Vikan


Vikan - 06.10.1949, Síða 11

Vikan - 06.10.1949, Síða 11
VIKAN, nr. 40, 1949 11 Framhaldssaga: LEIklR ÖRLAGANNA 10 Eftir HERMÍNU BLACK þótt þú yfirgæfir hann á morgnn, myndi hann hafa það.“ ,,Þú hefur einnig starf þitt,“ minnti hún hann á. „Jafnvel, þegar þú hafðir mig — hefðir þú þá hætt að fljúga?" Þetta var óvænt spurning. Augnablik var and- lit hans alveg sviplaust. „Þú hefur aldrei krafizt þess af mér,“ svaraði hann. „Nei, en ef ég hefði gert það?“ „Mér finnst nú á stundinni, að mér væri alveg sama, þótt ég flygi aldrei framar —“ sagði hann. Hún vissi vel, að honum mundi ekki líða svona lengi. Hann hafði í sér — ástríðufulla löngun í spenning og ævintýr, sem alltaf myndi kalla hann aftur. Þetta hefði ekki áður gert neitt til, og gerði það heldur ekki nú. Hún hafði kvalizt allt kvöldið áður, en á sömu stundu hafði hún vitað hvað henni bæri að gera — hvað hún vildi gera. Hvaðan ákvörðunin kom, á hverju hún var byggð, gat hún ekki dæmt um nú. „Vinur minn,“ sagði hún — „við skulum ekki ræða um þetta frekar.“ Og, þegar hún hafði sagt þetta, vissi hann, að ekkert meir var hægt að segja — ekki að sinni í það minnsta, og hann sleppti henni. Þau stóðu hvort andspænis öðru, þegar Shirley stuttu seinna kom inn. Hún leit á Nödu svo á Tony. „Jæja, Tony,“ sagði hún svo. ,,Já, mér datt í hug, að ég myndi hitta þig hér.“ ,,Shirley,“ sögðu Nada og Tony einum rómi. Shirley tók af sér hanzkann. Hún og Nada voru svo ólíkar útlits, að Tony hafði aldrei get- að skilið, að þær voru systur. Shirley var lag- leg, en fegurð hennar minnkaði við hliðina á glæsilegri systur hennar. Tony hafði aldrei getað þolað Shirley, ef til vill af því að hann alltaf hafði vitað, að hún var ekki mjög glöð yfir að fá hann fyrir mág. Og hann sagði þessvegna: „Jæja, gamla vinkona — ég er hræddur um, að það hafi verið á móti áformum þínum ■—- að ég kom svona aftur.“ Hún rétti honum höndina, og blá augu hennar litu á hann. „Ég get hugsað mér, að það hafi verið erfitt fyrir marga,“ sagði hún. „En mér finnst yndis- legt að vita, að þú lifir, Tony.“ Hann efaðist. En auðvitað, hugsaði hann bit- urlega, hún gæti meint það hreinskilningslega. Ástæðunni til þess, að hún hafði ekki getað þolað hann, var nú útrýmt. „Þakka þér fyrir," sagði hann þurrlega . „Nada, góða.“ Shirley fór til yngri systur sinn- ar, lagði handleggina utan um hana og kyssti hana. „Þú lítur mjög þreytulega út,“ sagði hún. „Ég kom hingað strax, þegar ég hafði séð blöð- in —- þér datt alls ekki í hug að hringja til mín?“ „Það var svo erfitt að hugsa," svaraði Nada. Hún hafði alveg gleymt, að auðvitað hefði átt að tilkynna Shirley um þetta. „Já, auðvitað," sagði Shirley og bretti brún- ir. „Hvar er Garth?" „Á sjúkrahúsinu." „Ég verð að fara,“ sagði Tony. „Þú býrð ekki hér,“ spurði Shirley fljótmælt. „Nei!“ „Nú skal ég fylgja þér út.“ Hún gekk á undan honum, og við dyrnar sneri hann sér við. „Nada-------“ Hún svaraði ekki. Hreyfði höndina ofurlítið I kveðjuskyni, og, þegar hann næstum í blindni fór á eftir Shirley, sór hann með sjálfum sér: „Ég kem aftur! Guð veit, að ég skal fá hana!“ Shirley lagði litla hönd sina á handlegg hans. „Komdu hingað augnablik,' ég vil tala við þig —“ bað hún og fór með hann inn í borð- stofuna. Hún var alls ekki hjartalaus, og, þegar hún leit á hann, fann hún til innilegrar með- aumkunar. „Það hefur víst því miður ekki verði sérlega skemmtileg heimkoma fyrir þig, Tony,“ sagði hún blíðlega. Hannygldi sig. „Ö, nei — það hefur verið hreint víti!“ Svo sagði hann: „Hversvegna lézt þú hana gera það? En auðvitað — hefur þú verið glöð yfir þvi!“ Það varð stutt þögn áður en Shirley svaraði: „Já, ég var glöð,“ sagði hún svo rólega. „Hver hefði ekki verið það? Þú talar um víti — hvað heldur þú, að hún hafi þolað? Við komum henni aftur til lífsins i sameiningu — Garth og ég. Það var Garth, sem gaf henni eitthvað til að lifa fyrir á ný — og — já, það hljómar ef til vill harðlega, en þú verður að skilja nú — strax, að þú verður að láta þau í friði, Tony. Ég vor- kenni þér, en það er Nada, sem ég verð að hugsa um. Hún hafði það gott og var hamingjusöm — farðu nú í burtu og láttu hana finna frið og hamingju aftur." „Og ef hún elskar mig alltaf?" spurði hann. „Þá ert það þú, sem átt að fá hana til að gleyma því.“ „Já — ég skil. Það hljómar svo auðveldlega, er það ekki?“ „Nei, það er ekki auðvelt. En ef þú elskar hana, munt þú gera það’ Ef þú verður kyrr------“ „Já —- ef ég verð kyrr, Shirley — hvað þá?“ „Þá skert ég í leikinn," sagði Shirley harðlega. „Ég vil ekki, að líf Nödu verði eyðilagt í annað sinn. Þú hefðir yfirleitt ekki átt að fara i flug- ferðina. Hversvegna var hún ekki nóg — þú hafð- ir hana?“ „Heldur þú ekki, ag ég hafi spurt sjálfan mig oft sömu spurningar?" Hann hló biturlega. „Hið eina, sem ég hafði ekki búizt við var — þetta. Garth notaði sannarlega tækifærið •— ■—“ „Og hafði fyllzta rétt til þess,“ tók Shirley fram í fyrir honum. „Það er leiðinlegt, Tony, en ég bið þig að koma heiðarlega fram. Gefðu Nödu tækifæri til að verða hamingjusöm. Auðvitað er hún utan við sig núna — hver væri það ekki? En hún kemst yfir það. Haltu þér frá henni — um stundarsakir í það minnsta." „Allt í lagi!“ Það er auðvelt að samþykkja það. Um stundarsakir! Það var framtíðin, sem hann hugsaði um, er hann nokkrum mínútum síðar stóð úti á götunni. Shirley stóð ekki lengi við. Hún hafði þotið til London með eitt fyrir augum og henni hafði heppnazt það — þ. e. að tala við Tony og biðja hann um, að láta Nödu ekki kveljast meir en hún þegar hafði kvalizt. Enda þótt Shirley gæti þótt innilega vænt um það fólk, sem var ná- komið henni, var hún mjög tilfinningalaus, og fyrsta tilfinning hennar, er hún sá, að Tony Hammerton var á lífi og var kominn aftur, hafði verið óánægja. Þegar hún sat í lestinni á leið til London, hafði hún verið reiðubúin að telja sér trú um, að hún væri ekki glöð. Allt frá byrjun hafði henni ekki aðeins fundizt lítið til Tonys koma, heldur fengið blátt áfram vantraust á honum — og hún óskaði nú framar öllu öðru, að allt gengi vel með Garth og Nödu. Enda þótt hún vissi ekkert nákvæmilega um hjónaband þeirra, hafði hún al-drei haldið, að Nada hefði gifzt Garth, af þvi að hún væri ást- fangin af honum. En ekki var hægt að efast um, að Nödu þótti innilega vænt um mann sinn. Og hjónaband þeirra var hamingjusamt, sagði Shirley við sjálfa sig. Hversvegna gat Tony þá ekki verið áfram úti í eyðimörkinni ? En eins og vanalega, þegar hún var ein með Nödu, brást henni alveg ruddaleg hreinskilnin sem hún var vön að nota gagnvart öðrum. Samt sem áður gladdist hún yfir að hafa hitt Tony og talað við hann. Og hversu mikið dálæti Nada hafði á systur sinni, létti henni þó, þegar hún var farin. Hún vonaði, að hún hefði ekki verið óvingjarnleg, en hún gat ekki fengið sig til að tala um það, sem komið hafði fyrir. Hún hafði tekið ákvörðun og vissi, hvað hún vildi, og enda þótt það væri sárt, létti henni þó. En henni fannst hún ekki geta talað um það við Garth, og ákvað þá að skrifa bréf til hans. Þegar Shirley var farin, settist hún við skrifborðið og starði á autt pappírsblað, án þess að vita, hvernig hún gæti bezt gert sig skiljanlega. Að lokum skrifaði hún: „Elsku Garth. Éy vil, að þú skiljir, að ekkert er breytt. Við skulum ekki tala um það meir. Nada.“ Þegar hún braut bréfið saman og lagði það í umslag, hringdi síminn. Hún tók hann. „Gét ég fengið að tala við frú Rosslyn?“ sagði kvenmannsrödd. „Það er hún,“ sagði Nada, sem strax þekkti röddina. „Það er Annette Marston. Þér hafið ekki gleymt mér?“ „Nei, auðvitað hef ég það ekki.“ Jafnvel í á- standi sínu var Nada glöð yfir að heyra rödd hennar. Það var eitthvað róandi við djúpa rödd hennar. „Getið þér og maður yðar ekki komið í mat til mín bráðum?" spurði ungfrú Marston. „Til dæm- is á föstudaginn? Eða er það of fljótt ?“ „Það er mjög fallega gert af yður,“ svaraði Nada. „Ég vil gjarnan segja já, en maðurinn minn er ekki heima — og ég þori aldrei að lofa nokkru fyrir hann. Má ég láta yður vita nánar í kvöld? Og ég lofa, að ef hægt er, skulum við koma.“ „Það var indælt. Segið honum að Hugh Carr- uthers komi, og ég hef lofað honum að ná í ykkur bæði.‘ „Það skal ég gera. Og þakka yður kærlega fyrir." Nada lagði heyrnartólið á, og hugsaði um leið, að það yrði gott fyrir þau bæði að fara út. Sir Hugt var auk þess góður vinur þeirra beggja. Og þessarar hugsanar átti hún eftir að minnast löngu síðar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.