Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 41

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 41
Sluðmanna. Flytjendur lag- anna sem og aðrir þátttakend- ur í sýningunni eru allir nem- endur í Verzlunarskólanum. Enginn söguþráöur er í sýn- ingunni en lögin eru sett fram í tímaröö og þannig má segja að sé rakin saga Stuðmanna. í kringum hvert lag er smáleikur sem gerir sýninguna enn skemmtilegri. Á sviði Hótel Is- lands hefur verið komið upp tívolíi með skotbökkum, hring- ekju og parísarhjóli. Tívolíi fylgir yfirleitt mikil gleöi og fjör og dansarar úr skólanum dansa við lögin dansa sem hafa verið sérsamdir fyrir sýn- inguna. Um kvöldið fer hver bekkur fyrir sig út að borða á veitinga- stað í bænum eða snæðir í heimahúsi og fær þangað kokk og þjón. Eftir máltíðina eru haldin kvöldteiti og frá þeim er haldið á hátíðardans- leik þar sem menn skemmta sér prúðbúnir fram á rauða nótt. Undirbúningur fyrir svo glæsilega sýningu sem þessa hlýtur að vera mikill? Undirbúningur hefst strax í apríl árinu áður þegar kosin er maður. Hann kann vel til verka og sér einnig um útsetningu á lögum. Ástrós Gunnarsdóttir semur dansa fyrir sýninguna og auk þess að æfa dansarana er hún nokkurs konar leikstjóri sem sér um framgang æfinga. Mikið er lagt í að gera sýn- inguna sem glæsilegasta. Gefinn er út bæklingur um dagskrá nemendamótsins og plakat. Einnig var gert kynn- ingarmyndband við lagið „Fljúgðu" sem er í sýningunni. Viku fyrir sýninguna var byrjað að spila og kynna lögin í skólanum og allt gert til að ná upp sem bestri stemmningu." Á þessu er auðheyrt að nemendamót Verzlunarskóla- nema er Ijós í skammdeginu og til að deila ánægjunni með öðrum verður haldin aukasýn- ing sunnudaginn 9. febrúar. Miðaverð er 500 krónur og er sýningin öllum oþin og eins og segir i nemendamótssöngn- um: Verið velkomin og takið það létt. □ Svipmyndir frá æfingum á einu atriðanna sem líða munu yfir fjaiir á Hótel íslandi þann 6. febrúar næstkomandi. ný nemendamótsnefnd. Hún hefst þá strax handa við að finna efni og skipuleggja sýn- inguna. I upphafi skólaárs fara fram inntökupróf í kór og dans. Sviðsmenn og aðrir listamenn úr röðum nemenda eru ráðnir til að sjá um útlit sýningarinnar og leikarar valdir til að leika í annálnum. Rúmlega hundrað nemendur taka þátt í sýning- unni og komast færri að en vilja. Kórstjóri í ár sem og oft áður er Jón Ólafsson tónlistar- sem er orðið einn af stærstu atburðunum í fé- lagslífinu. Á síðustu keppni mættu milli átta og níu hundruð manns sem verður að teljast mjög gott miðað við að Verzló er rúmlega níu hundr- uð manna skóli. Sigurvegari í Verzlóvæli er síðan fulltrúi Verzlinga í söngvakeppni fram- haldsskólanna. Reyndar var Verzlóvæl stofn- að áöur en söngvakeppni framhaldsskólanna kom til.“ - Þú minntist áðan á Verzlunarskólablaðið. Eru gefin út fleiri blöð í skólanum? „Já, það er öflug blaðaútgáfustarfsemi í skólanum. Fyrir utan Verzlunarskólablaðið kemur út fjórum sinnum á ári blað sem heitir Viljinn. Auk þess er Kvasir gefinn út hálfsmán- aðarlega en svo nefnist málgagn stjórnar NFVÍ þar sem kynntir eru atburðir í félagslífinu." - Hefur hinn almenni nemandi í skólanum einhvern möguieika á að hafa áhrifá félagslíf- ið, beint eða óbeint? „Skóla- og félagsmálafundir eru haldnir reglulega. Þar fá nemendur kost á aö gagn- rýna bæði félagsmál og önnur skólamál. Á félagsmálafundum situr stjórn NFVf fyrir svör- um og svarar fyrir misgjörðir sínar ef einhverjar eru. Nemendur koma oft meö ágætar tillögur um úrbætur á þessum fundum og það er gott fyrir okkur í stjórninni að fá að vita hvaö nem- endum líkar vel við störf okkar og hvaö illa. Þó er alltaf hætta á að mál þróist út í persónuleg- an ágreining á þessum fundum. Skólastjóri og kennarar mæta á skólamála- fundi þar sem nemendur fá tækifæri til að gagnrýna kennsluaðferðir og annað sem betur má fara. Þó að þessir fundir breyti kannski ekki miklu er gott að krakkarnir geti komið sínum skoðunum á framfæri við skólayfirvöld. Það er ekkert nema gott um þessa hluti að segja og þessir fundir veita aukið aðhald auk þess sem þeir bæta samskiþti nemenda og kennara." - Ár hvert má sjá nemendur úr Verziunar- skólanum þramma prúðbúna um bæinn. Stelp- urnar í peysufötum eða upphlut og strákarnir í kjólfötum. Hvað er eiginlega á seyði þennan dag? „Þessi dagur er nefndur peysufatadagurinn og er ein af gömlu hefðunum sem hafa haldist í Verzlunarskólanum í mörg ár. Þennan dag gera nemendur fjórða bekkjar, sem eru annars árs nemendur, sér glaðan dag. Sérstök fjórða- bekkjarbók kemur út og mikið er lagt í að gera daginn sem ánægjulegastan fyrir alla. Um sjö- leytið er haldið í morgunpartí og eftir það eru stanslausar skemmtanir allan daginn. Strák- arnir klæöast kjólfötum þennan dag og leiða stelpurnar, sem eru annaðhvort í upphlut eða peysufötum, niður Laugaveginn og út í Há- skóla. Eftir það er sameiginlegt borðhald fyrir alla fjórðabekkjarnema og kennara þeirra. Að því loknu eru sungnir fyrir kennara frumsamdir textar og þeim færðar gjafir í þakklætisskyni. Um kvöldið er haldið partí og endapunkturinn er dansleikur sem aðeins er ætlaður fjórð- abekkingum og gestum þeirra. Þetta er mjög skemmtilegur dagur og jafnast á við nem- endamótið sem er hápunktur alls félagslífs í skólanum." - Að lokum, Gisli, spurning sem oft hefur verið spurt: Eru Verzlingar snobbaðri en annað fólk? „Nei, ég held að þeir séu ekkert meira snobbaðir en aðrir. Auðvitaö er fullt af fólki í skólanum sem er snobbað en það er í öllum skólum. Hér gangast nemendur kannski upp í því að vera snyrtilega klæddir á meðan nem- endur í öðrum ónefndum skólum gangast upp í því að vera druslulega til fara. Ég veit ekki hvort þaö telst snobb aö klæða sig snyrtilega." 3. TBL. 1992 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.