Vikan


Vikan - 06.10.1949, Qupperneq 4

Vikan - 06.10.1949, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 40, 1949 Það er vandi að velja Þýdd smásaga k augu hennar tindruðu og hvítur, gljá- ■^andi kjóllinn féll í mjúkum fellingum um grannan, yndislegan líkama hennar. í hendinni hélt hún á vendi af hvítum lilj- um. Eftir eina klukkustund átti hún að giftast. Hún og Colin MaeClain höfðu átt saman yndislegt ár. Yndislega fallegt og indælt ár. Þegar hún hitti Collin, hafði hún verið nærri búin að telja sjálfri sér trú um, að hún væri ástfangin af Sherman Sutherland. Sutherland var rík- ur og mikilsmetinn maður. Föreldrar hennar voru mjög hrifin af kunningsskap hennar og Shermans. Faðir hennar var víxlari, og í kreppunni hafði hann misst næstum alla peninga sína. Hún hafði verið alin upp á ríkmannlegu heimili og hafði verið mjög eftirsótt í samkvæmis- lífinu — svo að breytingin hafði haft viss áhrif á hana. Doris Hawkes var falleg! Ljóshærð var hún, og kom fegurð hennar bezt í ljós 1 hermelíni og modelkjólum. Hún vissi, að hún var falleg og aðlaðandi, og henni var ljóst, að hún varð að hafa peninga til að geta klædd sig vel. Sherman Sutherland var mjög fús til að útvega þessa peninga. Hann var tuttugu árum eldri en hún, hár hans faíið að grána, og enda þótt hann spilaði tennis og væri í leikfimi, varð hún að játa, að hann var farinn að fitna. Hann var góð- ur og tillitssamur gagnvart henni, og hann sagði henni frá öllum ferðum, sem þau myndu fara, þegar þau væru gift — um landareignina, sem hann ætlaði að kaupa handa henni upp í sveit — um stóra bílinn sinn og um listisnekkju sína. I tuttugu ár höfðu umhyggjusamir, elskulegir foreldrar hennar gefið henni allt, sem hún þarfnaðist. Ekkert hafði verið of gott handa henni. Hún hafði alltaf tekið á móti — aldrei gefið neitt til endurgjalds. Nú áttu þau erfitt, og móðir hennar var þreytt og að því kom- in að missa kjarkinn. Faðir hennar hafði orðið gamall maður síðastliðin ár, og hann var aðeins nýlega fimmtugur. Hún þráði að koma brosinu aftur í augu móð- ur sinnar og rólegum svip í andliti föður síns. Sherman var ekki aðeins ríkur, hann var einnig hjálpsamur og góður. „Aðeins, ef ég hefði rétt til að hjálpa föður þínum,“ sagði hann einu sinni við Doris, ,,en hann er alltof stoltur til að taka við hjálp af manni, sem ekki er í fjölskyldunni. Hann er duglegur víxlari, ekki var það honum að kenna, að hann missti allá peningana sína — enginn gat séð- fyrir að allt mundi falla. Mér væri mikil ánægja, að stofna nýtt fyrirtæki fyrir hann, og hann mundi fljótt geta unn- ið sig upp.‘ Hún hafði hugsað mjög vandlega um málið, og svo hafði hún valið. Hún ætlaði að giftast Sherman, og í fyrsta sinn á ,ævi sinni ætlaði hún að gera eitthvað fyrir foreldra sína, sem hún elskaði. Svo varð Colin McClan á vegi hennar. Hann hafði staðið fyrir framan hana, hár og laglegur og brosað alvarlega til henn- ar og sagt: „Við höfum aldrei hitzt fyrr, en við hefðum átt að hittast fyrir löngu!“ „Hversvegna?" hafði hún spurt með undarlegan kökk í hálsinum. „Af því að það stóð skrifað í stjörn- unum,“ svaraði hann hlæjandi. „Sjáið þér til, ég bý til lög, og allt mitt líf hef ég beðið eftir svari við lögum mínum. Þér eruð svarið. Nú veit ég, fyrir hvern ég hef sungið.“ „Þér eruð kjáni.“ „Það eru aðeins kjánar, sem kunna að skemmta sér,“ hafði hann svarað alvar- lega. Hún hugsaði um fyrstu kynni þeirra, er hún gekk út að bílnum sem átti að aka henni til kirkjunnar. Colin mundi verða þar. Hugsunin uin það fékk hjarta hennar til að slá örar, og litlu hvítu hend- urnar, sem héldu um liljurnar, titruðu. Hún hristi höfuðið óþolinmóð. Hún vildi ekki hugsa um, að Colin var ótryggur og, að ást hans til hennar mundi ekki vara leng- ur en dægurlög hans. Hún reyndi að ................................................................... i/ VEIZTU -? 1. Hvað geta skriðdrekar ekið hratt? 2. Hvenær hófst seinasta innrás Rússa í Finnland ? 3. Hvað hét landstjóri Þjóðverja i Nor- egi? 4: Hvað heitir hæsti tindur á Skotlandi ? 5. Hver er talin mesta verzlunarborg á meginlandi Evrópu? 6. Hvenær varð færeyska viðurkennt kennslumál í skólum eyjanna? 7. Hvenær kom fyrsta skip Eimskipafé- lags tslands til landsins og hvað hét það ? 8. Hvert er bræðslustig glers? 9. Hver er harka platínu ? 10. Hvar og hvenær er Jakob J. Smári f æddur ? Sjá svör á bls. 14. gleyma trygglyndi, heiðarleika og tillits- semi Shermans — reyndi að gleyma sín- um eigin tilfinningum gagnvart honum. Hún vildi aðeins muna eftir hlæjandi aug- um Colins og yndislegu, hrokafullu brosi hans. Faðir hennar sat í vagninum við hlið hennar og reyndi að tala um smámuni, meðan hann lagfærði nellikkuna í hnappa- gati sínu. Doris heyrði ekki það, sem hann sagði. Hún hugsaði um síðastliðið ár — síðasta mánuð og um daginn áður, er hún hafði verið með Colin í síðasta sinn. Hann hafði talið hana á að koma með sér út og halda hátíðlegt síðasta kvöld þeirra. „Á morgun byrjar nýtt líf,“ hafði hann sagt með stuttu brosi. „Við skulum drekkja hinu gamla í víni.“ Hann hafði horft á hana og skyndilega hafði hann tekið hana í faðm sér og hvíslað: „Þú munt ávallt halda áfram að vera eins yndisleg og þú ert nú. Ég mun aldrei gleyma þér eins og þú lítur út í kvöld.“ Svo hafði hann kysst hana og látið fing- urna leika gegnum silkimjúkt hár hennar, og að lokum hafði hún sagt andstutt: „Nú verð ég að fara, Colin.“ „Við sjáumst á morgun,“ hafði hann sagt og hafði kysst hendur hennar. Bíllinn stanzaði fyrir utan kirkjudyrn- ar Faðir hennar steig út og hvíslaði: • „Vertu nú ekki taugaóstyrk!“ Hún lyfti höfðinu stolt — hún vildi ekki vera taugaóstyrk. Hún gekk upp tröppurnar tvær, sem lágu að kirkjudyr- unum, meðan sólin skein á gyllt hár henn- ar og gljáandi, hvítan kjólinn, og áhorf- endurnir störðu og hvísluðu: „Þetta er fallegasta brúður, sem ég hef séð.“ Svo heyrði hún fyrstu tónana af brúðarmars- inum. „Þú mátt ekki láta lagið hafa of sterk áhrif á þig,“ hafði Colin sagt. Grönn, ung og yndisleg gekk hún inn kirkjugólfið við hlið föður síns. Skyndi- lega var hún gripin undarlegri tilfinningu. — Einu sinni hafði hún haldið, að hún mynd geta lært að elska Sherman. Nú vissi hún, að hún hafði aðeins elskað pen- ingana, sem hann gat gefið henni — grunn bak við fegurð hennar — öryggi það, sem hann gæti gefið foreldrum hennar. En hún gæti ekki, jafnvel þótt hún lifði í þúsund ár elskað Sherman Sutherland. Hún hafði gefið Colin hjarta sitt, og hægt er að lána hjartað oft, en aðeins er hægt að gefa það einu sinni. Svo sá hún hann. En hvað hann var fallegur, þar sem hann stóð í dökkum föt- unum. Hún var nærri farin að hlæja upp- hátt, er hún minntist þess, að hann hafði neyðzt til að fá lánuð föt, þar eð hann átti engin dökk föt sjálfur. Hann stóð beinn og alvarlegur, en augu þeirra mættust. Hún gekk ósjálfrátt í takt við lagið, en er hún sá Colin, barðist hjarta hennar ákaft. Hann mundi ekki verða trúr henni, en hún Framhald á. bls. 14.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.