Vikan


Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 44, 1943 5 Höfundurinn: Agatha Christie Ný framhaldssaga: ................. Hver gerði það? Sakamólasaga eltir AGATHA CHRISTIE 2 ............................. iiim^ „En við megum ekki. vera tafin! Þessi lest á að vera komin á áfangastaðirin kl. 6,55, og við þurfum að fara yfir Bosporus og ná Simplon Orient hraðlestinni hinumegin við supdið klukkan níu. Ef við tefjumst um einn eða tvo klukku- ttma, þá missum við af bátnum." „Já, það getur verið,“ samþykkti Poirot. Hann horfði forvitnislega á hana. Höndin, sem hélt um gluggakarminn, var ekki alveg stöðug; varir hennar titruðu líka. ,,Er það mjög óþægilegt fyrir yður, ungfrú?“ spurði hann. ,,Já, ég verð að ná lestinni.“ Hún snéri sér frá honum og gekk eftir gang- inum, þar sem hún hitti Arbuthnot ofursta. En kvíði hennar var ástæðulaus. Tíu mínútum seinna rann lestin aftur af stað. Hún kom til Haydapassar aðeins fimm mínútum á eftir áætlun. Bosborussundið var úfið og Poirot naut ekki yfirferðarinnar. Hann skildi við samferðamenn sína: á skipinu og sá þau ekki aftur þar. Þegar hann kom til Galate Bridge, ók hann beina leið til Tokatlian gistihússins. 2. KAFLJ. Tokatlian gistihúsið. Á Tokatlian gistihúsinu bað Poirot um her- bergi með baði. Því næst gekk hann yfir að skrifborði dyravarðarins og spurði eftir bréfum. Þrjú bréf biðu hans og eitt simskeyti. Hann furðaði sig á simskeytinu, hann átti ekki von á þvi. Hann opnaði það á sinn venjulega snyrtimann- lega hátt og var ekkert að flýta sér. Hin prent- uðu orð voru greinileg. Þróun Kassnermálsins fór eins og þér sögðuð fyrir. Snúið við undir eins. „Bölv. . leiðindi,“ muldraði Poirot gremjulega. Hann leit á klukkuna. „Eg verð að halda áfram á kvöld,“ sagði hann við dyravörðinn. „Á hvaða tíma fer Simplon Orient lestin?“ „Klukkan níu, herra minn.“ ..Getið þér útvegað mér svefnvagn?“ „Áreiðanlega, það er ekki erfitt á þessum tíma árs — lestirnar eru næstum því tómar. — Fyrsta eða annað farými?“ „Fyrsta.“ „Ágætt. Hvað ætlið þér langt?“ „Til London.“ „Ég skal útvega yður farmiða til London og taka frá svefnklefa í Stamboul-Calais lestinni.“ Poirot leit aftur á klukkuna. Hana vantaði tíu mínútur i átta. „Hefi ég tima til þess að bprða?“ „Já, vissulega." Litli Belginn kinkaði kolli. Hann fór til þess að afturkalla herbergið, sem hann hafði pantað. Þegar hann var að gefa þjóninum fyrirskip- anir fann hann, að hönd var lögð á öxl hans. „Gamli vinur, þetta er sannarlega óvænt ánægja!“ sagði rödd fyrir aftan hann. Sá, sem talaði, var lítill, feitlaginn, fullorðinn maður. Hann brosti ánægjulega. Poirot stökk upp. „Bouc!“ pnr(!„ p-„ . Hercule Poirot er á leið » frá Sýrlandi með Tauius hraðlestinni. I lestinni eru aðeins tveir aðr- ir farþegar; ung stúlka, sem. heitir Mary Debenham og Arbuthnot ofursti frá Ind- landi. Þau Mary og ofurstinn þekkjast litið eitt og talast stundum við í járnbrautinni. Poirot hefir gaman af því að athuga þau. Það kviknar í einum lestarvagninum, svo að lestin verður að stanza, á meðan gert er við tjónið. Þegar er komið í sögunni er Poirot er að tala við stúlkuna, sem er mjög áhyggjufull um að lestin tefjist of lengi. „Poirot!“ Bouc var Belgi, hann var framkvæmdastjóri ' járnbrautarfélags, og hann hafði þekkt Poirot í fjölda mörg ár. „Þú ert langt að heiman núna, vinur minn,“ sagði Bouc. „Það var smávegis mál á Sýrlandi.“ „Jæja, og hvenær ferðu heim?“ „1 kvöld." „Það er fínt, ég fer líka. Það er að segja, ég fer til Lausanne, þar sem ég hefi erindi. Þú ferð með Simlon Orient lestinni, þykist ég vita?“ „Já, ég var einmitt að biðja um svefnvagn. Ég hafði í huga að dvelja hér í nokkra daga, en ég fékk skeyti frá Englandi um að snúa við aftur, vegna einhvers mikilvægs máls.“ „Ó, stundi Bouc. Þessi mál — þessi mál! En þú, þú situr nú á hátindi frægðar þinnar, gamli vinur!" „Jú, heppnin hefir venjulega verið með mér.“ Hercule Poirot reyndi að setja upp hógværan svip, en mistókst það fullkomlega. Bouc hló. „Við hittumst síðar“, sagði hann. Hercule Poirot sneri sér að því verki, að kom- ast hjá því að endarnir á yfirvaraskegginu færu ofaní súpuna. Þegar hann hafði lokið því erfiða starfi, leit hann í kringum sig, meðan hann beið eftir næsta rétti. Það var aðeins um hálf tylft manna í veit- ingasalnum, og af þessari hálfu tylft voru aðeins tveir, sem Hercule Poirot hafði nokkurn áhuga á. Þessir tveir sátu við borð, sem ekki var fjarri Poirot. Sá yngri var viðkunnanlegasti maður um þritugt, auðsjáanlega Ameríkumaður. Það var samt ekki hann, heldur félagi hans, sem hafði vakið eftirtekt litla leynilögreglumannsins. Hann var maður á milli sextugs og sjötugs, í þessari litlu fjarlægð bar hann blíðan mann- vinarlegan svip. Hið sköllótta höfuð hans, hvelfda enni og brosandi munnur, sem sýndi mjög hvítar gerfitennur, allt þetta virtist gefa til kynna, að þetta væri mj.ög góðgjam maður. Aðeins augun mótmæltu þessari tilgátu. Þau voru lítil og slæleg. Og þaði var ekki allt. Þegar maðurinn, um leið og hann sagði eitthvað við félaga sinn, leit um salinn, og augu hans hvildu á Poirot eitt andar- tak, þá sltein úr þeim einkennileg illgirni og ó- eðlilegur óróleiki. Hann reis nú úr sæti sínu. „Borgaðu reikninginn, Hector,“ sagði hann. Rödd hans var svolítið hás, og var einkenni- lega blíð. Þegar Poirot hitti vin sinn á ganginum, voru hinir tveir einmitt að fara úr veitingahúsinu. Það var verið að flytja farangui' þeirra niður. Sá yngri sá um flutninginn. Nú opnaði hann glerhurðina og sagði: „Allt er i lagi núna, Ratchett." Eldri maðurinn muldraði eitthvað og gekk út. „Jæja,“ sagði Poirot. „Hvað heldurðu um þessa tvo?“ „Þeir eru Ameríkumenn," sagði Bouc.* „Vissulega em þeir Ameríkumenn. Ég átti við, hvernig lízt þér á þá?“ „Ungi maðurinn virðist mjög viðkunnanlegur." „Og hinn?“ „Svo að ég segi þér sannleikann, vinur minn, þá lízt mér ekki á hann. Hann hafði leiðinleg áhrif á mig. Og þú?“ Hercule Poirot var nokkra stund að svara. „Þegar hann gekk frai.ihjá mér í veitingasaln- um,“ sagði hann að síðustu, ,,þá fannst mér eins og villt dýr — villidýr, grimmt rándýr, hefði gengið framhjá mér.“ „Og samt leit hann mjög heiðarlega út.“ „Einmitt! Líkaminn — búrið — lítur mjög heið- arlega út —- en villidýrið horfir út í gegnum grindurnar." „Þú ert ímyndunarfullur, gamli vinur,“ sagði Bouc. „Það getur vel verið. En ég get ekki losað mig við þá tilfinningu, að bölið hafi strokizt mjög nærri mér.“ „Þessi heiðarlegi Ameríkumaður?" „Þessi heiðarlegi Ameríkumaður." „Jæja, sagði Bouc glaðlega, „það getur verið. Það er svo margt illt til í heiminum." Á þessari stundu opnaðist hurðin og dyravörð- urinn kom til þeirra. Hann var áhyggjufullur á svipinn. Þetta er alveg stórmerkilegt, herra, sagði hann afsakandi, það er ekki til nokkur laus svefnklefi á fyrsta farrými." „Hvað er þetta?“ hrópaði Bouc, „á þessum tima árs? Það eru auðvitað einhverjir blaðamenn eða stjórnmálamenn — ?“ „Ég veit ekki, herra," sagði dýravörðurinn og sneri sér kurteislega að honum. „En það er nú svona samt.“ „Jæja, jæja.“ Bouc sneri sér að Poirot. „Vertu óhræddur, vinur minn. Ég skal sjá um um þetta. Það er alltaf einn klefi nr. 16, sem er ekki upptekinn. Vagnþjónninn sér um það!“ Hann brosti og leit því næst á klukkuna. „Komdu, sagði hann, „það er tími til þess að leggja af stað.“ Á járnbrautarstöðinni heilsaði lestarþjónninn í brúna einkennisbúningnum Bouc. „Gott kvöld, herra. Klefi yðar er nr. l.“ Hann kallaði á burðarmennina, og þeir óku byrði sinni meðfram lestinni, en á henni voru smá- járnplötur, sem ákvörðunarstaðirnir voru grafn- ir á. Istanbul — Trieste — Calais. „Lestin er full í kvöld, heyri ég sagt?" „Það er ótrúlegt, hérra, að allur heimurinn þurfi að ferðast í kvöld!" „Þér verðið nú samt að útvega þessum manni klefa. Hann er vinur minn. Hann getur fengið nr. 16.“ „Nr. 16 er upptekinn, herra."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.