Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 40

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 40
Ást hennar var afbrot Framhaldssaga eftir Pierre Duchsne 4. hluti Þau voru á stöSugum flótta og urðu að dylja ást sína fyrir umheiminum í skugga lagagreinar númer 345 í refsilögunum, þeirri grein sem bannar fullorðnum að tæla unglinga... Daniéle var óróleg, hún gat ekki verið eins áhyggjulaus og hann. — Hvað á þetta allt að þýða? spurði Gérard. Hann var mið- ur sín og reiður. Allt sem hann hafði þráð í heilan mánuð var nú eyðilagt. Hann gat varla horft framan í Daniéle. Sárs- aukasvipurinn á ásjónu henn- ar var meira en hann gat af- borið. Hann varð að skilja hjólhest- inn eftir. Þau voru flutt á lög- reglustöðina í lögreglubíl, þar sem þreytulegur lögreglufor- ingi spurði þau í þaula og skrifaði mikið niður. Allt í einu var hurðinni hrundið upp og inn kom lög- regluþjónninn, sem sat vörð yf- ir Gérard. Hann gekk beint til Daniéle. — Jæja, mín náðuga frú. Fjarlægðir virðast ekki hindra yður mikið. Þér gátuð ekki látið piltinn í friði, þurft- uð að elta hann uppi! Daniéle starði undrandi á manninn. Ó, hve hún hataði hann, og þó, hún gat reyndar ekki hatað hann, það eina sem hún skynjaði var viðbjóður og einhver óljós löngun til að flýja, fara eitthvert — langt í burtu og fá að vera ein, að sofa . . . að deyja . . . Gérard fann þetta á sér. — Nú er nóg komið, sagði hann. —• Hvað viljið þið okkur eig- inlega? — Ég vil að vilji föður þíns sé virtur, þú hefur ekki leyfi til að hitta frú Guénot, sagði maðurinn. — Annaðhvort kem- ur þú með mér til heimavist- arskólans, eða þessir herrar, og hann benti á lögregluþjónana, — fylgja þér heim til föður- húsanna. Gérard var viðutan og áður en hann gat sagt nokkurt orð, greip Daniéle fram í: — Vertu að minnsta kosti kyrr þar til jóla, Gérard, tautaði hún. Gérard varð greinilega að taka á því sem til var, til að halda sér rólegum. —■ Ég geri eins og þú vilt, sagði hann með svo lágri rödd að það heyrðist varla til hans. Hann sneri sér að henni, eins og hann ætlaði að faðma hana. — Farðu ekki í kvöld, reyndu að sofa svolítið. — Þú líka. Gæzlumaður hans beið og hafði ekki augun af þeim. Gér- ard sendi honum reiðilegt augnaráð, áður en hann sneri sér í síðasta sinn að Daniéle. — Við sjáumst, sagði hann ögrandi. Hann gekk svo út úr lögreglustöðinni, án þess að virða lögregluþjóninn viðlits. Hann varð að hlaupa til að hafa við Gérard. Dyr heimavistarskólans lok- uðust að baki Gérards á ný. Dagar og vikur liðu og í hvert sinn sem pósturinn kom, vakti það með honum nýja von, sem hjaðnaði í sömu svipan. Að lokum skildi hann það á vand- ræðalegum svip umsjónar- mannsins að það var ekki til þess ætlazt að hann fengi bréf. Þau voru tekin úr bréfunum þegar pósturinn kom. Örvænting hans jókst stöð- ugt og eina nóttina gat hann ekki haldið þetta út lengur ... Umsjónarmaðurinn gekk framhjá rúmunum. Nemendur voru allir í fasta svefni. Gér- ard lá með lokuð augu og and- aði djúpt. Þegar hann var viss um að kennarinn kæmi ekki strax aftur, settist hann upp, fleygði af sér ábreiðunni og fór fram úr rúminu. Hann klæddi sig í flýti í myrkrinu og hafði gát á öllu í kringum sig. Svo smeygði hann sér hljóð- lega út með skóna í hendinni. Það var algert myrkur alls stað- ar í húsinu. Þegar hann var kominn gegnum ^íðustu dyrn- ar, fór hann í skóna. Honum varð kalt í svölu næturloftinu. Himinninn var stjörnubjartur og í fjarska sá hann jökulkrýnd fjöllin. Gérard tók mið og stökk. Hann náði taki á múr- brúninni og hóf sig upp. Það var hræðilegt átak. Hann var ekki eins sterkur og hann hafði verið, en reiðin veitti honum þann styrk, sem á vant- aði. Hann kom niður á gang- stéttina fyrir utan og tók til fótanna . . . Yfir dyrunum hékk stórt skilti: MAHLERBE byggingameist- ari. Og fyrir ofan þakið gat hann greint kirkjuturnana á dóm- kirkjunni í Rouen. Gérard hikaði andartak, áð- ur en hann hringdi dyrabjöll- unni. Sem betur fór þekktu foreldrar Marcs hann ekki. Ef annaðhvort þeirra opnaði, þá gat hann sagt að hann væri að villast. Hann strauk hökuna með skeggbroddunum. Hann hafði ekki rakað sig í tvo sólar- hringa og hann var líka alveg svefnlaus. Hann var þreyttur og óhreinn. Dyrnar voru opnaðar og Gér- ard létti ótrúlega mikið, þeg- ar hann sá að það var Marc, sem kom til dyra. Marc lyfti brúnum. — Sæll, sagði Gérard, geturðu falið mig einhvers staðar? Marc hafði áður gortað af því að hann hefði „möguleika". Hann átti svolítið erfitt með að átta sig, en svo klóraði hann sér í höfðinu og tók fljótt við sér. — Ertu á flótta? spurði hann. Gérard kinkaði kolli. Marc var hugsandi. Svo sagði hann: ■— Farðu þarna til hægri. Hann benti. — Svo kem ég. Gérard kinkaði kolli og lagði strax af stað. Hann var búinn að ganga í kortér eða svo, þeg- ar hann heyrði í einhverri vél og það vakti hann upp af þung- um þönkum. Þetta var Marc á mótorhjóli sínu. Hann hemlaði við hliðina á Gérard. — Setztu fyrir aftan mig. Gérard settist á bögglaber- ann, og þau þutu gegnum út- hverfin. Svo beygði Marc inn á malarveg, þar sem þung ökutæki höfðu markað djúp hjólför. Það var rétt svo að unglingarnir tveir gátu haldið sér á hjólinu, en þeir hlógu til að dylja taugaóstyrkinn. Vegurinn endaði í grjót- námu og rétt hjá var timbur- braggi. — Þarna sérðu, sagði Marc. — Heldurðu að ég geti ver- ið hér? — Eins lengi og þú vilt. Það er ekki unnið lengur hér í grjótnámunni. Marc gekk að bragganum og opnaði dyrnar, sem lágu inn í herbergi, sem var sparlega bú- ið húsgögnum. Þar var trérúm,. borð og eldavél. .— Hér er meira að segja reykháfur, sagði Marc og klappaði á rörið frá eldavél- inni. Hann losaði sig við pokann, sem hann hafði borið á öxl- inni og tók upp úr honum allt það sem hann hafði haft með að heiman og þorað að taka úr ísskápnum: Pylsubita, nokkrar sneiðar af svínakjöti, yoghurt, eina mjólkurdós og nokkrar dósir af niðursuðu. Svo leit hann í kringum sig. Jæja, þá ætla ég að þjóta — Reyndu að ná í Daniéle og segðu henni að ég sé hér. — Já, og svo ætla ég að reyna að ná í ábreiðu handa þér. — Reyndu að ná í tvær . . . sagði Gérard lágt. Marc yppti öxlum og fór. Hann skellti á eftir sér. Gér- ard heyrði þegar hann ræsti vélina og ók af stað. Honum var kalt. Hann langaði til að leggja sig, en varð að láta sér hitna fyrst . . . 40 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.