Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL 105 A. J. Lynch og Jessie Mackinder i London, Amelie Hamaide i Belgíu og Angelo Patri í New York. Um störf þessara manna er- til fjöldi bóka á fjölmörgum tungum. Við íslenzkir barnakennarar getum aldrei nógsamlega hvatt hver annan, til þess að taka upp merki þessara velgerðamanna mannkynsins og fylgja dæmi þeirra. Hér hafa aðeins verið nefnd nöfn frá fjarlægari þjóðum, því að það, sem nær er, þekkja langtum fleiri. Það verður aldrei nógsamlega hvatt til að fylgjast með starfi þeirra Sjöholms i Svíþjóð og Sigurd Næsgaard í Dan- mörku, svo að aðeins séu tvö nöfn nefnd af mörgum. Hverjar eru svo þær breytingar, sem hin nýja uppeldisstefna boðar? Þessar breylingar eru aðallega þrenns konar: í fyrsta lagi: Það verður að uppala barnið allt, likamlega og andlega. Gamli skólinn hugsaði aðeins um fræðsluna og vitið. En nýi skólinn leggur einnig höfuðáherzlu á líkamsuppeldið og á mótun og þjálfun skapgerðarinnar og tilfinningalífsins. Annars vegar leggur nýi skólinn áherzlu á, að uppeldið og uppfræðslan sé í sem allra fyllstu samræmi við lífið sjálft. Upp- fræðslan má á engan hátt verða dauðir bókstafir og þur fræði- mennska. Hún verður að sameinast andlegum þörfum nemand- ans og áhugaefnum og vera í órofnu sambandi við lífið og nátt- úruna. En þó er þriðja atriðið stórkostlegast og þýðingarmest, og það er breytt viðhorf uppalandans til barnsins sjálfs. Og þetta breytta viðhorf er byggt á hinni nýju sálarfræði um barnið, sem er árangur af margítrekuðum og þaulhugsuðum rannsókn- um á barninu, eðli þess og vaxtarlögmálum þess, likamlegum og andlcgum. Og þessí nýja sálarfræði kennir okkur að sjá barn- ið í nýju ljósi, hún hjálpar okkur til að sjá það sem einstakling, sem oldcur ber að veita frelsi og sýna tilhlýðilega virðingu, án þess að gjöra tilraun til að móta það eftir okkar þrönga skiln- ingi og sérvizku. Ef barnið er óeðlilegt eða erfitt viðureignar, þá ber okkur að skoða það sem einhvers lconar sjúkdóm i barn- inu, sem leita þarf lækningar við. En ekki refsa þvi eða beita við það þvingunaraðferðum, til að fá það til að breyta eftir okkar vilja. Þannig leggur uppeldisfræði nútímans kennaranum vandasamt, fjölþætt verk á herðar. Því að hvert einstakt barn verður hon- um sérstakt vandamál og úrlausnarefni, sem hann leitast við að leysa eftir nákvæma rannsókn á barninu sjálfu, viðfangsefnum þess, umhverfi þess, foreldrum þess og heimili. Hér dugar ekki fyrir uppalandann, að gripa til hins handhæga meðals, refsing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.