Vikan


Vikan - 06.10.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 06.10.1949, Blaðsíða 3
'VTKAN, nr. 40, 1949 3 EFNILEGUR LISTAMAÐUR HELDUR FYRSTU SÝNINGU SÍNA í REYKJAVÍK. Hörður listmálari Ágústsson hélt sýningu seinni hluta september t Listamannaskálanum. Hún var vel sótt og margar myndir seldust. Hörður er fæddur í Reykja- 'vík 4. febrúar -1922, sonur Ágústar veggfóðrameistara Markússonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur, Ámundasonar gestgjafa. Fyrstu kennarar hans á listabrautinni voru Björn Björnsson, Finnur Jónsson, og Þorvaldur Skúlason, er hann kenndi í Handíðaskólanum. Einnig mun Hörður á þessum árum hafa notið fræðslu og leið- beininga Ásgríms Jónssonar og Gunnlaugs Scheving. Hörður Ágústsson varð stú- dent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941. Haustið 1945 fór hann utan og til Kaup- mannahafnar og dvaldi í Lista- háskólanum þar eihn vetur. Síðan hélt hann til Englands og nam listasögu. Eftir það kom hann heim aftur og var hér til vors 1947, að hann fór til Parísar og hefur verið þar við nám fram að þessu. 1 París hélt hann fyrstu sýningu sína, í Galerie Raymond Duncan. Voru það tuttugu og þrjár olíu- myndir og nokkrar teikningar og voru þær allar á sýningunni í Listamannaskálanum, en þar voru alls sextíu og þrjú olíu- málverk og níutíu teikningar. Góð aðsókn var að sýningunni og myndirnar seldust vel. Þeg- ar þetta er ritað hafði Hörður í hyggju að halda tvo fyrir- lestra um list í sambandi við sýninguna. Allar myndirnar hefur hann gert í París á und- anförnum tveim árum og þang- að mun hann hafa ætlað aftur til frekara náms, strax að sýn- ingunni lokinni. Hörður Ágústsson er tví- mælalaust mjög efnilegur lista- maður og gaman verður að sjá, hvað hann hefur fram að færa, þegar hann sýnir næst. Thor Vilhjálmsson. 1 vinnuhléi. 996 i bíl“ sýna CANDIDU í REYKJA VÍK Leikstjóri: GUNNAR EYJÓLFSSON Leikflokkurinn „6 í bíl“, sem stofnaður var í vor, hefur ,,her- tekið“ landið utan Reykjavíkur í sumar og að sögn náð miklu valdi á fólkinu og hlotið hinar ágætustu vinsældir allsstaðar, þar sem hann hefur komið fram með gamanþætti sína og leik- ritið Candidu, sem er eftir Bernard Shaw. Flokkurinn hefur sýnt yfir fjörutíu og fimm sinnum úti á landi, og er ekki hættur þar enn, þegar þetta er skrifað, og hefur nú hafið sýningar á Candidu í Iðnó í Reykjavík. Frumsýningin hér var fimmtudaginn 22. septem- ber og fékk flokkurinn afargóð- ar viðtökur, einsog hann átti fyllilega skilið. Leikritið er bráðskemmti- legt, einsog flest það, sem þessi frægi höfundur hefur skrifað, og virðist ágætlega þýtt af Bjarna blaðafulltrúa Guð- mundssyni. Það er undarlegt fólk, sem ekki hefur gagn og gaman að þessum leiksýning- um „6 í bíl“ og viðleitni þeirra til að skemmta fólki úti um allt land á svona heilbrigðan hátt, á það fyllilega skilið, að hún sé í hávegum höfð. Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.