Vikan


Vikan - 12.12.2000, Síða 50

Vikan - 12.12.2000, Síða 50
texti: Gunnhildur Lily M a g n ú s d ó 11 i r Jólamyndir sem eldast vel Þegar jólaboðunum sleppir með öllum sínum kræs- ingum og ofáti er ákaflega notalegt að liggja undir teppi fyrirframan sjónvarpið, helst af öllu ífaðmi elsk- unnar sinnar, og horfa á einhverjar gamlar og góð- ar bíómyndir sem eiga vel heima á jólunum. Emma Thompson er drottn- ing bún- ingamynd- anna og hefur þar sýnt snilld- artakta sem vert er að taka eftir. Auðvitað ersmekkur manna fjölbreyti- legur en einhvern veginn er alltaf gaman að horfa á mikilfenglegar, epískar stórmyndir sem segja sögu heillrar ættar eða fjöl- skyldu. Hollywood hefur framleitt urmul af slíkum myndum en sumar þeirra standa alltaf upp úr og má horfa á um hver jól. Hvernig væri til dæmisað skella Síðasta Móhíkananum í tækið eða horfa á kvennagullið Brad Pitt og stórleikarann Anthony Hopkins og fleiri góða kappa í The Legend of the Fall? Aðrar slíkar sem vert væri að kíkja á eru t.d. Braveheart með Mel Gibson og Dansað við úlfa með gamla brýninu Kevin Kostner. Fyrir þá nýjunga- gjörnu, sem hafa áhuga á að sjá hrausta karl- menn spranga um bera að ofan, er rétt að benda t.d. á The Gladiator með nýjasta ofurstirni Ástrala, Russell Crowe. Svo eru auðvitað sumir sem eiga eftir að sjá Guðföðurinn oggeta því notað tækifærið um jólin og leigt allar spólurnar og legið yfir mafíósunum. RÚMANTÍKIN í FYRIRRÚMI Jólin eru upplagðurtími til að láta ástina blómstra og því ákaf- lega viðeigandi að horfa á eins og eina eða tvær rómantískar gamanmyndir um jólin. Ef ást- in erfarin að kulna er líka aldrei að vita nema hægt sé að fá góð ráð hjá Meg Ryan eða Juliu Ro- berts um hvernig kyndi megi undir hana. Franskir kossar eru yndisleg- ir, og það sama má segja um myndina French Kiss með þeim Meg Ryan og Kevin Kline sem fer á kostum þar sem töfrandi Frakki. Aðrar ofurvæmnar en misskemmtilegar með Meg Ryan eru t.d.: Sleepless in Seattle, City of Angels og You've Got Mail. Julia Roberts er alltaf sæt og hún hefur leikið í mörgum góð- um rómantískum gamanmynd- um. Þar má auðvitað t.d. nefna Notting Hill þar sem hún varð ástfangin af hinum bælda Hugh Grant, My Best Friends Wedd- ing þar sem hún laut í lægra haldi fyrir Cameron Diaz ogsíð- ast en ekki síst Pretty Woman þarsem hún heillaði bæði Ric- hard Gere og áhorfendur upp úr skónum. Fyrirþásem vilja „alvarlegri" rómantík má auðvitað benda á margar myndir með drama- drottningunni og úrvalsleikkon- unni Meryl Streep. Hver felldi t.d. ekki tár yfir Kramer vs. Kramer á sínum tíma eða heill- aðist af fallegum samleik Streep og Clint Eastwood í Brúnum í Madisonsýslu? Sumir segja að heimur versn- andi fari og ástin hafi verið hreinni ogfallegri í gamla daga. Þeir sem taka þennan pól í hæð- ina geta t.d. kíkt á eina fræg- ustu ástarsögu allra tíma, Casa- blanca með þeim Bogart og Bergman, jólamyndinni Miracle on 34th Street eða ástarsög- unni An Affair To Remember. RÚNINGAMYNDIRNAR SIGILDU Búningamyndir eða öðru nafni ,,period“myndir sem ger- ast yfirleitt í fallegum sveitum Englands á átjándu öld eiga vel við um jólin. Margar myndir hafa verið gerðar eftir sögum Jane Austin og má þar meðal annars nefna Sense and Sensi- bility með þeim Emmu Thomp- son og Kate Winslet og Emma með Gwyneth Paltrow í aðal- hlutverki. Aðrar ágætar bún- ingamyndir eru meðal annars: Shakespeare in Love, Elizabeth og Age of the Innocence. Þeir sem vilja vera þjóðlegir á jólunum og velja íslenskt hafa úr nægu að velja. Hvernig væri að horfa á gæðamyndir eins og Tár úr Steini, Engla alheimsins, Benjamín dúfu eða Myrkahöfð- ingjann svo einhverjar séu nefndar? fslenskur húmor getur líka verið frábær þegar vel tekst til einsogt.d. í Stellu í orlofi, Dala- lífi, Með allt á hreinu og 101 Reykjavík. Það er að minnsta kosti Ijóst að þeir sem vilja kúra undir teppi og stara á skjáinn yfir jól- in ættu ekki að vera í vandræð- um með að finna eitthvað við sitt hæfi. Gwyneth Paltrow hefur þótt standa sig vel í búningamyndunum og vann meðal annars óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni Shakespeare in Love og grét fögrum tárum við tækifærið eins og frægt er orðið ... Hvernig færi að skella einni gamalli og góðri með Lauren Bacall, Marlon Brando, Sean Connery eða Cary Grant í tækið og sjá hvernig alvörutöffarar og hættulegar konur höguðu sér fyrr á öldinni?

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.