Vikan


Vikan - 01.03.1984, Qupperneq 31

Vikan - 01.03.1984, Qupperneq 31
 * ★* * * & ★ %&*íí Það er alltaf spennandi að lesa stjörnuspár, hvort sem menn þykj- ast trúa á þær eða ekki. En stundum er dáiítið ruglandi að iesa eitt hér og annað þar, og síst tii að gefa mönnum trú á þær. Hér er ekki iagður dómur á sannleiksgildi stjörnuspáa heidur iitið á stjörnuspár sjö eriendra stórblaða (frá Norðurlöndum, Englandi og Þýskalandi), sum- ar merktar spekingum, aðrar ómerktar. Sjö spár fyrir árið 1984 voru kannaðar og skemmst frá því að segja að aðeins ein var með öllu á skjön við hinar. Henni var umsvifalaust hent en tekið úr hinum það helsta. Og viti menn, í þeim mátti greina mjög ákveðna línu í hverju merki þannig að niðurstaða ýmissa stjörnuspekinga virðist keimlík og frekar áherslumunur en hreint ósamræmi ef frá er talin spáin eina sem engin glóra var í. Þeir sem telja gang himintunglanna hafa áhrif á líf og tilveruna fá hér nokkuð samræmda niðurstöðu á túlkun margra stjörnuspekinga, og hinir geta kíkt á þetta í laumi. * <21. mars—20. april) Hrúturínn Þetta ár verður mun betra og léttara fyrír hrútana en undanfarín ár. Þaö verður ekki viðburðaríkt en afskaplega þægilegt og ýmislegt amstur og óþægindi virðist að mestu vera að baki. Hugmyndir og hæfileikar fá að njóta sín prýði/ega án þess að átök eða hamagangur só i kringum það. Hrúturinn er nú samt samur við sig og vill drífa i hinu og þessu. Þar eru ekki teljandi hindranir og heldur engir stórsigrar, gætu þó orðið nokkrir umtalsverðir smáir. Það eina sem háir hrútnum verulega er að hann á ekki létt með að taka gagnrýni og hættir til hroka. En á það reynir litið á árinu. Heilsufarið verður yfiríeitt gott, þó er rétt að fara sér hægt i vor, þá gætu komið upp smávandamál með heilsuna. Einhver leiðindi gætu orðið i sambandi við fjöl- sk yldum eðlimi sem eru verulega yngri eða eldri en hrútarnir i fjölskyldunni. Yfiríeitt ber spám saman um það sem hér er á undan rakið en vert er einnig að geta þess að ein þýsk spá, sem yfiríeitt er i takt við aðrar spár i hinum merkjunum, gerir ráð fyrir eril- sömu og á margan hátt erfiðu ári hjá hrútum. Þess er vert að geta. Fáar spár nefna bestu eða verstu mánuði en þó eru vormánuðirnir sums staðar taldir bestir en það á helst við um ástir og á betur við næsta kafla. Ástir og fjölskylda: Það er athyglisvert hve margar spár gera ráð fyrir að ungir hrútar gangi í hjónaband fyrri hluta ársins. Ástalíf ætti að verða blómlegt hjá hrútum i ár og sum blöð te/ja þetta sérstaklega eiga við um konur i hrútsmerkinu. Fartin i ástalifinu er he/st bundin við haust- og vetrarmánuðina og það á jafnt við um gifta sem ógifta hrúta. Rótt er að geta þess að þrátt fyrir fjöríegt ástalíf geta heimildir engra hliðarspora og hrútarnir virðast vera tryggir og trúir alltárið, en samt upplifa heilmikið fjör. Hjónabönd hrúta ættu að verða með besta móti þetta árið, nema hvað á reynir i sambandi við aðra fjölskyldumeðlimi. Og það ætti nú að gleðja ein- hverja hrúta að sumar spár búast við að hrútarnir komist í ferðalög, ekkisíst fjölskyldu-hrútar. Fjármálin og vmnan: Fjármálin verða hrútum varía mikið vandamál i ár frekar en annað en sumar heimildir geta þess þó að nú só meira en tímabært fyrir hrútana að koma sór niður á ákveðna stefnu i fjármá/um. Þar virðist sam- kvæmt einni heimild vera i gangi tvenns konar stefna. Mæ/t er eindregið með að búa i haginn fyrir komandi ár, i þeim spám sem á annað borð hirða um fjármálin. í atvinnu eru engar fréttir/góðar fróttir. Fáir hrútar breyta um vinnu í ár en hins vegar mun vinnuálag léttast á sumum þeirra. Það á þó ekki við um vorið, samkvæmt sumun\ heimildum, enda mun það þyngsta árstiðin fyrir hrúta i ár. <21. apríl—20. maí) Nautið Það væri æskilegt að nautið gæti gefið sér tima ti! að lótta af sér oki skyldunnar i upphafi árs og taka sór fri eða að minnsta kosti að lótta á sór. Þetta álag er að vissu leyti sjálfskapað. Þetta er meginatriði og það eina sem öllum spám ber saman um fyrir árið 1984 og nautið. Svo virðist sem þetta sé fram- kvæmanlegt en þá getur það sett strik i reikninginn að nautið sé ekki tilbúið að þiggja fríið og haldi áfram að streða. Óhóf i ö/lu er varasamt á þessu ári, um það virðist nokkurn veginn eining i heimildum og ein nefnir sérstak/ega mat og drykk. Það mun eitt og annað markvert geta gerst i ævi nauta i ár. Staða nauta i samfélaginu mun styrkjast veru/ega og þau naut sem sækjsr eftir áhrifum munu geta komist i lyki/aðstöðu. Hagsýni nauta mun borga sig á árinu. Þó er ekki vist að allt gangi sem áæt/að er í mars og april. Gert er ráð fyrir mjög góðu ári heilsufarslega hjá nautum. Liklega munu hagir nauta breytast nokkuð á árinu og ýmislegt bæði utanaðkomandi og hjá þeim sjálfum va/da því. Ástir og fjölskylda: Sterk og traust sambönd setja svip A ástalif nauta iár. Sum munu fara i föst sambönd i vor eða sumar. Þeir sem eru ákveðnir i að binda sig ekki á árinu standa við það. Stöðugleiki i ástum og hrein hag- kvæm sjónarmið eru mest áberandi. Só um fast samband að ræða má gera ráð fyrir að það só traust og innilegt þó til þess só stofnað af fullri skynsemi frekar en hrifningu. Þróunin bætir á ástina. I hjónabandi geta komið upp einhvers konar þol- raunir á árinu. Vinátta mun skipta nautin meira máli en hjónaband i sumum tiifeiium. Þetta á einkum við þar sem um mismunandi skoðanir er að ræða. Naut eru tryggir vinir og það gæti gerst að vináttubönd virðist sterkari en hjónabönd. En þetta ætti þó i 9. tbl. Vikan 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.