Vikan


Vikan - 06.10.1949, Síða 10

Vikan - 06.10.1949, Síða 10
10 VTKAN, nr. 40, 1949 HEIIVIILIÐ Matjurtir og geymsla þeirra oiiiiiiiiiiimiiiiii IIUIIIIIIIH/ l■ll■■■lll■ll■ll■■■l■■llllll■■<lllll■■•■l■llll•ll■■l'>> .................... tmimimmmmmmimmie^ Matseðillinn Karrísúpa. 50 gr. hveiti, 50 gr. smjör, y2 —-1 tsk. karrí, 2 1. kjötsoð, 2 eggjarauður, 1 matsk. rjómi. Smjörið er látið í pott og brætt. Karríinu og hveitinu er hrært saman við og þynnt smátt og smátt með. soðinu. Þá er súpan látin sjóða við hægan hita í 10 mínútur. Þegar súpan er borin fram, eru eggjarauð- urnar þeyttar ásamt rjómanum og það látið út í súpuna. Hakkað buff. 400 gr. nautakjöt, 200 gr. soðn- ar kartöflur, 10 gr. kartöflumjöl, 2—3 dl. kalt vatn eða mjólk, 1 matsk. salt, y2 stk. þipar, 1 laukur, 100 gr. smjör. Kjötið er skorið niður í litla bita og hakkað fimm sinnum og að lokum. einu sinni ásamt kartöflunum. Lauk- urinn er rifinn niður og honum hrært saman við ásamt saltinu, piparnum og kartöflumjölinu og síðan er deig- ið þynnt með vatninu eða mjólkinni. Litlar kringlóttar kökur eru lagaðar úr deiginu og steiktar í brúnuðu smjörinu. Borið fram með heitum kartöflum og brúnuðu smjöri. Sítrónubúðingur. 250 gr sykur. Börkur og safi úr einni sítrónu, 4 egg, y2 1. rjómi, 11 plötur af matarlími. Eggjarauðurnar eru þeyttar ásamt sykrinum í 20 minútur. Matarlímið er lagt í kalt vatn i 10 mín., siðan skorið niður í lítil stykki og leyst upp i bolla yfir gufu. Síðan er því helt út í eggjarauðurnar ásamt rifn- um sítrónuberkinum sítrónusafanum, þeyttum rjómanum og þeyttum eggjahvítunum. Þá er þessu hellt í mót, sem hefur verið vætt að innan og látið standa á köldum stað í,3—4 klukkustundir. Að lokum er hvolft úr mótinu á fat og búðingurinn borinn fram með smákökum. HÚ S RÁÐ Látið steikarapönnuna yðar alltaf kólna áður en þér þvoið hana. Hellið aldrei köldu vatni á hana á meðan hún er heit, því að við það getur hún undizt. Þér skulið ekki kaupa mat ein- ungis af þvi að yður lízt vel á hann í búðinni. Áætlið vandlega, hvað þér þurfið að Itaupa. Kaupiö ekki meira en nota þarf. 1( Tízkumynd W u' t Ekkert á eins vel við íslenzka veðr- áttu og góð regnkápa. Pat Raphael sýnir hér molskinnskápu sérlega hentuga fyrir rakt loftslag. Frá J. Arthur Rank, London) Enda þótt eigendur smágarða leggi mesta stund á að rækta þær mat- jurtir, sem fljótþroskaðastar eru, og þær séu notaðar svo að segja jafnóðum og þær eru til þess hæfar, þá er hitt ekki minna virði að eiga sem mest af þeim jurtum, sem geyma má nokkuð og sumar mikinn hluta vetrarins. En það vill víða viðbrenna, að erf- itt sé um geymslu, svo vel sé, það er fátt annað en rótarávextir, sem hér kemur til greina að geyma allan veturinn, og það er ekki um lítið tap að ræða, fyrir heimilið, ef geymsla á þeim mistekst. 1 lélegri geymslu rýrna þeir mikið og er þvi nauðsyn að hafa hana sem bezta. Langbezt er, ef hægt er að útbúa lítinn sérstakan kofa til þessa, með steyptu gólfi og veggjum, og utan á þeim svo þykkt moldarlag, með grastorfi á, að ekki sé hætta á að frost nái í gegn. Ekki má kofinn heldur standa það lágt, að hætta sé á, að vatn renni inn það er eitt það versta, sem fyrir get- ur komið. Loftræsting þarf að vera nokkur og dyraumbúnaður tryggur, helzt tvær hurðir. Loftop, mjóa pípu, þarf að hafa á mæni kofans, en ekki má gleyma að troða í hana í frost- um. Bezt er að geyma jarðará- vextina þar í kössum, og eiga þeir helzt að vera jafn stórir, svo að hver geti staðið ofan á öðrum, til þess að rýmið í kofanum notist sem bezt. Séu kartöflur geymdar í kössunum, er gott að hafa rimlabotna í þeim til þess að loft hafi greiðan aðgang — jafnt að þeim neðstu sem efstu. Ekki skal opna slíka geymsluklefa nema í hlýju veðri og gott er að hafa hita- mæli þar, svo að ganga megi úr skugga um, hve mikill eða lítill hit- inn sé. Má hann mjög ógjarnan verða minni en 2—3° Celsius og helzt ekki yfir 6—7°. Kaldur kjallari getur líka verið góður geymslustaður. 1 þessu efni sem mörgu öðru, er það mikið mein, hve ve"ðrátta er hér umhleypinga- söm og óáreiðanleg, stundum óeðli- lega hlý, en stundum grimm. Það er ekki að ástæðulausu, að við Islend- ingar tölum allra þjóða mest um veðrið. Og þær þjóðir eiga gott, sem við staðviðri búa. Jarðávexti, sem á að geyma, þarf að taka upp með gætni og fara vand- lega með þá, svo að þeir skaddist ekki. Rótarávextir léttast mikið, ef hýðið hefur eitthvað skemmzt, og þess háttar þarf að taka frá við upptökuna og nota sem fyrst á haust- in. Vandlega þarf einnig að gæta þess að taka það frá, sem sjúkt kann að vera. Getur illt af hlotizt, ef sjúk- dómar berast þannig á geymslustað- inn, og útbreiðsla þeirra getur magn- ast mjög, ef of hlýtt verður i geymsl- unni. Fullkominn þrifnaður þarf að ríkja á geymslustaðnum, og hólf og kassa þarf að kalka innan til að vinna á grói skaðlegra sveppa o. þ. h. ( „Matjurtabókin" ) Þegar þér sjóðið grænmeti, skul- ið þér hafa eins lítið vatn og hægt er og geyma af því soðið til þess að bæta i súpur og sósur, því að það inniheldur mikið vítamín. Til þess að fá gluggatjöld falleg, er bezt að strauja þau deig. Dreypið á þau volgu vatni og vefjið þau inn- an í hreint handklæði, áður en þau eru straujuð og hafið þau þar um klukkutíma. s* I I I I Happdrætti I.R. býöur yður Isskáp Þvottavél og Rafha-rafmagnseldavél fyrir aðeins 2 krónur Dregið verður eftir 2 daga Kaupið miða strax English Electric Ritemp-þvottavél £ & \ . & * >4 0

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.