Vikan


Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 13

Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 13
og djúpblá augu. Ég man ekki greinilega hverju hann klæddist en svo mikið man ég að hann var í ljósum fötum. Síðan hvarf hann smátt og smátt þar til ekkert var eftir annað en geislar af vinsemd hans. Að lok- um hurfu þeir líka en áfram fann ég fyrir nánast ótakmörkuðu öryggi og endalausri gleði. Síðan þetta gerðist hef ég séð hann hvað eftir annað. Eitt sinn sat ég í eldhúsinu heima hjá mér og fannst ég ein og yflrgefm í heiminum. Pá stóð hann skyndilega fyrir framan mig en í þetta sinn var hann ógreinilegri en oft áður. Ég sá eldhúsvegg- inn og hillurnar í gegnum hann en hann veitti mér sama stuðning og fyrr og mér fannst ég ekki lengur vera ein. Aftur og aft- ur í gegnum árin, jafnt í sveftii sem vöku, hef ég séð þessi augu sem lýstu af ást og umhyggju. Jafrivel þegar ég fór eitt sinn yflr landamæri lífs og dauða sá ég hann en ég segi ykkur meira frá þeirri reynslu minni síðar. Það kom mér því ekki sérlega á óvart að tveimur sænskum sérfræðingum í árum brygði ónotalega í brún þegar þeir ætluðu að rannsaka áruna mína. Þeir hrukku skyndilega aftur á bak í stólunum þar sem þeir sátu og bara störðu, ekki á mig heldur á eitthvað sem var við hliðina á mér. Að lokum varð þeim rórra og þá spurði ég þá hverju þetta sætti, hvað þeir hefðu séð því mér sjálfri hafði heldur ekki orðið um sel. Jú, báðir höfðu þeir séð háa hvítklædda veru halla sér upp að veggnum við hliðina á mér. Ég sagði þeim að þetta væri aðstoð- armaður minn og þótt þetta væri í fyrsta sinn sem ég heyrði einhvern annan lýsa honum vissi ég strax við hvern lýsingin átti. Þessi maður hefur oft verið mér hin mesta hjálparhella. Ég hef getað talað við hann, að vísu án þess að fá beint svar, en hann hefur orðið við öllum mínum óskum. Mér hefúr allt gengið vel og hann verndar fjölskyldu mína ffá öllu illu. En eitt sinn reyndi ég þó of mikið á þolin- mæði hans. Ég bað um að fá vinning í get- raunum og viti menn, vinninginn fékk ég.,1 Ég bað um þetta viku eftir viku og í 43 vik- ur í röð vann ég stöðugt. Síðan varð hann þreyttur á þessu eilífa sífri í mér og ég fékk einn stóran vinning en síðan hef ég ekki unnið í eitt einasta skipti. Dóttir mín hefur séð sinn aðstoðarmann tvisvar. Hann er klæddur í munkakufl. Af hverju svo er veit ég ekki en það er alla vega ekki af því að neitt okkar sé mjög trúað þannig að hann hlýtur að koma firá andaheiminum, hvar svo sem hann er nú að finna. Ástæða þess að ég fjalla í sömu grein um árur og aðstoðarmenn er sú að hvort tveggja er unnt að uppgötva með sömu aðferðinni. Einfaldast er að gera það með svokölluðum árupinnum sem gerðir eru úr málmi. Þeir beygjast út vegna áru manna, dýra og plantna og einnig vegna aðstoðarmannsins eða aðstoðarmannanna því vissulega getur sami aðili haft fleiri en einn aðstoðarmann. Það er hins vegar nokkuð erfitt fyrir mig að útskýra hér ná- kvæmlega notkun á pinnunum því maður verður að læra að nota þá rétt. Það sem til þarf er hárfín nákvæmni því annars er ekk- ert gagn að þeim. Það er líka hægt að nota pendúl og ýmsar fleiri aðferðir við að finna áru fólks og verndarengla. Sjálf er ég afskaplega léleg við að lesa út úr áru fólks og enn verri í að nota pendúlinn en ég er mjög fær í að nota leitarpinnana. Því er þannig háttað að eitt sinn áttum viðhund af írsku setterkyni. Án þess að hafa nokkra hugmynd um að trar nota þessa hundategund mikið til að komast í sam- band við annan heim hafði mér sjálfri tek- ist að ná mjög góðu sambandi við óþekkta heima í gegnum þennan hund. Meðal ann- ars bað ég hann um aðstoð vegna bréfs sem ég hafði beðið lengi eftir og viti menn, aðeins nokkrum dögum seinna kom bréflð. Ég bað hann um aðstoð vegna tímabundinna fjárhagserfiðleika og pen- ingar komu um leið. Þegar hundurinn var þrettán ára gamall, sem er hár aldur fyrir hund, veiktist hann alvarlega af nánast ólæknandi sjúkdómi sem lamar höfuð- vöðvana og breiðist síðan út um líkamann. Dýralæknirinn okkar gerði sitt besta en hann varð að viðurkenna að ekki væri mik- ið hægt að gera. Ég sagði þá við hundinn að hann yrði að biðja vini sína um að bjarga sér vegna þess að við þyrftum að nota hann sem tengilið við annan heim í nokkur ár í viðbót. Til að gera langa sögu stutta læknaðist hundurinn og varð þannig þriðji hundurinn í Noregi til að læknast af þessum sjúkdómi. Hundurinn hélt áfram að gera ótrúlegustu hluti. Eitt sinn var ég að baka piparkökur skömmu fyrir jól og í uppskriftinni stóð að nota ætti pomer- ansskall, sem er krydd sem unnið er úr þurrkuðum appelsínuberki. „Pomeransk- all,“ sagði ég stundarhátt þar sem ég rýndi í matreiðslubókina. „Ég hef nú ekki heyrt minnst á það krydd síðan ég var barn. Hvar ætli ég geti náð í það?“ Ég var inni í stofu ásamt hundinum sem nú gekk rak- leitt inn í eldhús og staðnæmdist þar á miðju gólfl. Skyndilega heyrði ég hávaða úr eldhúsinu og þegar ég kom þangað inn sá ég glerkrukku sem greinilega hafði maður gerir alltaf þegar hundurinn manns deyr en síðan uppgötvaði ég að hann var eftir sem áður í húsinu hjá okkur. Ég heyrði að einhver trítlaði eftir stóra leð- ursófanum okkar og eitt sinn sá ég hvern- ig sófinn bældist eins og eftir loppurnar á hundinum. Eitt sinn kom vinur okkar, sem er sérfræðingur í að nota pendúl, í heim- sókn og ég ákvað að kanna hvort hundur- inn væri raunverulega ennþá heima hjá okkur. Ég beitti leitarpinnunum þannig að það kom í minn hlut að kanna hvar hund- urinn væri. Ég gekk að stóra sófanum og þá beygðu pinnarnir undan eins og ein- hver væri fýrir. Vinur okkar, sem hafði aldrei séð hundinn heima við, tók nú pendúlinn og þreifaði sig áffam með honum. „Hann stendur hér,“ sagði hann eftir stutta stund. „Hann stendur með framlappirnar uppi á sófabakinu og horflr út um gluggann." Þetta var nákvæmlega uppáhaldsstaður hundsins okkar. Nú höfúm við fengið okkur annan írsk- an terrier. Hann er bara hvolpur ennþá en mér finnst eins og Finnegan litli sýni á- kveðna eiginleika sem lofa góðu og hver veit nema ég nái aftur sambandi við annan heim í gegnum hann. Og ef þú átt írskan terrier skaltu hvísla í eyrað á honum. Það er aldrei að vita hvaða svar þú færð! dottið ofan úr efstu kryddhillunni í eldhús- skápnum og niður á bekkinn fyrir neðan. Og hvað ætli hafl verið í krukk- unni? Jú, pomeranskrydd. Þetta er sönn saga sem þrír af vinum mínum geta vitnað um því þeir voru viðstaddir þegar þetta gerðist. Hundurinn lifði þar til hann varð 17 ára. Daginn áður en hann dó sá ég feigðarmerki á veginum þegar við vorum að keyra heim og þá vissi ég að hundurinn myndi deyja innan skamms. Eftir -þetta fengum við okkur ann- an hund og í þetta sinn írskan terrier. Hann hafði meðfæddan hjartagalla þannig að hann lifði ekki nema fjögur ár. Ég syrgði hann mikið eins og 25. TBL. 1989 VIKAN 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.