Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL 199 4. Fundurinn lítur svo á, að sérstök nauðsyn sé — ekki sízt vegna vænlanlegrar breytingar á skólakerfinu — að endurskoða náms- bækur barnaskólanna. Telur hann vænlegast að gefnar verði út þrenns konar bækur í sögti, landafræði og náttúrufræði: a) Lesbækur fyrir börnin. b) Stutt og gagnorð yfirlit, sem yrðu lögð til grundvallar prófurn. c) Handbækur fyrir börn og kennara. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt, að gefin séu út réttrit- unarverkefni fyrir barnaskólana nú þegar. í kaffisamsæti, senr kennararnir héfdu, voru Karli Finnbogasyni Jtiikkuð góð störi í þágu skólamála og liann gerður að heiðursfélaga sambandsins. Karl liefur nú látið af skólastjórn, enda verður hann sjotugur í vetur. Karl þakkaði með snjallri ræðu. í stjórn sambandsihs voru kosnir: Skúli Þorsteinssoh, skólastjóri á Eskifirði, formaður, Sigfús Jóelsson, kennari á Reyðarfirði, ritari, og Ragnar Þorsteinsson, kennari á Eskifirði, féhirðir. Bólc á enslcu um íslenzk skólamál. Nýlega liefur borizt hingað til landsins bók, er heitir „History of Education in Iceland". Hún er eftir amerískan liðsforingja, George T. Trial, sem dvakli hér á landi um nokkurt skeið. Hann er fræðslu- fulltrúi (Superintendent of Schools) í Kansas City í Bandaríkjunum. Bókin er 95 bls., prýdd nokkrum góðuin myndum. Þarna er stutt yfirlit yfir sögu skólamálanna og einnig allítarlega greint frá tilhögun skólanna eins og þeir eru nú. Fáeinar smávillur eru í bókinni, en þær eru fremur smávægilegar. Á íslenzku er engin hliðstæð bók til, og má það ófremd heita. Æskilegt væri, að einhver íslenzkur sagnfræðingur og skólamaður bætti hér út brýnni þörf og ritaði ýtarlega sögu íslenzkra skóla og fræðslumála frá fyrstu tíð til vorra daga. Til eru ritgerðir og bækur um einstaka þætti eða skóla. En það er ekki nóg. Fræðslumálastjórnin ætti að stuðla að útgáfu slíks rits. Hraunbúinn, rit skátafélagsins Hraunbúa í Hafnarfirði, kom út fyrir jólin nú í vetur eins og í fyrra. í blaðinu eru greinar, sögur, sjónleikur, kvæði, visur, þrautir, skrýtlur og myndir. Meðal jreirra manna, sem skrifa í blaðið, má nefna Ifclga Elíasson fræðslumálastjóra. Ritstjóri Hraunbúans er Vilbergur Júliusson, bókavörður í Hafnar- firði.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.