Vikan - 20.01.1996, Síða 52

Vikan - 20.01.1996, Síða 52
TEXTI: BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR / UÓSM.: BENJAMÍN BOHN 19 nr I^ÁlE .agnheiöur tekur brosandi á 'móti okkur í dyrum „Hinna tólf Jærisveina" þar sem hún svífur um meö bjórkönnur og „bretzel" brauö í körfum. Hún segir brosmild- ina vera einn af sínum stærstu kostum. „Svo er ég líka jákvæö og hjálpsöm - enda gam- all skáti,“ bætir Ragnheiöur viö og hlær dill- andi hlátri. „Ég er oft voöa saklaus, sem getur veriö bæði kostur og galli, og eins og allir íslendingar er ég dug- leg. Ég held aö þrautseigjan hafi stundum bjargaö mér - ég hef ekki átt í vandræðum meö atvinnu, oftar en ekki hafa atvinnurekendur mínir allt vilj- aö gera til aö halda í mig vegna þess hversu dugleg ég hef þótt vera.“ Þessi stuttklippta, snaggaralega kona úr Garðabænum nefnir einnig án hiks sinn stærsta löst. „Ég er frekja. Ég er yngst þriggja systra og þaö hefur ábyggilega sitt aö segja. Og svo er ég svolítill egóisti - mér hættir til aö særa fólk vegna eigingirni rninnar." Ragnheiður fæddist 13. júlí 1965 í Garðabænum. Hún segist hafa skemmt sér vel á „yngri" ár- um sínum. „Ég var svolítill villing- ur og pínu hallærisleg, held ég. Ég átti marga strákavini og þegar ég var fimm ára, átti ég tuttugu ára gamla stráka fyrir vini.“ En fljótlega kviknaöi útþráin og á menntaskólaárum sínum í Flens- borg hélt Ragnheiður til Banda- ríkjanna í eitt ár sem skiptinemi. „Ég kunni ekki vel við mig þar. Það er eitthvað viö bandaríska menningu sem mér líkar ekki viö. Eftir stúdentsprófið fór ég í nokkra mánuöi til Frakklands og líkaöi svo vel að ég skellti mér í inntökupróf í myndlistarskólan- um í Strassborg og fékk þar inn- göngu.“ Ragnheiöur þaföi lengi gengiö meö þaö í maganum aö nema myndlist og skólinn í Strassborg hentaöi henni vel. Fyrstu tvö árin voru almenn undirbúningsár en aö þeim loknum tóku viö sér- greinar og Ragnheiður valdi sér keramik. Hún lauk námi áriö 1991 og setti þá, viö annan mann, upp vinnustofu. „Viö vor- um mjög bjartsýnar, eins og reyndar margir félaga minna úr skólanum. Viö komum á fót þessari vinnustofu og ætluöum aö halda námskeiö, gera nytja- hluti og vinna aö list okkar. Enn Ragnheiður Ágústsdóttir hefur dvalið í tæp níu ár í Strassborg í Austur-Frakk- landi. Hún lauk námi úr myndlistarskóla borgar- innar, Ecole des Arts Décoratifs, árið 1991 og síðan hefur hún unnið að sérgrein sinni, keramikinu, ásamt því að afgreiða bgór í þyrsta ferðamenn Alsace héraðs- ins. Vikan fékk að fylgjast með daglegu lífi Ragn- heiðar og kynntist við- horfum hennar til tilver- unnar. þetta gekk því miður ekki upp; innkoman var hér um bil engin, ég haföi takmarkaða ánægju af því aö gera nytjahluti og eftir eitt og hálft ár neyddumst viö til aö loka vinnustofunni þar sem við vorum einfaldlega farnar á hausinn.“ Nú er kallað af barnum. „La blanche" bjór- inn og Guinnessinn bíöa þess aö Ragnheiö- ur, eöa Raki eins og Frakkarnir kalla hana, komi þeim í réttar hendur, sem hún og gerir, tekur um leiö niður aöra pöntun og hreinsar næsta borö. Aö svo búnu tyllir hún sér aftur - stund á milli stríöa. „Ég fór að vinna hérna sem þjónn til að geta borgað skuldirnar mínar. Ég er ekki fædd meö silfurskeið í munninum þannig aö ég átti ekki margra kosta völ. Ég vann mest fyrst af skilj- anlegum ástæöum en þegar fór aö grynnka á skuldunum gat ég minnkað viö mig vinnu. Nú vinn ég tvisvar til þrisvar í viku og get fengið frí, ef ég þarf, nokkra daga í röö, sem er mjög gott, því ég þarf góö- an tíma þegar ég er að byrja á verkum. Þaö er sorglegt til þess að hugsa að margir félaga minna úr skólanum, sem settu upp vinnu- stofu, eru nú í sömu aöstööu og ég. Þegar við kláruðum skólann var kreppan aö ná hápunkti sínum hér í Frakklandi en nú fer vonandi aö koma betri tíö meö blóm í haga.“ Ragnheiður tekur fram að gott skipulag þurfi til aö þessi samsuða brauðstrits og listar gangi upp. „Dagana, sem ég er ekki aö vinna, nota ég til aö lesa mér til og teikna. Áöur teiknaði ég sjaldnar hlutina fyrirfram en nú reyni ég aö gera mér góöa grein fyrir því sem ég ætla aö búa til. Auövitaö kemur fyrir aö ég er kraftlaus og andlaus eftir strembna törn í vinnunni en þaö gerðist líka þegar ég var aö reka vinnustofuna." í tíu fermetra herbergi í íbúö sinni vinnur Ragnheiður nú aö list sinni. Heimili hennar á sjöttu hæð í Krutenau hverfinu, skammt frá miðborginni, ber eiganda sínum glöggt vitni. í stofunni eru kerta- stjakar og „box um þrá“, á baöher- berginu óvenju falleg krús fyrir tannburstann og tannkremið. „Ég er alltaf aö velta fyrir mér sam- bandinu á milli mannsins og hlutar- ins. Sá hlutur, sem mér finnst standa manninum næst, er boxið. Maður veröur ósjálfrátt forvitinn fyr- ir framan box - þaö er eitthvað kvenlegt viö þau. Box hafa sál. Ég 52 VIKAN 1. TBL. 1996

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.