Vikan


Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 44, 1943 11 < < i kastala > • 23 Konan í GlennS' • ' i < i . . ÁSTASAGA - „Það er einhver að koma — það er Ethnee og Howard, ég þekki raddir þeirra. Þan koma eennilega hingað inn, nú skuluð þér vera vin- gjamlegur við Ethnee, heyrið þér það!“ Hún hallaði sér lengra fram og brosti til Burtons -og Ethnee, sem komu nú hægt upp trjá- göngin. En faðir Matthews hrukkaði ennið og \ hleypti brúnum. „Þessar tvær sjálfselsku manneskjur,“ tautaði hann. Hann sá, að Burton var vel á sig kominn að öllu leyti, og hann leit glaðlega út — honum virtist hann vera líkastur því, sem þeir menn eru, sem eru fullvissir um það, að allt heppnist þeim. Það leið glaðlegt bros yfir brúnt andlit hans, þegar hann hlustaði á frásögn Ethnee, og hún horfði upp til unnusta síns, eins og hann væri eini maðurinn, sem til væri i heiminum. „Eru þau ekki hamingjusöm að sjá?“ hvíslaði Barbara. „Og má ég spyrja, ætli þau hugsi noltkurn- tíma um það, hverjum þau eiga að þakka alla sína hamingju ?“ spurði faðir Matthews. „Það er mér ókunnugt um, svaraði Barbara og stóð upp. „Komið þér nú með mér til Ethnee og óskið henni til hamingju." Andlit gamla mannsins varð myrkt, og hann hristi höfuðið þvermóðskulega. „Nei, það vil ég ekki gera — ég hefi orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum af Ethnee!“ Barbara anzaði ekki neinu frekar, en gekk hægt niður garðgongin á móti hinum tveimur elskendum, og faðir Matthews sá frá laufskál- anum, hversu glaðlega hún brosti til þeirra, og hversu vinaleg og glöð hún var við þau. Að lokum tók hún undir handlegg Ethnee og leiddi hana að laufskálanum. „Hér kemur Ethnee og bíður þess, að henni verði óskað til hamingju," sagði hún léttilega. Svo sneri hún við til Burtons. Ethnee leit á gamla prestinn ofurlítið kvíða- full. Hún sá strax, að hann var sér reiður. „Svo þú hefir stolið unnusta Barböru frá henni!" Faðir Matthews hafði engan formála, en gekk beint að efninu. Rödd hans var höstug, næstum grimmdarleg. „Þú hefir með öðrum orð- úm gert það, sem í þinu valdi stóð, til þess að eyðileggja hamingju stjúpmóður þinnar." Ethnee roðnaði upp i hársrætur, en svo hristi hún höfuðið. „Þetta er misskilningur, faðir Matthews," sagði hún stillilega. „Það er mjög mikill misskilning- úr! Barbara elskar Howard ekki. Hún mundi aldrei hafa hætt við hann, ef hún hefði elskað hann. Það hefði hún aldrei gert!" „Svo þú trúir þessu þá?“ Faðir Matthews leit fyrirlitlega á hana. „Það er þá allt, sem þú þekkir þessa konu, sem hefir verið þér betri en nokkur móðir hefði getað verið! Þú vilt láta líta svo út, að hún sé eins eigingjöm eins og þú ert sjálf — hún, sem næstum er kvendýrl- ingur!" Ofurlítið bros lék um varir Ethnee — ofurlítið kuldalegt bros. „Þú mátt ekki vera mér reiður," sagði hún, „fyrir það, að ég segi þér sannleikann. Ef Bar- bara hefði elskað Howard — .elskað hann i rauh og veru — hefði hún reynt að várðveita ást hans — þá mundi hún áreiðanlega hafa hagað sér öðru vísi. Hugsáðu um það, áð ég er sjálf kona, og ég elska Howard, og ég skil þetta alltsaman mikið betur en þú.“ „Þú ert heimsk og eigingjöm stúlká." „Ó, faðir Matthews," sagði Ethnee biðjandi, „þú mátt ekki hugsa svona illa um mig! Eg hefði áreiðanlega ekki tekið Howard frá Barböm, ef hún hefði kært sig um hann og elskað 'hann — heldur hefði ég viljað láta lífið! En hún elskar hann ekki.“ „Nú — en þessi níu ár, sem hún beið hans á meðan hann dvaldi erlendis?" „1 níu ár? — Ég get alls ekki hugsað mér, að hún hafi hugsað um Howard í þessi níu ár.“ Ethnee þagnaði skyndilega. „Ef til vill fáum við einhvern tima ráðninguna á því, hverjum þessi níu ár Barbara hefir í veruleikanum til heyrt því ég er orðin nokkuð dugleg að geta gátur núna, faðir Matthews! Ég er ekki lítil telpa lengur, skal ég segja þér!“ „Já, þú ert mjög ötul við að gæta þinna eigin hagsmuna!" Rödd faðir Matthews var allt annað en vingjarnleg, en Ethnee lét sem hún heyrði það ekki. „Ég er lika nógu séð, til þess að skilja Bar- böru,“ hélt hún áfram. „Hún hefir alltaf verið mér leyndardómur, en nú held ég, að mér hafi hepnast að sjá inn í hjarta hennar — og ég hefi orðið þess áskynja, að hjarta hennar er ennþá ungt og lifandi, sem betur fer.“ Ethnee þagði augnablik. Síðan beygði hún sig niður að gamla prestinum og hvíslaði einhverju í eyra hans — og það tók langa stund þar til hún hafði lokið máli sínu. „Guð veri lofaður!" sagði svo faðir Matthéws loks og andlit hans ljómaði af fögnuði, og augu hans leiftruðu af áhuga. „Og hún hefir ekki at- hugað þetta sjálf, heldurðu það — og hann ekki heldur, er það? En hvernig fara þau nú að því að ná saman?" „Forlögin sjá fyrir því,“ svaraði Ethnee blíð- lega og leit i kringum sig. „Maður getur ekki strítt á móti forlögunum. Allt, sem á að koma fram, það kemur fram, faðir Matthews." Hún sagði þetta með sannfæringarhreim i röddinni, eins og ósviknum forlagatrúar Ira er lagið, en svo hallaði hún sér allt í einu fram á móti faðir Matthews, og varir hennar titruðu ofurlítið. „Á ég að segja þér leyndarmál? Þegar kona er ástfangin af manni, þá ber hún ekki vantraust til hans og er ekki hrædd við hann. En Barbara var hrædd við Howard, hrædd við það, að honum mundi finnast hún vera orðin gömul, þegar hann hafði lokið dvöl sinni erlendis." „Heldur þú ekki, að þér hefði farið líkt og Barböru, þegar þú hefðir orðið þess vör aÆ hár þitt væri farið að grána, og yndisþokki þirrn allur farinn að fölna?“ Ethnee skellihló. „Að ég hefði orðið hrædd við Howard? Ástin er blind — hún eygir ekki annað, en það sem hún á að sjá!“ Hún talaði af fullvissu — fullvissu óreyndrar æsku, og faðir Matthews óskaði innilega með sjálfum sér, að hún aldrei þyrfti að fá aðra skoðun á ástinni. — Hún mundi áreiðanlega ætíð verða ung og fögur í augum Howards Burtons. Aldursmunur þeirra mundi aðeins verða þeim til gæfu, þvi sá aldursmunur var alveg réttu megin, þar sem hann var eldri en hún. Hún mundi áreiðanlega eiga hamingjuríka og fagra framtíð fyrir sér. Aðeins ef henni auðnaðist að halda sinum fögru hugmyndum, eftir að hún væri kom- in í hjónabandið — öllum sínum hugljúfu draum- Um, öllum sinum barnalegu og björtu hugsunum. Howard mundi áreiðanlega ekki svíkja hana, eins og hann hafði svikið Barböru — eða var það Barbara sem hafði svikið Howard Burton? „Ethnee — eitt orð i trúnaði! Eg vil nú ekki treysta forlögunum einum, eins og þú segir! Ég vil skrifa Revelstone lávarði og biðja hann um að koma heinl og verða viðstaddan biúðkaupið. Og svo vil ég gefa honum í skyn, hvernig málum er varið." „Vilt þú það, faðir Matthews," Ethnee brosti gletnislega. „En hvað mundir þú segja, ef ég fræddi þig á því, að bréf þess efnis væri þegar skrifað og sent af stað fyrir löngu síðan?“ „Þá mundi ég segja, að þú værir miklu hyggn- ari stúlka, heldur en ég hefði nokkum tima getað trúað,“ svaraði hann og ljómaði af gleði, „en ég er sjálfur orðinn mjög heimskur og sljór gamall maður!" 22. KAFLI. „Nú eru aðeins fjórir dagar til brúðkaups þíns, Ethnee — hugsaðu þér aðeins fjórir dagar!" Barbara brosti ástúðlega til stjúpdóttur sinn- ar. Hún og Ethnee sátu saman i dagstofunni i Glenns-kastala og nutu þessa rólega augnabliks. „Já — og ég er svo hamingjusöm!" hvíslaði Ethnee. Svo rendi hún augunum til klukkunnar yfir aminum. „Revelstone lávarður hlýtur að fara að koma. Það er mjög fallega gert af hon- um að vilja verða viðstaddur brúðkaup mitt, finnst þér það ekki. Er það ekki vingjarnlegt af honum að vilja verða svaramaður minn?“ JJá, — hann er gæðin sjálf, „svaraði Barbara. „Það hefir hann alltaf verið. Það var sannarlega fallega gert af honum, að hann skyldi hætta við ferðalögin — bara til þess að koma og vera við- staddur brúðkaup þitt, Ethnee. En annars var það frekt af þér að skrifa honum og biðja hann, að koma heim! Og það má undur heita að bréfið skyldi komast til hans.“ „Það varð að komast til hans!“ svaraði Ethnee ákveðin. „En ert þú alveg viss um, að hann komi heim bara mín vegna? Heldur þú virkilega, að hann komi aðeins til þess að vera viðstaddur brúðkaup Ethnee litlu Maloney, að hann hafi ferð- ast alla þessa leið aðeins til þess?“ „Já, til hvers annars hefði hann svo sem átt að koma?" Barbara stóð upp og gekk að glugganum. Það var grár og mollulegur septemberdagur og eftir loftinu að dæma mátti búast við óveðri. Storm- inn var að herða og brimið byltist við strendurn- ar, en Barböru var alls ekki þungt í skapi, þó veðurútlitið væri svona slæmt. Nú var hún ein- mitt glaðari, heldur en hún hafði lengi verið. Það var henni indæl tilhugsun, að nú mundi hún brátt fá að sjá sinn gamla vin aftur, eftir margra mánaða fjarveru hans. Hún hafði saknað Revel- stone lávarðar mjög mikið þann tíma, sem hann var búinn að vera í burtu, meira en hún hafði getað trúað að hún saknaði nokkurs manns. „Það mun vera hann, sem hringir!“ Ethnee spratt upp úr stólnum og augu hennar voru glettnisleg. „Ég fer til dyra og tek á móti hon- um!" hélt hún áfram. „Hann á skilið að fá koss fyrir þetta gullfallega hálsband, sem hann sendi mér, og hann skal líka fá hann!" Hún dansaði út úr stofunni; Barbara hvarf frá glugganum og gekk til sætis síns. Þar sat hún með hendur í kjöltu sinni og horfði dreymandi fram fyrir sig, og bros leið yfir varir hennar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.