Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 64

Menntamál - 01.12.1936, Side 64
222 menntamál efni, og gera mætti sér vonir um að garðyrkjustörfin yrðu til þess, að festa huga barnsins við þau störf, sem því ber að meta, og undir flestum kringumstæðum að starfa að á fullorðins árum. Nauðsynlegt er, að sam- band námsgreinanna sé sem mest, t. d. handavinnu, reiknings og náttúrufræði. Kemur þar til greina kennslu- tækjasmíði í sambandi við eðlisfræði, útreikningur og ýmiskonar mælingar. Þá verður vinna i gróðrarstofu að vera nátengd grasafræðinámi. Nemendur vinni að undirbúningi jarðvegs í gróðrarstofunni og sáningu ým- issa nytjaplantna og birðingu þeirra. Skólinn hefir eftir- lit með heimagarðyrkju nemenda, kennarinn heimsæk- ir nemendur að minnsta kosti einu sinni yfir sumarið, þegar bezt lientar, til að líta eftir garðyrkjustörfum þeirra. Nemendur gera skýrslu um garðyrkjuna og sunduliðaðan reikning yfir gjöld og tekjur hennar. Heimavistarskólarnir eru sjálfkjörnar miðstöðvar hverskonar samtaka og félagsstarfa, hver i sínu hér- aði. Vitanlega yrðu aðstæðurnar til þess mismunandi í hverjum skóla, eftir húsakynnum, ytri staðháttum o. s. frv. Smá námskeið fyrir fullorðna fólkið og félags- samtök um ýms efni, s. s. skólamálin, eru vel fallin til að sameina alla hugsandi menn um uppeldis- og fræðslumál, bæði í skólum, heimilum og í félagsstörf- um. Skólarnir mega ekki láta sitja við orðin tóm; þeir verða að vinna að lilutverki sínu, ekki aðeins innan veggja skólans, heldur einnig á heimilunum og i störf- um og skemmtunum fólksins. Góður skóli á allsstaðar siðferðilegan rétt til íhlutunar, bæði beint og óbeint. Þess ber vel að gæta, að í fræðslu- og uppeldisstarfi skóla hefir það ekki mesta þýðingu, hvað miklu barnið getur skilað og hlaðið á minnið af tilreiddum fróð- leik, heldur hitt, hversu leikið það er í að afla sér sjálft þekkingar með þeim tækjum og eftir þeim heimild- um, sem til staðar eru, og á þann hátt aflað sér reynslu,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.