Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 48

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 48
JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR INNSAEISNEISTAR SMJAÐUR aö er víst óhætt aö full- yröa aö fátt er óvið- kunnanlegra í sam- skiptum okkar en smjaður í einhverjum myndum. Yfir- menn verða oftar en ekki varir við hræsni þeirra sem telja þannig framkomu líklegan álitsauka og verða vonglaðir um árangur, ef sá sem smjaðr- að er fyrir sér ekki í gegnum það. Vissulega er hvers kyns sleikjuháttur rangt atferli og fremur vísbending um andleg- an hallærishátt en nokkuð annað. Það er sorglegt til þess að vita að nokkur sæmilega þokk- uð mannvera skuli velja það að skjalla aðra sjálfri sér til framdráttar. Mikið má vera ef einmitt þannig atferli er ekki fremur en nokkuð annað vís- bending um afar lágt og van- þróað sjálfsmat viðkomandi loftungu. Ef við erum kostum búin og nokkuð örugg um eig- ið ágæti þurfum við ekki að velja að niðurlægja sjálf okkur meö því að skríða fyrir öðrum með fleðulátum og öðru álíka atferli sem er taugaveiklunar- kennt og sjálfsniðurrífandi. Ef við teljum ávinning í eigin persónu þurfum við ekki að láta eins og við séum einskis virði nema að setja á svið framkomu og fas sem villir öörum sýn á ágæti okkar. Ef við kjósum ekki flaður þá verð- um við jafnframt að vera viss um að flestum fellur framkoma sem er tæpitungulaus betur en önnur og ómerkilegri, nema viðkomandi sé sjálfur óörugg- ur og vanmáttugur og hífist upp við skjallið. Vissulega getur verið upp- lyftandi og sjálfsnærandi að eiga athygli annarra vegna ólíkra ástæðna en þá þannig að ekki sé á bak við athyglina neins konar tvöfeldni í hugsun eða annars konar óhreinlyndi. Auður einstaklinga hefur oftar en ekki skapað skilyrði á ná- Það er sorglegt til þess að vita að nokkur sæmilega þokkuð mannvera skuli velja það að skjalla aðra sjálfri sér til fram- dráttar. lægð fólks sem leggur sig eftir sleikjugangi við viðkomandi auðkýfing í von um hvers kyns umbun, hvort heldur er í aur- um eða auknum metorðum. Vart er hægt að komast hjá að misbjóöa einhverjum þeim tilfinningum í sjálfum okkur sem eru göfugar og heiðarleg- ar ef við verðum ber að fleðu- látum. Þeir sem hafa öðlast almennar vinsældir og aukið hróður sinn heima eða heiman verða ákaflega oft varir við að á vegi þeirra verða Gunnur og Jónar sem gjarnan nota fag- urgala og óheiöarlegt skjall í von um athygli þess fræga, auk þess kannski að eiga um tíma kost á að skína undir glæstri sól viðkomandi. Hvert það atferli sem miðar að eigin útskúfun og ranghug- myndum um eigið ágæti er I eðli sínu rangt og því heldur hæpið að smjaður sé, þegartil lengri tíma er litið, líklegt til að auka við eðlilegan og heil- brigðan styrk manngildis við- komandi fleöurtungu. Gott er að venja sig á ein- læga og kærleiksríka fram- komu við samferðafólk sitt. Heiðarleg nærvera eða um- fjöllun okkar hvert við annað er ávinningur fyrir mannleg sam- skipti, en ekki atferli sem inni- heldur minnsta snefil af dyndil- mennsku sem þegar betur er að gáð veldur oftar en ekki vandræðum og veseni sem engan ávinning hefur í för með sér fyrir fólk og hana nú. □ !§ u / VfJ / KJKLÐi HÚS döRö þEGÆK R’AKl- UMDitL SK.iT / MÍLLÍ- EtAjiMá- SVfML e í r J) P1 HRF ys ,/ > S hKEMMTÍ- KRf\F T- / AJAJ V UE.ÍK /JÖ&U > i/ > L'" LEiT E-iAJS 5 iÐQ PRiK GAR- . DflA l Z s 7- > ÓTT/?5T \l R&h)DÍ ÖE TkA * > FUCsL KiT}DUM\ y 3 5T£F/J4 K\J6lÐ’Ð > > / 'z 3 y s /p 7 /WQAJ- 0 Lausnarorð 1-7 úr síðasta blaði: HRAUSTA 48 VIKAN 3. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.