Menntamál - 01.08.1935, Side 54

Menntamál - 01.08.1935, Side 54
132 MENNTAMÁL mættum viS íslenzkri gestrisni, i húsi meS grænu torfþaki og hvítum timburstöfnum. Illerar voru fyrir ölluiri gluggum, og slag- brandur fyrir útihurS, en hann var aS utan, svo engum var mein- uS innganga. Stór olíubrúsi var i forstofunni, en á eldhúshillunni nokkur ljósker og eldspýtustokkar. í tveimur afþiljuSum her- bergjum voru horS, stólar og dýnur. HúsráSendur voru fjarver- andi, en þeim hafSi samt ekki gleymst aS bjóSa gestina velkomna. Á veggnum hékk ávarp á íslenzku og ensku um þaS, aS öllum, er aS garSi bæri, væri heimill aSgangur aS húsinu, notkun her- bergja og innanstokksmuna, gegn því, aS skilja viS allt i röS og reglu. Enda varS ekki annaS séS, en aS svo væri gert. Þótt tjald okkar hefSi reynst vei í ferSinni, þá urSum viS samt fegnir aS geta losnaS viS allt umstang meS þaS undir nóttina, og aS viS gátum tekiS á okkur náSir í þessu myndarlega fjallhýsi. ÞaS eina, sem þó skyggSi á gleSi okkar var þaS, aS viS urSum, aS slcilja vio hestana okkar úti, heita og þreytta, í kalsaveSri. ÞaS virSist líka sjálfsagt, aS hestunum séu ætluS einliver skýli. Gömlu sæluhúsin voru oft útbúin þannig, aS þar gátu í senn dvaliS menn og hestar, og ekki má Hvítárnes, — en svo heitir húsiS, •—■ standa þeim aS haki aS neinu leyti. En líklegt þykir mér, aS FerSafé- lag íslands muni minnasl hestanna, er þaS heldur áfram sínu velbyrjaSa starfi. It. Tveim dögum eftir komuna i Hvítárnes, vorum viS í Haukadal. Þar fengum viS þær beztu viStökur, sem tangferSamaSur getur óskaS. Okkur var Jeyft aS svamta þar i steinsteyptri sundlaug. Og er eg vit nú minnast Haukadals, þá verSur það í fyrsta lagi meS því að minnast íslenzku sagnritunarinnar, og hvernig hún er í sambandi við íþróttirnar, og í öSru lagi með því aS rekja nokkuS starf það, er nú fer fram í Haukadal. Þegar flóðalda katólskrar heimsmenningar gekk yfir Norður- lönd, þá áttu þeir heima í Haukadal Hallur Þórarinsson og Teit- ur ísleifsson. Þeim skolaði ekki með, eins og forystumönnum grannþjóðanna. Þeir tóku katólsku menninguna i þjónustu sina, en hún ekki þá. Og einmitt þess vegna tókst þeim að leggja grund- völlinn að íslenzku sagnrituninni, er mest og bezt hefir haldið nafni íslendinga á tofti út um lieim. En hitt er þó ennþá meira virði, að sagnfræðin ein, hefir megnað að halda við menningu fslendinga, er plágur óstjórnar, eldgosa og drepsótta herjuðu þá. Hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum lagði lalnesk-kat- ólska menningin í rústir þjóðlega menningu. Þjóðir þessar töp- J

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.