hann, Leguen, sem krafðist réttlætis í nafni lag- anna. Hann skrifaði nafn sitt með ánægjubrosi. Veitingahúsið var lítið og notalegt. Eigandinn kom sjálf- ur til Daniéle og Gérards. — Viljið þið ekki fá ein- hvern notalegan krók? sagði hann með föðurlegum svip. — Þvert á móti, sagði Dani- éle, — við viljum helzt fá borð þar sem við getum sýnt okkur og séð aðra. Eigandinn fylgdi þeim að litlu borði við gluggann. Veðr- ið var yndislegt. Daniéle var í góðu skapi og naut þess að sitja við gluggann og horfa á sólina. — Ertu ánægð núna? spurði Gérard, án þess að nokkurrar tortryggni gætti í rödd hans. —■ Já, fullkomlega ánægð. Gérard hló, áhyggjulausum hlátri. — Svo þér líður betur, ef við hittumst á almannafæri? Stúlkan kom með könnu af víni og setti hana á borðið. —- Hér kann ég við mig, sagði Daniéle. — Hér er þó fólk í kringum okkur . . . Hún lagði hönd sína blíð- lega yfir hönd hans. —- Hér er fólk sem ekkert er að fetta fingur út í það að við séum saman. Þannig lang- ar mig til að lifa lífinu, ekki að vera í felum . . . - Ég skil, sagði Gérard. — Vilt þú hella í glösin? Gérard skenkti glas hennar fullt. — Meira, sagði hún. Það flaut yfir barmana og vínið rann út á dúkinn. Dani- éle horfði á vínblettinn. Hún hrökk við, þegar Gérard hætti að hella. Hann leit undrandi á hana. — Þetta er eins og í einni af bókum Rilkes, sagði hún. — Gamall riddari hellir víni í glas konu sinnar. Hún hafði reitt hann til reiði og hann hellir og hellir . . . og fíni, hvíti dúkurinn verður rauður af víninu . . . Er þetta ekki fallegt? — Hef ég þá reitt þig til reiði? spurði Gérard Daniéle fór að hlæja. — Þú? Nei, þú hefur ekki reitt mig til reiði. En það hef- ur samfélagið gert, það neyðir okkur til að lifa í skugganum . . . Þegar svo einfaldlega er hægt að búa í sólinni . . . Hún deplaði augunum og það var eins og spennan hyrfi af ásjónu hennar. Gérard virti hana fyrir sér, en hann fann líka einhvern óljósan óróleika og hann vissi ekki hvernig hann átti að verja hana fyrir því sem ógnaði þeim. En sem betur fer, getur það ekki orðið verra, hugsaði hann. Rétt hjá bragganum, sem nú Framhald á bls. 63 12. TBL. VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.