Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 187 enda að því unnið með allmiklum dugnaði. En það er ekki nóg, að unnt sé að kenna leikfimi í barnaskólum við lé- lega aðstöðu. í kauptúnum má það teljast sérstök uppeldis- leg nauðsyn, að aðstæður séu til margþættra íþróttaiðk- ana. Hvert kauptún þarf að eignast sitt íþróttahús og íþróttavöll, og rúmgóður, afgirtur leikvöllur þarf að fylgja hverjum skóla, en nú fyrirfinnst hvergi afgirtur skólaleikvöllur. Gömlu skólahúsunum hefur oftast verið komið svo fyrir, að ekki virðist hafa verið ætlazt til þeirr- ar landeyðslu, að skólinn eignaðist leikvöll. Það má telja líklegt, að góðar aðstæður til íþróttaiðkana í kauptúnum drægju úr tilgangslausu göturölti og iðjuleysisóknyttum unglinga, þegar dvelst frá starfi, sem títt er að vetrum í sjávarþorpum. Eftir að unglingar sleppa frá fræðslu- skyldu í kauptúnum, hafa þeir yfirleitt engin menningar- leg viðfangsefni, nema algeng vinnubrögð, þegar þau gef- ast. Væri full þörf úr að bæta, svo að þeim gæfist færi á að eyða fómstundum sínum sér til einhvers þroska. Nú sem stendur eru engar stofnanir, sem bjóða unglingum að eyða frístundum sínum við menningarleg viðfangsefni. Lesstofur, sem ef til vill væri hægt að koma fyrir í sam- bandi við skólana, væri í kauptúnum mjög æskilegar og þarflegar. Þær stofnanir, sem virðast ætla að komast upp í kauptúnum næst kirkju og skóla, eru kvikmyndasalir. Skal ég af hreinskilni játa það, að mér hi’ýs hugur við komu þeirra stofnana í kauptúnin. Þann tíma, sem kauptúnaskólarnir hafa annazt lestrar- kennslu barna, virðist hafa skipt um til hins betra, og það hygg ég að segja megi, að lestrarkunnátta barna þar sé orðin sæmileg, þrátt fyrir stuttan — jafnvel óheppilega stuttan námstíma yngri barna. Ýmsum kann að þykja betta furðulega og óviturlega sagt, bví að mjög hefur ver- ið á því klifað af sumum, að námstími barna væri þegar orðinn alltof langur. í frumvarpi milliþinganefndar í

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.