Menntamál - 01.09.1926, Page 7

Menntamál - 01.09.1926, Page 7
MENTAMÁL ii; MaSur verSur a'ð tortryggja sjálfan sig, og ætti jafnan aö hafa einhverja þá bók til lestrar, sem frekast er fordæmd af leiðtogum flokks hans, ef það m-ætti hjálpa sem gagneitur. Það myndi og gott, að ganga í hóp ungra manna, sem enn hafa opinn hug, ef um nokkuð frelsi er enn að ræða með ung- lingum. Æskulýðurinn er skam-msýnn orðinn, andlega og lik- amlega, svo að hann sjer eigi gegn um vírgirðingu, Ef til vill eiga skólarnir sökina —-----. Gestur Gestsson þýddi. (Neue Bahnen XXXVI. 3. s. 81-2). Myndasýningar í skólum. Eitt af þeim málum, sem rætt var á síðasta kennaraþingi, var skugga- og kvikmyndasýningar i skólum, i sambandi við kenslu. Voru allir á eitt sáttir um það, að mjög væri mikilsvert og til framfara, ef takast mætti að útvega góðar og hentugar sýnivjelar, til notkunar við kenslu. Nokkrir kennarar höfðu keypt vjelar til skóla sinna, en voru mjög óánægðir með þær; höfðu þær reynst að miklu eöa öllu leyti ónothæfar. Var þvx kosin þriggja manna nefnd, til þess að sjá um og annast kaup á skugga- og kvikmyndávjelum, til notkunar við kenslu, fyr- ir þá kennara, er þess kunna að óska, og kaupa þær tegundir einar er þektar eru og reyndar að gæðum. í nefndina voru kosnir; Sigurður Jónsson, skólastjóri, Rvík, Gisli Jónasson, kennari, Rvík, og Guðjón Guðjónsson, kennari, Rvík. Margir kennarar hafa nú þegar pantað vjelar fyrir milli- göngu nefndarinnar, og eru það einkum „Pathé Baby“ kvik- myndavjelar. iFer hjer á eftir lausleg kostnaðaráætlun unx ]>essar vjelar og það, sénx nauðsynlega þarf að fylgja þeim. Verðið er í ísl. kr. miðað við núverandi gengi.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.