Vikan


Vikan - 01.03.1984, Side 56

Vikan - 01.03.1984, Side 56
Ofan gefur snjó á snjó.... . ... og hvað gerir gatnamálastjórinn í Reykjavík, Ingi Ú. Magnússon, við því? Fer hann bara í heita pottinn úti í sundlaug eða tekur hann málið föstum tökum? Hvort tveqqja að sjálfsöqðu. . . . en, hverniq vœri að lesa bara um þaðínœstu VIKU? Froskköfun: Veitum selnum enga samkeppni — segir Páll Guðbjartsson sportkafari meðal annars í viðtali í nœstu VIKUþar sem fjallað er um sportköfun: í hverju hún sé fólgin, hvað skemmtilegast sé við hana og fleira í þeim dúr. Þar kemur það fram sem margan hefur grunað að óreyndu að heimurinn neðansjávar er allt annar heimur og allt önnur vídd en við landkrabbar þekkjum eða eigum kost á að kynnast — nema við fáum okkur gleraugu og kút og. . . . En meira um það í nœstu VIKU. Falleg, símynstruð peysa Mynstraðar peysur eru alltaf sívinsœlar. í nœstu VIKU birtum við uppskrift að fallegri peysu með 12 mynstur- bekkjum! Þar œttu þeir, sem hafa gaman af því að prjóna mynstur, að finna eitthvað við sitt hœfi. Ævintýri á bátsferð Flestir þeirra sem ferðast um Norfolk Broads eru inn- fœddir. Þetta vatnasvœði nálœgt austurströnd Englands er afar friðsœlt, fagurt og fjölskrúðugt, menn eru þarna í algjöru nœði frá skarkala heimsins. Myndin, sem sýnir Hjálmar Torfason við stýrið á bát á Norfolk Broads, var tekin í októberbyrjun á liðnu ári. í nœstu VIKU ferðumst við með Hjálmari og fleiri á bát sem er nokkurs konar fljótandi sumarbústaður. Þykkir, hlýir, léttir skíðagallar Allir verða að búa sig vel, hvort sem þeir eru að fara á skíði eða stunda aðra útiveru. í nœstu VIKU birtum við myndir af skjólgóðum fatnaði sem hentar við öll tœkifœri. 56 Vikan 9. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.