Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 12
TÖF KOSTAR OFFJÁR Útvegsmenn og skipstjórar 011 töf vegna bilana dýrra atvinnutækja kostar offjar, og er því augljóst aö skjótt þarf úr aö bæta. FLUGSTOÐIN H.F. hefur fjölbreyttan flota góöra og öruggra flugvéla, sem geta leyst sllkan vanda meö þvl aö koma nauösyn- legum varahlutum eöa viögeröarmönnum á vettvang, sé flug- völlur nærri og veöur hamlar ekki. Flugvélar okkar hafa öll tæki til blindflugs, og flugmenn okkar eru þaulreyndir. Athygli skal vakin á, aö fáist varahlutir ekki hér á landi, getum viö sótt þá til nærliggjandi landa á nokkrum timum, og þannig sparað yöur mikinn tíma og útgjöld. Leitiö upplýsinga. Viö svörum öllum beiönum strax. Aðeins flugvélin fær betri þjónustu en þér. ííSmil ÚR EIK TEAK oc palesander ÓENDANLEGIR MÖGULEIKAR Húsgagnaverslun <} Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SIMI 11940 Dósturinn STÓLARNIR HANS JÓNS Kæri herra Póstur! En þu ert örugglega herra, sé þaö á svörum þinum, engin kona eða móðir myndi svara eins og þú gerir, þess vegna ert þú karlkyns i minum augum. En nú kem ég að efninu. Ég var aö lesa 16. tbl. Vik- unnar, er ég sá nokkuð, sem gladdi augu min, en það eru stól- arnir, sem Jón Hákon og frú sitja i á myndunum. Ég er lengi búin að leita að svona eða likum stól- um, en hef hvergi getað náð i þá. Ef til vill hef ég ekki getað lýst þeim nógu vel til að fá út það, sem ég meinti, en sem sagt, eru þessir eða svipaðir stólar eða grindur til i Reykjavik, og gætir þú herra Póstur, komist að þvi fyrir mig? Með bestu þökkum og von um fyr- irgreiðslu, Skagakvinna. E.s. Eru margar villur i þessu pári? Hvað er ég gömul, og hvað lestu úr skriftinni? Ég vilendilega, að þú rökstyðjir grun þinn um kynferði minnar æruverðugu persónu, ég hef nefni lega af öllum mætti rembst við að vera hlutlaus á alla enda og kanta og langar mikið til aö vita, hvern- ig þú kemst að þinni niöurstööu — án þess ég vilji upplýsa, hvort sú niðurstaða er rétt. i staðinn skal ég segja þér, að ég veit ekkert, hvar þau Aslaug og Jón Hákon keyptu sina fallcgu stóla, en mér hefur tjáð einn æstur forngripa- safnari — eða að minnsta kosti aðdáandi — að mjög svipaðir stól- ar fáist i forngripaverslun i Reykjavik og kosti um 60 þús. kr. stykkið. Verslunin heitir Kjör- gripir og er i Bröttugötu 3 b, svo nú er bara að skella sér I bæinn með Akraborginni og iita á grip- ina, ef þeir eru óseldir enn. 1 pár- inu þinu voru hreint engar villur, og ég get mér þess til, að þú sért 27 ára gömul og ákveðin, svo jaðrað geti við þrjósku. Það get- ur lika verið kostur svona við og við. FJÖLBRAUTASKÓLl N N Kæri Póstur! Nú spyr ég þig nokkurra spurn- inga, og mig vantar svo sannar- lega svör við þeim. 1. Hvar á landinu verða starf- andi fjölbrautaskólar næsta vet- ur? 2. Hvaða aldur þarf til aö kom- ast inn i hann og hvaða lágmarks- einkunn? 3. Er skólinn undirstaða fyrir menntaskóla, versló eða svoleið- is? 4: Hvað er maður lengi i þess- um skóla til að klára hann? 5. Er ég örvhent eða ekki? 6. Hvort er ég strákur eða stelpa? 7. Hvað merkir nafnið Hjörtur? 8. Hvaða merki passa best við nautsmerkið? 9. Hvernig er skriftin, og hvaö er ég gamall / gömul? Hvorugkyn. Eiginlega ætti ég alls ekki að svara þessu nafnlausa bréfi, þvi það er fullt af bulluspurningum um hluti, sem bréfritari veit ó- sköp vel sjálfur og svörin ekki til annars en skemmta honum ein- um. En þú spyrð þarna um merkilega nýjung i fræðslukerf- inu, scpi vert er að veita upplýs- ingar um. Og hér koma þá svörin við fjórum fyrstu spurningunum: Næsta haust tekur til starfa fyrsti fjölbrautaskólinn á islandi. Veröur hann I Breiðholtshverfinu I Reykjavfk, og skólastjóri hefur verið ráðinn Guðmundur Sveins- son fyrrum skólastjóri Sam- vinnuskólans I Bifröst. Þeir, sem lokiö hafa prófi i 3. bekk gagn- fræðaskóla, eiga rétt á inngöngu i þennan skóla, en ekki hefur enn verið ákveöiö um lágmarksein- kunnir. i fjölbrautaskólum á að vera hægt að læra alit, sem hug- urinn girnist, skrifstofustörf, iðn- nám, hjúkrunarnám, verslunar- störf, menntaskólafög o.s.frv., og nemendur stunda námið I önnum og einingum og útskrifast eftir mislangan tima, eftir þvf hvað þeir leggja fyrir sig. Það má t.d. búast við þvi, að skrifstofufólk og afgreiðslufólk útskrifist eftir 1—2 vetur, iðnnemar eftir 3-4 vetur, stúdentar eftir 4 ára nám, svo eitthvaö sé nefnt. Aðalkosturinn við nám i fjölbrautaskóla verður sá, að nemandi á hvergi aö lenda á blindgötu. Hafi hann byrjað á einhverri braut, en vill svo gjarna skipta yfir á aðra siðar, er svo til hagað, að hann þurfi ekki að byrja aftur frá grunni, heldur geti að talsveröu leyti nýtt sitt fyrra nám, tapi sem sagt sem minnst- um tíma, þrátt fyrir sinnaskiptin. Þetta veröur aö nægja I bili um fjölbrautaskólann, en margir telja hann einmitt framtiðar- skipuiagið f fræöslumálunum. 5. Sjálfsagt ertu það, annars spyrðirðu varla að þvi. 6. Stelpa, annars segirðu örv- hentur. 7. Ifjörtur er dýrsheiti. 8. Naut, jómfrú, vog, fiskur. 9. Skriftin er ekki sem verst, en þú mættir vanda fráganginn meira. Sennilega ertu 15 ára eða svo. NIDUR A NAFLA! Virðulegi Póstur! Sem betur fer hrjáir mig hvorki ólæknandi ástarsorg né annað i þeim dúr, enda er ég eflaust orðin of gömul fyrir svo ægileg hjarta- sár, sem blessaðir ungu drengirn- ir veita ungu stúlkunum. En min- 12 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.