Vikan

Útgáva

Vikan - 23.10.1986, Síða 6

Vikan - 23.10.1986, Síða 6
Ásta Ólafsdóttir myndlistarkona Stökur: Einstæd þrívíð form, engin tvö eins. Öll hanga þau í lausu lofti. Gersemi: Stór og þungur steinn. Undir hrjúfu yfirborði glittir í eðalsteininn. Ljósin í kring blikka, gætu táknað hátíðastemmningu, og draga má verkið á eftir sér. „Hér er svo mikið að gerast, eig- urn við ekki bara að finna okkur friðsælt skot einhvers staðar á kaffi- húsi," sagði Ásta Ólafsdóttir þegar blaðamaður mætti niðri á Nýlista- safni til að eiga við hana tal um sýningu hennar. „Eg var að ljúka við að taka niður sýninguna en það er nú bara þannig að ef maður kem- ur hingað niður eftir er maður farinn að skúra eða mála áður en maður veit af. Nýlistasafnið er ekki stöndugt fyrirtæki og hér eru alltaf næg verkefni fyrir sjálfboðaliða." Eftir að hafa barist niður Lauga- veginn með norðangarrann í fangið fundum við okkur friðsælt skot og gátum hafið spjallið. „Eiginlega langar mig ekkert til að tala um sýninguna sjálfa. Það er miklu skemmtilegra að tala bara um lífið og tilveruna," segir hún. En hún sleppur ekki; sýningin fyrst og svo getum við filósóferað á eftir. Talið berst að gagnrýni. var ekki ánægju- legt að fá svona góðar viðtökur gagnrýnenda? Ásta hlær. „Nú máttu ekki halda að ég sé svona góð með mig, en það að Bragi Ásgeirs- son skuli í upphafi umfjöllunar sinnar um mína myndlist byrja á hugleiðingu um kalligrafi finnst mér 6 VI KAN 43. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.