Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 23

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 23
▲ Opinbera skýringin er sú aö vitf irrtur ein- stæðingur, Lee Harvey Oswald, hafi skotið for- setann með riffli sökum athyglisþarfar. Doors var skoðunarferð í gegnum útsýrðan veru- leika Jims Morrison. Allar þessar myndir fengu mjög jákvæða dóma flestra gagngrýnenda og mjög góða aðsókn í kvikmyndahúsum. Þetta gerir það að verk- um að Oliver Stone getur nú orðið leyft sér nánast hvað sem er í kvikmyndagerð. Stone leitaði til Warner-fyrirtækisins með fjár- mögnun á JFK. Warner vildi að Stone gerði mynd um Howard Huges en Stone sat við sinn keiþ og fékk að lokum fjörutíu milljónir dala til að gera myndina. Þegar svo byrjað var á myndinni bárust fregnir af því að annað kvikmyndafyrirtæki væri far- ið af stað með mynd um morðið á Kennedy. Stone beitti áhrifum sínum til að stöðva framleiðslu þeirrar myndar. Þess má reyndar geta að Propaganda Film er með í smíðum mynd sem á að fjalla um Jack Ruby, manninn sem myrti Lee Harvey Oswald. HVERS VEGNA KVIKMYND UM ÞENNAN ATBURÐ? Öll heimsbyggðin stóð á öndinni af undrun og sorg tuttugasta og annan dag nóvembermánaðar 1963. Aldrei fyrr eða síðar hefur einstakur atburður komið jafnmiklu róti á hugi manna um víða veröld. Ástsæl- asti forseti Bandaríkjanna frá upphafi var myrtur á hryllilegan hátt, í skrúðgöngu honum til hyllingar í Dallas. I Ijós kom að morðinginn var vitfirrtur ein- stæðingur sem skaut forsetann með riffli út um glugga á sjöttu hæð húss skammt þaðan sem bíla- lest forsetans fór. Ástæða verknaðarins var sögð vera athyglisþörf morðingjans, Lee Harvey Oswald. Hann þrætti fyrir verknaðinn - þar til hann var skot- inn til bana af miðaldra næturklúbbaeiganda, að- eins tveimur dögum eftir morðið á John Fitzgerald Kennedy. Það er svona sem einn sorglegasti heimssögu- legi viðburður síðustu áratuga er útskýrður í sögu- bókum og alfræðiritum. Þessar útskýringar eru byggðar á niðurstöðum Warren-nefndarinnar svo- kölluðu, þingnefndar sem Lyndon B. Johnson for- seti setti til að annast rannsókn morðsins á JFK. Þessi skýring stenst alveg ágætlega án þess að á málið sé litið gagnrýnum augum. Fjölmargar sjálfstæðar kenningar og tilgátur hafa verið settar fram og rannsóknir framkvæmdar á ódæðinu og margar ólikar niðurstöður fengist. Flestir óháðu rannsóknaraðilanna eru þó sammála um að ómögulegt sé að Lee Harvey Oswald hafi verið einn að verki, of margt mæli gegn því; riffill Oswalds var of ónákvæmur, Oswald var ekki nógu góð skytta og það sem gengur af kenningunni um Oswald sem einu skyttuna dauðri er það sem Warr- en- nefndin kallar „töfrakúlukenninguna". Oliver Stone framleiddi kvikmyndina JFK en hann telur að um valdarán hafi verið að ræða. Töfrakúlukenningin átti að fullsanna að Oswald hefði verið einn að verki en er svo ævintýraleg að núna leggur nánast enginn trúnað á hana. Hún gengur í stuttu máli út á að útskýra hvernig ein kúla úr riffli Oswalds gat sært forsetann á þremur mis- munandi stöðum, tekið fjölmargar beygjur til hægri, vinstri, uþp og niður, snúið við og endað í mannin- um sem sat fyrir framan forsetann, Connally, ríkis- stjóra Texas. Tilraunir með sams konar kúlur, sams konar riffil, sem skotið var af á sama færi í bæði geitarhold og mannshold, sýndu að kúlan var yfir- leitt bæði stopp og handónýt eftir að hafa lent einu sinni I mannsholdi. Annað atriði, sem hefur vegið þungt í gagnrýni á Warren-nefndina, er að ýmsum mikilvægum sönnunargögnum hefur verið haldið leyndum fyrir almenningi. Þar er meðal annars um að ræða krufn- ingarskýrslur, röntgenmyndir sem gætu varpað Ijósi á hvaðan kúlurnar komu, gögn um öryggisgæslu á morðstaðnum og skýrslur CIA sem gætu sýnt fram á sekt yfirmanna stofnunarinnar á þessum tíma. Eins hefur almenningur aldrei fengiö að sjá kvik- mynd sem maöur að nafni A. Zapruder tók af morð- inu. Þar sést greinilega að forsetinn var skotinn fyrst aftan frá og síðan framan frá. Myndin sannar sem sagt að um var að ræða tvær eða fleiri skyttur, með öðrum orðum að um samsæri hafi verið að ræða. Framangreind atriði og fjölmörg önnur, sem mörg vega þungt, hafa lengi vafist fyrir Bandaríkjamönn- um og öðrum áhugamönnum um Kennedymorðið. Það eru meðal annars þessi atriði sem vöktu Oliver Stone, valdamesta kvikmyndagerðarmanninn í Hollywood, til umhugsunar sem endaði með gerð kvikmyndarinnar JFK. Þar er morðið brotið til mergj- ar með rannsóknum Jims Garrison sem árið 1969 höfðaði mál á hendur einum þeim sem hann sagði höfuðpaurinn I samsæri á hendur John F. Kennedy, samsæri sem samkvæmt mynd Olivers Stone teygði anga sína til ráðuneytis og varaforseta Kenn- edys sjálfs. Stone segir að mynd sín eigi ekki að vera algilt svar við spurningunni um hver myrti Kennedy og af hverju en eftir að hafa lesið bók Jims Garrison, Á slóð launsátursmanna, hafi hann viljað varpa Ijósi á morðið og gefa fólki forsendur til að meta málið sjálfstætt. Oliver Stone hefur margoft látið í Ijós þá trú sína að um valdarán hafi verið að ræða er John F. Kennedy var skotinn. Það er ekki á hverjum degi sem upp koma kenningar sem fela í sér eins yfir- gripsmiklar ásakanir á hendur æðstu valdamönnum veraldarinnar. Því er ekki að undra að heiftúðugar deilur skuli hafa spunnist um kvikmyndina JFK - enda er um gríðarlega sterka og áleitna mynd að ræða. Undirritaður sá myndina um jólin I Bandaríkj- unum og varð vitni að fjölmiðlastorminum sem fylgdi í kjölfar frumsýningarinnar. UMDEILDASTA KVIKMYND SÍÐARI TÍMA Kvikmynd Olivers Stone um morðið á John Fitzger- ald Kennedy er án efa ein allra umdeildasta mynd síðari tíma. Menn greinir ekki á um gæði myndar- innar, allir eru sammála um að hún sé stórvel gerð á allan hátt. Deilurnar standa um handritið og hversu mikill eða lítill sannleikur felist í því. Morðið á Kennedy er sennilega mesta ráðgáta síðari tíma. Það hafði gríðarlega mikil áhrif á veraldarsöguna, Kennedy var maður sem hvatti til vingjarnlegri sam- skipta við Sovétríkin, vildi slaka á í vígbúnaðar- kapphlaupinu og var á móti hernaðaríhlutun Banda- ríkjamanna í Víetnam. Þess má geta að þessi tvö atriði, vígbúnaðarkapphlaupið og Víetnamstríðið, kostuðu Bandaríkjamenn svo mikla peninga að þeir verða langt fram á næstu öld að greiða skuldina, að því ógleymdu að yfir sjötíu þúsund Bandaríkjamenn féllu í Vietnam. Oliver Stone vill meina að Kennedy hafi verið „fyrsta fórnarlamb Víetnam- stríðsins", með öðrum orðum að hann hafi orðið fórnarlamb manna sem máttu ekki heyra minnst á að Bandaríkjamenn færu ekki í þetta stríð. Aðrir halda því fram að Kennedy hafi verið myrtur af út- sendurum Sovétríkjanna, Kúbu eða mafíunnar. Frh. á bls. 62 3. TBL. 1992 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.