Vikan


Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 44, 1943, Hversu vinskapur getur verið mikið betri en allar aðrar tilfinningar, hugsaði hún; sannur og innilegur vinskapur á milli manns og konu — það er betra en allt annað. Hún strauk mjúklega með hendinni yfir hár sitt. Hún vissi, að það fór vel, og nú gleymdi hún því, að það mátti finna grá hár innanum. Hún vissi líka, að hún var í fallegum og klæöi- legum fötum. Barbara var aftur farin að hafa ánægju af þvi, að líta vel út. Eftir að hún nú einu sinni hafði skilið það, að æskan var liðin, var það farið að renna upp fyrir henni, að konur geta verið fríðar á öllum aldri, og hún vissi með sjálfri sér, að í dag leit hún vel út. Dyrnar opnuðust skyndilega og Revelstone kom inn. Barböru fannst, sem hún hefði aldrei fyrr um ævina fagnaö jafnmikið komu nokk- urs manns. Hversu .augnaráð hans var hreint og skært! Hann þekkti þá þungbæru sorg, sem til er í veruleikanum, eins og hún; þau höfðu bæði mikið reynt, og borið þrautir hvors annars, og trúað hvoru öðru fyrir tilfinningum sínum, svo það var nokkurskonar félagsskapur með þeim — undarlega sterk samúð. „Ó, hve það er gaman að sjá þig aftur!“ sagði Barbara og gekk á móti honum með framréttar hendur. Augu hennar Ijómuðu, og kinnar henn- ar voru rjóðar. Hinn síði kjóil hennar féll i mjúk- um fellingum um fætur hennar — hún hafði fest rauða rós milli knipplinganna á brjóstinu, stóra 'dökkrauða rós. „Og það er líka dásamlegt, að sjá þig aftur, Barbara — það er dásamlegt!" Revelstone lávarð- ur tók um báðar hendur hennar og horfði í augu hennar. „Ég hefi hugsað svo mikið um þig,“ hélt hann áfram, og það var ofurlítill klökkvi í rómn- um. „Ég hefi þráð svo mikið að frétta, hvernig liði hér — hvernig allt gengi — og þegar ég heyrði svo, að þú hefðir rofið trúlofunina við Howard Burton, og að hann ætlaði að kvænast Ethnee —.“ „Við skulum nú ekki tala um þetta!“ greip Barbara framí. „Ég hefi ekki löngun til að koma með langar útskýringar í dag! En ég vil bara að þú vitir, að það hefir alltsaman farið á þá leið, sem ég vonaði að það færi, og þéssi gifting gleður mig ósegjanlega mikið!“ Það var engum vafa undirorpið, að hún meinti það, sem hún sagði, það heyrði Revel- stone lávarður, og honum fannst eins og þung- um steini væri létt af hjarta sínu. Hann brosti til Barböru. ,„Jæja, þá er allt saman gott! Það hefir þá allt verið satt og rétt, sem Ethnee skrifaði mér — elsku litla Ethnee! Allt mitt líf skal ég vera henni þakklátur — óumræðilega þakklátur!" „Fyrir hvað ert þú Ethnee svo þakklátur?" spurði Barbara með undrunarhreim. „Hún hefir greitt veginn fyrir mig,“ svaraði hann. „Hún hafði kjark til að skrifa mér hrein- skilnislega — til að skrifa mér um alltsaman! Kæra Barbara, skilur þú ekki, hvað það er, sem kom mér til þess að snúa aftur heim til Ir- lands?" Hann nefndi fornafn hennar mjög rólega og blátt áfram, og það var einhver hljómur í rödd hans, sem hún hafði aldrei heyrt fyrr — hljóm- ur, sem í senn gladdi hana og gerði hana kvíða- fulla. Barböru fannst nú allt í einu, að sálarró sin raskaðist, allur hennar friðsæli og rólegi heimur. „Þú hefir náttúrlega komið til þess að verða við brúðkaup Ethnee?" Hún reyndi að tala rólega og eðlilega, en hjarta hennar barðist ákaft, og hún gat naumast komið orðunum upp. „Nei, ég er kominn af allt annari ástæðu — af ástæðu, sem er mér sjálfum miklu kærari!" Hann horfði augnablik alvarlega á hana. „Ó, elskan mín, hvemig hefir þetta annars verið öll þessi ár, höfum við ekki séð —• ekki skilið — hvað hefir hrærzt með okkur sjálfum ? Ég elska þig, Barbara; ég sem hélt, að ég mundi aldrei geta elskað framar — ég elska þig, þannig, sem ég hefi aldrei elskað konu fyrr. Og þú —. Ó, segðu ekki, að þér þyki ekki vænt um mig! Gefðu vinskap okkar rétt nafn — kallaðu hann ást!“ Hún gekk frá honum, það kom angistarfullur svipur á andlit hennar, og roðinn í kinnum henn- ar breyttist í fölva. „Ó, nei, nei," stundi hún. „Ekki tala svona við mig! Þú mátt það ekki, Revelstone lávarður — ég bið þig um það! Ég vil aðeins eiga þig að vini — ekkert annað! Ég trúi ekki á ástina, slíkar tilfinningar hafa svo oft valdið mér von- brigðum." Hún titraöi frá hvirfli til ilja. Það var óróleiki í augnaráði hennar. Gleði sú og friður, sem í sál hennar hafði ríkt fyrir stundu síðan, var nú snú- inn upp í örvæntingu, og hún var ráðvillt. „Ég vil aldrei elska nokkum mann framar," sagði hún lágt. „Ég get ekki skilið það. Ég hefi nú einu sinni tekið það i mig, að vera einsömul það sem eftir er ævinnar." „Ó, elskan mín.. — Ástin mín!“ Revelstone breiddi faðm sinn á móti henni. „Þú mátt ekki halda, að ég geri þér nokkurn tíma vonbrigði. Ég er hvorki líkur Pierce eða Howard Burton! Ég hefi reynt mikið eins og þú sjálf hefir gert, og ég veit, hvað það er, að vera særður. Við höfum bæði átt okkar vonbrigði og okkar sorgir; vonir, sem hafa aðeins reynzt tál, við höfum bæði beðið skipbrot í lífinu, og við vitum bæði, að vordagar ævi okkar eru liðnir! En til er nokkuð, sem heitir síðsumar — hlýtt og bjart síðsumar, og þú ert ung ennþá, Barbara, bara ef þú vilt trúa á það sjálf! Barbara — elskan mín----------.“ Rödd hans var þrungin tilfinningu, og hann þagnaði skyndilega. Barbara hristi höfuðið. „Ég hefi aldrei hugsað mér þig nema sem vin,“ sagði hún. „Það er svo erfitt að skilja það, að þú elskir mig! Hvenær varð þér það ljóst -,og hvernig?" Hann roðnaði við. „Það var Ethnee, sem skrifaði mér —,“.svar- aði hann. „Hún sagði í sjálfu sér ekkert, en samt sem áður skildist mér á bréfinu, að þú mundir gleðjast yfir því, að sjá mig aftur; og Ethnee lét mig líka skilja það, að hún væri löngu búin að veita því eftirtekt, að mér þætti vænt um þig, og þegar ég hafði lokið við að lesa bréfið —- það var svo einfalt og barnalega hreinskilið — þá — þá varð mér það skyndilega ljóst, að bamið hafði rétt fyrir sér, og að ég í raun og veru væri ást- fanginn af þér — að ég hafði elskað þig í þessi síðustu niu eða tíu ár.“ „Nú, svo þetta hefir Ethnee gert!“ Barbara stóð skyndilega upp af legubekknum. Andlit hennar var náfölt og hin stóru augu hennar glansandi eins og af sótthita. „Til þess að friða samvizku sína — til þess að telja sjálfri sér trú um, að hún hafi eiginlega ekkert brotið af sér við mig, með þvi að taka Howard frá mér —■ hefir hún reynt að semja um sárabætur fyrir mig — alveg eins og hinar auðvirðilegu gömlu konur héma niðri í sveitaþorpinu, sem lifa á því, að vera milligöngumenn og stofna til hjónabands fyrir bænduma! En mér finnst, að það hefði mátt hlífa mér við þeirri smán, að gera mig að verzl- unarvöru — mér — mér finnst það, Revelstone Iávarður. En ég verð að segja þér mína skýringu á þessu máli. Stjúpdóttir mín hefir engan rétt til þess að vekja tilfinningar þínar á þennan hátt!“. „Vertu ekki svona heimskuleg, Barbara! — svona stórlát og þverúðug! Ég hefi sagt þér, að ég elski þig, og það er ekki vani minn, að fara með ósannsögli! Ethnee hefir alveg rétt fyrir sér.“ „Ethnee hefir hagað sér skammarlega!" Barbara féll skyndilega i grát. Hún grét i nokkrar mínútur, en það var eins og gráturinn létti af hjarta hennar. Hún var þó enn í mikilli geðshræringu, og Revelstone lávarður skildi hana. og hann vissi líka, að bezt mundi vera að gefa henni tóm til að jafna sig eftir þessa geðshrær- ingu, sem hans óvænta bónorð hafði komið henni í. Hann hafði líka verið alltof fljótur á sér. Hann hefði átt að geta vitað, hversu tilfinninganæm sái hennar var. Hann varð að játa það, að hann hafði hagað sér heimskulega. En nú vissi Bar- bara þó, að hann elskaði hana, og það var í sjálfu sér mikill ávinningur; hann hafði fengið tækifæri til þess að uppljúka hjarta sínu fyrir henni. „Nú fer ég, Barbara, svo þú getir hugsað um þetta í ró og næði. — Ég kem svo aftur til Glenns- kastala snemma í fyrramálið, og ég vona að í millitíðinni verður þú búin að jafna þig, og þá takirðu mér vingjamlega! Veiztu það, Barbara, að ég hefi það á tilfinningunni, að við tvö eigum heillaríka framtíð fyrir okkur — langan og hamingjuríkan tíma! Við eigum mjög vel sam- an í einu og öllu, þú og ég -— og það hefir mikið að segja í hjónabandinu, er það ekki rétt? Og þar að auki varst það þú, aðeins þú ein, sem gafst mér trúna og skilninginn á lífinu — að ástin geti læknað öll mein!“ MAGGI OG RAGGI. Raggi: Nú ætti holan að vera orðin nógu stór! Raggi: Ekki er maður lengi I\\Oi að því, sem litið er! Það er margur ónýtari en ég í land- vamastarfinu! Maggi: Nú þykist . Raggi hafa verið klókur! Að hann skuli láta sér detta í hug að *' JJJ/i nokkur trúi því, að þetta sé tófugreni! Maggi: Guð hjálpi mér! ))/■' 4 & mjC Jilj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.