Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 10
184 MENNTAMÁL Mannþekking Það er ástæða til að vekja athygli kennara á hinni nýju bók Símonar Jóh. Ágústssonar prófessors, Mannþekking. Þetta er almenn sálarfræði, og mun bókin einkum vera hugsuð sem kennslubók, en það skyldi þó ekki fæla neinn frá að lesa hana. Hún er með afbrigðum skemmtileg af- lestrar, framsetningin ljós og skýr og laus við að vera þurr. Þótt hér sé vitanlega um vísindarit að ræða, hefur höfundi tekizt mæta vel að leggja efnið vel fyrir lesand- ann, svo að hann hefur þess full not, þó að hann hafi aldrei áður gluggað í slík fræði. Bókin er því í bezta lagi hagnýt fyrir alla alþýðu manna, og væri vel að foreldrar kynntu sér efni hennar til hlítar. Bókin getur einnig komið kennurum að góðu gagni, því að margir kaflar hennar snerta svo að segja hin dag- legu störf þeirra. Það er fjarri höf. að bíta sig fast 1 ákveðnar kennisetningar. Hann leggur það yfirleitt í vana sinn að vera vægur í dómum, skýrir hlutlaust frá skoðun- um og kenningum fræðimanna, og fellir ógjarnan dóma, nema hann telji sig vissan í sinni sök. Allt þetta eru miklir kostir á fræðimanni, sem rita vill hagnýtar bækur fyrir almenning. Og Mannþekking er í hópi slíkra bóka. Bókinni er skipt í 18 kafla, og eru þeir þessir: Inngang- ur, dulvitund, sefjun, dáleiðsla, sálgerðir, gáfnapróf og hæfileikakönnun, nám, starf og þreyta, stöðuval, andleg heilsuvernd, vani, andstæður í sálarlífi manna, sjálfs- traust og vanmetakennd, ótti, reiði, karl og kona, maður og múgur og áróður. Sjá menn af skrá þessarri, að bókin snertir daglegt líf allra manna að verulegu leyti. Bókin er 443 bls. í stóru broti og kostar 55 kr. óbundin. Frágangur er góður, prentun og pappír í betra lagi. Út- gefandi er Hlaðbúð. St. Júl.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.