Vikan


Vikan - 19.11.1987, Qupperneq 51

Vikan - 19.11.1987, Qupperneq 51
helst ein og ein rauðsokka sem sést með pípu. Þó er það furðu algengt að kvenfólk reyki pípu, en víst má telja að það geri þær þó aðeins þegar þær eru úr aug- sýn almennings. Sá sem þetta rit- ar man eftir einum kennara sín- um sem var ekkert feiminn við það að sjást með stóra kolsvarta „sjómannspípu“ en algengara er að pípur sem ætlaðar séu kven- fólki séu minni og fínlegri en þær sem karlarnir velja. Virðulegur löstur En hvað er það sem heillar pípureykingarmenn? Hvers vegna eru menn að reykja pípur þegar allir eru helst hvattir til að hætta að reykja? Jú, líklegast er það vegna þess að pípureykingar þykja virðulegur löstur auk þess sem þeim fylgir ákveðið nostur við að hreinsa pípuna og troða í. Pípureykingar verða að vana Sérverslunin Björk í Bankastræti, sem áður hét Bristol, hefur í meira en 60 ár selt pípur og annað sem til pípu- reykinga þarf. Þar eru ýmsir elstu og þekktustu pípu- reykingamenn landsins fastir viðskiptamenn. slípa pípurnar til án þess að nokkuð sé slakað á gæðunum. Úrvals brier-pípur eru dýrar, ekki vegna þess að vinnsla eða útskurður rótarinnar sé svo kostnaða’rsamur, heldur felst kostnaðurinn í því að aðeins ör- fáar brier-rætur eru nothæfar til pípugerðarinnar, því miklu er hent af brier-rót eftir að í ljós hafa komið sprungur eða gallar í rótinni. Tvær pípur geta litið jafn vel út en aðeins örfáar brier-píp- ur eru fullkomlega gallalausar. Brier-rótin þykir ákjósanlegasta hráefnið í góðar pípur. Kostir hennareru harkan til að standast hitann frá logandi tobakinu auk fallegrar áferðar Pípur og kvenfólk En það eru ekki bara karl- menn sem reykt hafa pípur. Á þriðja áratug aldarinnar, þegar gleðin var við völd beggja vegna Atlantsála, var það í tísku og þótti sýna kjark kvenna og áræði, þegar þær fengu sér í pípu í gáskafullum kokkteilboðuni. Áður voru það glæsilegar konur í fallegum kjólum sem fengu sér í pípu án þess að glata nokkru af kvenleika sínum en nú er það sem mönnum fer að þykja vænt um eftir stuttan tíma. Þær krefj- ast nokkurrar þolinmæði og tíma. Sá sem þetta skrifar hefur jafnvel heyrt sögur af því að menn séu beðnir að taka það fram á atvinnuumsóknum hjá vissum fyrirtækjum, hvort þeir reyki pípu eður ei, vegna þess hve tímafrekt það sé. Pípureyk- ingar eru þess eðlis að þær er ekki hægt að stunda í miklum flýti. Pípureykingamaðurinn er aldrei að flýta sér. í heimsmetabók Guinnes er greint frá heimsmeti í því að halda glóð í 0,1 oz. af píputóbaki með aðeins einni eldspýtu: 123 mínútur og 39 sekúndur. Óhætt er að segja að þetta sé aðeins á færi allra þjálfuðustu pípureyk- ingamanna. En er það pípan, tóbakið eða e.t.v. vaninn sem fær menn til að halda í þennan „virðulega löst“? Ein elsta og ef ekki eina búðin sem sérhæfir sig að mestu í sölu á tóbaki og ýmsu sem notkun þess snertir er verslunin Björk í Bankastræti í miðborg Reykja- víkur, en verslunin hét lengi vel Bristol. Þar hafa reykingamenn komið í yfir 60 ár og keypt upp- áhaldstóbakið sitt. Sölvi Óskars- son, verslunarmaður í Björk, svarar því: „Það er sennilega þetta allt saman. Það fer saman að reykja góða pípu og gott tóbak. Það að meðhöndla þetta allt, dútlið við að hirða um píp- una, hreinsa hana og troða í, er það sem sennilega heillar þá sem pípur reykja." Rétt eins og nauðsynlegt er að pípan sem notuð sé góð, er ekki síður mikilvægt að tóbakið sé gott þ.e. að saman fari góð pípa og gott tóbak. Vissulega má segja að ein gerð tóbaks sé betri en önnur en meginreglan er auð- vitað sú að þar ræður smekkur manna mestu. Tóbakið getur verið mjög mismunandi eftir teg- undum. Oftast er um að ræða tóbaksblöndur, sem eru frá því að vera mjög mildar upp í það að vera frekar rammar. Stundum er tóbakið jafnvel bragðbætt með viskíi eða rommi og hefur það tóbak góða ilman. Sumir eru vanafastir og halda sig við eina, tvær eða jafnvel þrjár fastar teg- undir en aðrir eru alltaf að prófa eitthvað nýtt. í upphafi áttu tóbaksræktend- ur mikið ólært um gæði, vinnslu og blöndun tóbaks. Það voru ekki til neinar „tegundir". í hverjum smábæ var tóbakssölu- maður sem útbjó sínar eigin teg- VIKAN 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.