Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 22
Sei sei jii, hvort hann mundi ekki eftir ungfrii Russo. Aður en hiin var myrt? Já já, hann mundi, þegar hiin flutti inn. I fyrstu var hiin á stöðugum stefnumótum, en sjaldan með sama manninum. En svo var hiin alveg hætt þvi — nema kvöldið, sem hún var myrt. „Gætirðu lýst fyrir okkur atburðum kvöldsins?” spurði Hoff. ,,t>aö er nú ekki frá mikíu að segja. Um sjöleytið fór Russo með konu og tveim körlum, sem sóttu hana i leigubil.” „Hafðirðu séö það fólk áður?” spurði Hoff, „Nei herra minn.” Nora reyndi aö hjálpa honum. „Ég býst við að annar mannanna hafi komið út úr bilnum og hleypt Russo inn. Gætiröu lýst honum?” Titus hleypti i brúnirnar. „Þetta var roskinn maður, of gamall fyrir hana. Snurfussaöur. Ég var hissa á, að ungfrú Russo skildi vera að fara út með svo- leiöis manni. Sjálfsagt hefui vinkona hennar fengið hana til þess — hún var i essinu sinu. Enda sá ég það á Russo, þegar hún kom heim, að hún hafði ekki skemmt sér.” „Komu þau öll heim saman?” „Já, i leigubil. Karlinn vildi endilega fara inn með ungfrú Russo, meðan hin biðu. Ég sá að hann veifaöi til þeirra. Ég gerði ráð fyrir, aö þau hefðu hugsað sér að fara, ef hann kæmi ekki strax út aftur.” „Og geröi hann þaö?” „Fljótlega, en þá voru vinir hans farnir.” Frank Titus glotti. „Um hvaða leyti var þetta?” „Rétt áður en ég hætti á vakt. Þegar klukkuna vantaöi fimmtán mfnútur i tólf.” Tveir timar höfðu liöið, þar til moröið var framiö. „Þetta var ágætis manneskja”, sagði dyravörðurinn ótilkvaddur, „almennileg og heiðarleg. Ef hún hefði ekki... ef hún heföi bara látið hann fara sinu fram.” Frank Titus virtist bæöi hygg- inn og vorkunnlátur. Nora sýndi honum mynd af Dana. „Hefurðu séö þennan mann fyrr?” „Nei, frú mln.” Aö sjálfsögðu var myndin af Dana eins og hann leit út nú. Þá hafði hann verið ljóshærður, og likskoðunin hafði leitt i ljós, að Russo hafði hárreitt ljóshærðan mann. „Var annar hvor mannanna ljóshærður’” Titus hristi höfuðið. Jæja, Bobby,eigum við þá ekki al ^núa okkur að leigjendunum?” Nora var með lista yfir það fólk, ser.i hafði verið yfirheyrt I upphafi. en baröi samt markvisst að dyrum til þess eins aö komast að þvi. hvaða fjölskyldumeðlimur hafði orðið fyrir svörum. A þriðju hæö var það Benjamin nokkur Roce. Kona kom til dyra, ung dökk- hærö, þegar búin að mála sig. „Eruð þér Amanda Roce?” „Ég var rétt ófarin út.” „Reyndar ætlaði ég aö ná tali af tengdaföður yöar.” „Hann er ekki inni. Og ef þetta er út af vesalings stúlkunni, sem var myrt... þá hefur hann sagt það sem hann veit, sem var nú engin býsn. Hann var ekki sá eini, sem heyrði ópin — af hverju ekki aö tala viö einhvern annan? Hana nú! Yður hefur tekist að vekja bamið! ” „Ég kem aftur I kvöld frú Roce. Ef tengdafaðir yðar vill ekki tala viö mig, þá læt ég þar við sitja.” Nora kvaddi og fór. Hún gekk fram ganginn, en nam svo staðar. Fjandskapur konunnar virtist alveg tilefnis- laus. Forvitni Noru var vakin. Gamli maöurinn hlaut aö koma á hverri stundu, annars kæmist konan ekki út, og ekki gat hún skiliö bamið eftir gæslulaust. Nora fékk hugmynd Hún kallaði á lyftuna. „Er ekki þvottahús einhvers staöar?” spurði hún lyftuvörðinn. ,Jú”. „Ætli þú vildir ekki fara með mig þangað?” Eina veran I þvottahúsinu var lágur, þéttvaxinn og einmana- legur maður, aldraður. „Halló!” sagði Nora. Hann leit við. „Halló”. Hún vildi ekki raska ró hans með þeirri kuldalegu kynningu að hún væri frá lögreglunni. „Ég er að svipast um. Ég heiti Nora Mulcahaney”. „Benjamin Roce,” svaraði hann. „Ertu aö hugsa um að flytjast hingaö?” spurði hann áhugalaust. Hún kinkaöi kolli. „Eru ekki Ibúarnir ágætis fólk? „Viö erum ekkert frábrugöin öörum borgarbúum — við búum að okkar.” „Mér finnst New Yorkbúar ágætis fólk. Raunar geta þeir átt það til að vera hreint indælir, þegar maður þarf á hjálp að halda.” „Sagöi Jarman þér ekki, að það var ráðist á unga konu fyrir þrem mánuðum slðan?” „Er það?” „Henni var nauðgað, og svo var hún myrt. Fjöldi manns heyrði i henni hljóðin, en enginn gerði neitt.” „Af hverju hringdirðu ekki á lögregluna?” Benjamin Roce leit upp og augun flóðu. „Ég hef hringt á lög- regluna einu sinni áður — út af Gorgan fólkinu. Þau drekka mikið og eru þá i sífelldum áflogum, sem enda meö því, að hann lemur hana í klessu. Hún orgar og gólar. Einu sinni var mér alveg nóg boðið, og ég kvartaði. Þegar svo lögreglan kom, var allt af staðið. Þau hótuðu að lögsækja mig. Ég vissi, að i þetta skipti voru það ekki þau.Ég heyrði ópin allan tlmann og ég hefði haft nógan tima til að hringja. En mér fannst ég ætti að láta son minn og tengdadóttur vita. Ég vildi ekki, að Amanda yrði' reið, og þvi bankaði ég á svefnherbergis- dyrnar hjá þeim og vakti þau. Ég fékk þau til að koma inn I mitt herbergi, svo að þau gætu sjálf heyrt. Þá fann hún reykingalykt og fór að skamma mig fyrir að reykja I rúminu. A meðan viö rifumst hættu ópin.” Hann þagði andartak. ,,A meðan við rifumst dó Frannie.” Daginn pftir, þegar við fréttum af þvl, vildi ég gefa mig fram við lögregluna. Páll sonur minn var á sama máli, en hún hélt því fram, að við heföum frá engu að segja. „Til hvers væri það?” spurði hún slfellt.” „Þekktirðu Frances Russo vel?” Roce brosti feimnislega. „Við sátum oft saman hér niðri á laugardögum. Stundum töluöum viö bara, en stundum spiluðum við. Við spiluðum upp á penny og settum vinningana I sjóð"f Þegar við höfðum nóg, fórum við út að „ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU” kemstu langt • • • NR. 1 f SPARAKSTURSKEPPNI. í sparaksturskeppni íslenzka bifreiða- og vélhjólaklúbbsins 20. okt. 1974, var SAAB 99 fyrstur í V. fl. vélarstærð 1901—2200 rúmcm. með 0.631. á lOO km. NR. 1 í SPARAKSTURSKEPPNI. í Sparaksturskeppni íslenzka bifreiða- og vélhjólaklúbbsins 20. okt. 1974, var SAAB 96 fyrstur í III. fl. vélarstærð 1301—1600 rúmcm. með 5.20 I. á lOO lcm. „ORYGGI FRAMAR OLLU BJORNSSON SKEIFAN 11 SIMI 81530 22 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.