Vikan


Vikan - 19.11.1987, Síða 8

Vikan - 19.11.1987, Síða 8
Samkvæmt áætlunum Landsvirkjunar gæti raforkusala til Bretlands numið fimm milljörðum króna á ári, miðað við núverandi verðlag, sem svarar til allra tekjuskatts- greiðslna íslendinga, eða rúmlega 60.000 króna á hverja fjölskyldu í landinu. Áætlanir Landsvirkjunar, sem eru þó aðeins á teikniborðinu ennþá, gera ráð fyrir flutningi á 500 megawöttum á ári um sæstreng. Söluverð sem telst við- unandi verð á heimsmarkaði í dag. „Dæmið er heillandi og skemmtilegt, en þarf að skoðast vandlega. Tæknileg fyrirstaða engin,“ segja tæknimenn Landsvirkjunnar. Raforkusala til Bretlands gæti því orðið byrjunin á ógn- arstóru ævintýri því íækni framfarir næstu ára gætu gert okkur kleyft að hefja stórfellda orkusölu til margra landa. Orkustöðin ísland hefur því ótrúlega framtíðarmöguleika. Verður ísland „Norður Arabía,, heimsins? TEXTI: MAGNUS GUÐMUNDSSON Hugmyndir um að selja orku frá íslandi til annarra landa, eru ekki nýjar af nálinni, en það er fyrst nú, sem tæknilegar og efna- hagslegar forsendur eru fyrir hendi, til að hægt sé að ræða málið af alvöru. Sú tækni sem mönnum stendur til boða nú þegar, er ekki ný af nálinni þótt að íramfarir hafi verið miklar hin síðari ár. Sérfræðingar ræða um lagningu sérhannaðs há- spennustrengs á hafsbotni, sem getur flutt raforku frá íslandi til Evrópu. Engar ákvarðanir hafa ennþá verið teknar í sambandi við þetta mál, en tæknimenn Lands- virkjunnar eru sammála um að dæmið sé „heillandi og skemmtilegt," eins og einn þeirra orðaði það í samtali við Vikuna um helgina. Sérfræðingar Landsvirkjunnar telja enga tæknilega fyrirstöðu fyrir ffamkvæmdum sem þessum, þar sem svipuð verk- efhi hafa verið framkvæmd víða um heim hin síðari ár. Það sem helst skiptir máli á þessu stigi, er hvort svo kostn aðarsamar framkvæmdir eins og bygging nýrra raforkuvera og lagning sæstrengs séu og verði arðbærar hin komandi ár. Flest bendir til að svo sé, en verkefn- ið er tímafrekt og aðstæður geta þó breyst, svo það þarf að at- huga marga þætti áður en á- kvörðun er tekin. Sæstrengur af því tagi sem um er rætt, er háþróaður rafmagns- leiðari, cn áður en langt um líður, verða kannski aðrir há- tæknilegir möguleikar í sjón- máli, em geta gjörbreytt niynd- inni svo rækilega, að framtíðar- möguleikar íslands sem orku- banka heimsins verða næstum óendanlegir. Ofurleiðarar gætu gert ísland að stórveldi Þessi nýja tækni, sem margir vísindamenn telja að sé aðeins hinum megin við þröskuldinn og gæti því orðið að veruleika á næstu árum, byggist á ofúr- leiðni. Ofurleiðni er tiltölulega nýtt hugtak í eðlisfræði. Það var holl- enskur vísindamaður Kamerl- ingh-Onnes, sem fýrstur upp- götvaði árið 1911 að kvikasilftir hafði ekkert rafviðnám við 269 stiga frost. .Síðan hafa vísinda- menn uppgötvað, að fjöldi frumefna hefur þessa eiginleika, þ.e. að geta leitt rafstraum án nokkurs viðnáms við mikla kæl- ingu. Á síðustu árum hafa vísinda- menn uppgötvað ýmsar blönd- ur af postulíni, sem hefur ofúr- leiðandi eiginleika við mun hærri hitastig en áður þekktist og gera ntargir sér nú vonir um að hinn eðlisfræðilegi múr rofni fljótlega, svo hægt verði að framleiða ofurleiðara sem nota má til almennra hagnýtra verk- efúa við viðráðanlegt hitastig. Vísindamenn benda á að tæknibylting ofurieiðninnar verði allt eins mikilvæg til tækniframfara mannkynsins og bylting sú er skapaðist við upp- götvun kísilflögunnar í rafeinda- tækninni. Allir rafmagnsvírar sem nú eru í notkun við straumflutn- inga, hafa viðnám, sem er mis- munandi mikið eftir gerð vírsins, en orkutap þegar raf- orka er flutt um langan veg með rafstrengjum, er verulegt. Með ofurleiðandi rafmagns- vírum væri hægt að flytja raf- orku á milli landa, án þess að nokkuð tapaðist í viðnámi og væri því hægt að margfalda það orkumagn sem hægt væri að selja frá íslandi til annarra landa og gæfi það því ómældar krónur í kassann. Eins og kunnugt er af fréttum nýverið, hafa aðilar á Bretlands- eyjum lýst áliuga sínum á að kaupa héðan raforku um sæstreng. Fyrir nokkrum árum hefðu þeir verið álitnir draum- óramenn sem hefðu látið sér detta slíkt í hug. Nú virðist full ástæða til að taka þessar hug- niyndir aivarlega, ef marka má nýjar skýrslur frá Landsvirkjun um málið, en Landsvirkjun gerir ráð fyrir að notaður yrði háþró- aður sæstrengur, sem hefur allar hefðbundnar eðlisfræðilegar takmarkanir, en dæmið virðist 8 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.