Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 16
190 MENNTAMÁL segja um uppeldislega mótun. Hitt má vera, að enn sé yfirleitt lögð of lítil áherzla á siðræn áhrif í skólunum, og hallast ég fremur að því. Skólarnir þurfa að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að efla siðfágun nemend- anna og- verja nokkrum tíma til þess, jafnvel frá námi lögboðinna námsgreina, um leið og hvert færi er notað í kennslu hinna ólíkustu námsgreina til áhrifa í þessa átt. Það gæti verið athugavert, hvort ekki ætti beinlínis að kenna siðfræði í skólunum, verja nokkrum tíma til þess að kenna um það, hvað heimta verður af manni í franikomu allri og viðskiptum, þar sem lög og menning eiga að ríkja. Einhver mun segja, að þetta sé alltaf verið að gera í kennslunni, þótt ekki sé kennt sem sérstök námsgrein. Rétt er það, en þarf ekki enn við að bæta? Kaupstaðir okkar og kauptún eru enn í mótun og vantar enn mikið á, að menningarhættir þar séu fullmótaðir, en svo þarf að verða. Vel geta þeir hættir verið íslenzkir, slungnir beztu og þjóðlegustu eiginleikum okkar. Skólunum eru gefin allákveðin fyrii'mæli um, hvaða fræðslu þeir eigi að veita nemendum sínum til burtskrán- ingar, og eðlilega beinist st.arfsemi þeirra mest að því, að fullnægja þeim kröfum. Um uoneldisstörf þeirra eru engar sérstakar kröfur gerðar og hverjum í sjálfsvald sett, hvaða reglur um framferði og siðferði nemendanna hann setur. Þar um geta ráðið ólík sjónarmið kennaranna og hver skóli farið sínu fram, svo að ærið ósamræmi verði í starfsemi þeirra á þessu sviði. Ég hvgg. að vel færi á því, að reynt væri að samræma starfsemi þeirra til unn- eldislegra áhrifa með því, að gefnar væru út leiðbeinine- ar um, hvers helzt væri ætlazt til af beim á þessu sviði, og um leið væri gerð nokkur grein fvrir. hvert skólarnir ættu yfirleitt að stefna í áhrifum sínum til mótunar, hvers konar menn heir ættu að hiálna til að nrn+a. t>að kann að fara svo, að tilraunir skólanna til uppeldislegra áhrifa

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.